Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 50
30 10. júlí 2008 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is JESSICA SIMPSON SÖNGKONA ER 28 ÁRA „Ég er svo mikil ljóska. Það skiptir engu máli þótt ég sé dökkhærð.“ Jessica Simpson hefur gert það gott í tónlistinni síðustu ár. Jessica hefur einnig reynt fyrir sér í kvikmyndaleik með misgóðum árangri. Auðkýfingurinn Howard Hughes setti hraðamet á þessum degi árið 1938 þegar hann flaug á Lock- heed L-14 Super Electra flugvél hringinn í kring- um hnöttinn. Hughes hóf ferðina í New York borg og snéri þangað aftur 91 klukku- stundum seinna. Ferða- lagið stóð því yfir í þrjá daga og nítján klukku- tíma. Hann bætti eldra met þar með um heila fjóra daga. Afrekið vakti heimsat- hygli og varð Hughes enn þekktari fyrir vikið. Hann hlaut alls kyns viðurkenningar fyrir uppá- tækið, þar á meðal orðu frá bandaríska ríkinu en hafnaði henni. Hughes lét þó ekki þar við sitja og sló fleiri hraðamet næstu árin. Þetta og fleira kemur fram í kvikmynd sem bandarísk leikstjórinn Martin Scorsese gerði um ævi Hughes árið 2004. Þar fór leikarinn geðþekki Leonardo Di- Caprio með hlutverk Hughes, en kvikmynd- in var tilnefnd til hvorki meira né minna en ell- efu Óskarsverðlauna og vann til fimm verð- launa. ÞETTA GERÐIST: 10. JÚLÍ 1938 Hughes flýgur í kringum hnöttinn MERKISATBURÐIR 1815 Hið íslenska Biblíufélag stofnað. 1875 Haglél gerir í Biskupstung- um með þrumum og eld- ingum. 1937 Dani fellur um 70 metra niður í gljúfrið við Detti- foss. Hann lifir af. 1942 Stærsti lax, sem veiðist á flugu, veiðist í Laxá í Að- aldal. Laxinn vegur 36 pund. 1948 Hengibrú yfir Jökulsá á Fjöllum vígð. Leiðin milli Norður- og Austurlands styttist um 70 kílómetra. 1980 Greiðslukortaviðskipti hefjast á Íslandi þegar Kreditkort hf. gefur út Euro-card greiðslukort- in. Visa-kortin koma út ári síðar. Hreysti var stofnað árið 1988 og fagnar því tut- tugu ára afmæli um þess- ar mundir. Fyrirtækið hefur frá upphafi verið leiðandi í sölu æfingatækja og fæðu- bótarefna á Íslandi. „Ég er einn af stofnend- um og eigendum Hreysti og hef verið framkvæmda- stjóri fyrirtækisins frá upp- hafi,“ útskýrir Þórhallur K. Jónsson en hann hafði áður starfað í nokkur ár hjá fyr- irtæki á sama sviði. Árið 1988 keypti Þórhallur ásamt þremur öðrum það fyrir- tæki og heiti þess var breytt í Hreysti. „Ásamt æfingatækjum og fæðubótarefnum höfum við um árabil einnig selt mikið af æfingafatnaði, meðal annars Russell Athletic- fatnað, sem naut mikilla vinsælda,“ segir Þórhallur um starfsemi fyrirtækis- ins. „Við settum heimsmet á sínum tíma í sölu á Russell- fatnaði en á nokkurra ára tímabili seldist sem svar- ar einni flík á hvert manns- barn á Íslandi.“ Þórhallur segir þetta um breytingarnar á síðustu tut- tugu árum: „Gæði æfinga- tækja hafa breyst mikið og eins hefur fæðubótarmark- aðurinn tekið stórstígum framförum. Almenn þekk- ing hefur aukist verulega með nýjum kynslóðum sem hafa gert fæðubótarefni að hluta af sínum lífsstíl.“ Í dag eru fæðubótargeirinn og heilsugeirinn að hluta til að renna saman. Stóru mat- væla- og lyfjafyrirtækin sækja inn á þennan mark- að enda sá markaður sem stækkar hvað mest í heim- inum í dag. Hreysti dró sig út úr því að selja fatnað upp úr alda- mótunum og fór aftur í að selja fyrst og fremst æf- ingatæki og fæðubótarefni. Fyrirtækið leggur meðal annars áherslu á æfinga- tæki fyrir heimahús og fer til dæmis með umboðið fyrir heimalínu Life Fitness. „Við höfum náð mjög góðum árangri með Slend- ertone-beltin. Þau hafa verið mjög vinsæl hér á landi og viðskiptavinir okkar eru al- mennt mjög ánægðir með árangurinn af notkun þeirra. Eins og með Russell-fatnað áður, hefur ekkert land selt eins mikið af Slendertone- beltum eins og við hérna á Íslandi,“ segir Þórhallur. Aðspurður segir Þórhall- ur að það sem standi upp úr eftir tuttugu ára starfsemi sé hversu miklar breyting- ar hafi orðið á markaðsað- stöðu, almenn þekking sé orðin meiri og fleiri stundi hreyfingu sér til heilsubótar en áður. „Við leggjum áherslu á aukið upplýsingaflæði til fólks og vinnum að sterkari ímynd okkar út á við. Það er staðreynd að reglulegar æf- ingar og vandað mataræði, þar sem fæðubótarefni eiga virka hlutdeild, er lykillinn að góðum árangri,“ segir Þórhallur „Það er metnað- ur okkar að bjóða góða vöru og þjónustu og miðla þekk- ingu okkar til viðskiptavin- anna.“ mikael@frettabladid.is HREYSTI: FAGNAR TUTTUGU ÁRA AFMÆLI Leiðandi í fæðubótargeiranum ALMENN ÞEKKING ORÐIN MEIRI Þórhallur K. Jónsson, framkvæmdastjóri Hreysti, segir fleiri stunda hreyfingu sér til heilsubótar. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN AFMÆLISBÖRN HELGI BJÖRNSSON TÓNLISTAR- MAÐUR er 50 ára. STEFÁN KARL STEFÁNSSON LEIKARI er 33 ára. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, Halldóra Ágústa Þorsteinsdóttir Vestri-Reyni, til heimilis að Tindaflöt 5, Akranesi, er lést 4. júlí sl. verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 11. júlí kl. 14.00. Jarðsett verður í Innra -Hólmskirkjugarði. Þórunn Valdís Eggertsdóttir Elísabet Unnur Benediktsdóttir Benóný K. Halldórsson Fríða Benediktsdóttir Eymar Einarsson Valný Benediktsdóttir Ingibergur H. Jónsson Haraldur Benediktsson Lilja Guðrún Eyþórsdóttir Steinunn Fjóla Benediktsdóttir Jón E. Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Föðursystir okkar, Unnur Magnúsdóttir Hrauntungu 50, Kópavogi, áður til heimilis í Stóragerði 18, Reykjavík, andaðist 3. júlí í Skógarbæ. Útförin fer fram frá Garðakirkju 14. júlí kl. 11.00. Jarðsett verður á Stóra-Núpi, Hreppum kl. 15.00 sama dag. Rútuferð austur í Hreppa verður frá félagsheimilinu Garðaholti kl. 13.00. Bernharður Guðmundsson Rannveig Sigurbjörnsdóttir Margrét P. Guðmundsdóttir Kristján Guðmundsson Margrét Hjaltadóttir Þórhallur Guðmundsson Herdís Pálsdóttir Útför okkar ástkæru, Katrínar Elsu Jónsdóttur Espigerði 8, Reykjavík, sem andaðist að heimili sínu 4. júlí síðastliðinn, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. júlí kl. 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Umhyggju – félag langveikra barna. Bjarni Ragnarsson Kristbjörg Gísladóttir Melíssa Katrín, Gísli Ragnar og Sverrir Tómas Alma Eydís Ragnarsdóttir Brynja Björk Baldursdóttir Anna María Sverrisdóttir Guðfinna Inga Sverrisdóttir Sigurður Sverrir Sigurðsson. Elskulegur sonur minn, bróðir, faðir, afi og hjartkær vinur, Björn Jónsson (fd. 23. 08. 1958 í Reykjavík) lést 26. júní síðastliðinn. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk aðstandenda. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Fyrir hönd aðstandenda Katrín S. Karlsdóttir. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.