Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 58
38 10. júlí 2008 FIMMTUDAGUR
maturogvin@frettabladid.is
> VISSIR ÞÚ
að það er óþarfi að kaupa
fersk ar kryddjurtir dýrum dómi
út í matvörubúð sem duga
skammt? Það er hagkvæm-
ara að endurnýta gamlar nið-
ursuðudósir, setja í þær mold,
kaupa nokkur fræ og stilla
dósunum upp í eldhúsglugg-
ann. Þannig er hægt að
rækta til dæmis myntu,
steinselju og basil á ein-
faldan hátt. Gætið þó að
því að vökva reglulega.
Hvaða matar gætirðu síst verið án?
Ég borða svo blandað fæði að það
er erfitt að velja, en ég myndi ekki
vilja sleppa brokkolíi, brúneggjum og
brúnum hrísgrjónum.
Besta máltíð sem þú hefur fengið?
Að öllu jöfnu er það soðin lifrarpylsa
með rófustöppu, annars fékk ég
frábæra máltíð á Rain Forrest Café í
London með dætrum mínum í fyrra;
svínarif borin fram með frönskum
kartöflum, góðu salati og hálfgerðum
krapadjús úr ekta ávaxtasafa. Í eftir-
rétt var svo stærsti og myndarlegasti
ísréttur sem ég hef séð frá því að
Hard Rock lagði upp laupana.
Er einhver matur sem þér finnst
vondur?
Súrsað hvalspik og álíka matur.
Hvað borðar þú til að láta þér líða
betur?
Nammi á nammidögum , en trefja-,
sterkju- og kolvetnaríkt fæði annars.
Hvað áttu alltaf til í ísskápnum?
Ávexti, grænmeti, reyktan lax, brún-
egg, léttmjólk, kotasælu, matreiðslu-
rjóma, sultu og ost.
Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvað
tækirðu með þér?
Ef ég gæti veitt mér til matar á
eyjunni myndi ég taka með mér
matreiðsluáhöld, svo sem
hnífa, potta og pönnur.
Annars tæki ég með mér
fullt af vatni, haframjöli og
harðfiski.
Hvað er það skrítnasta
sem þú hefur borðað?
Það myndu vera djúpsteikt-
ar engisprettur og svartar
bjöllur steiktar á pönnu.
Annars má ekki gleyma
kindahöfðunum sem við
borðum hérna heima og
hljóta að flokkast sem
skrítin fæða.
MATGÆÐINGURINN SÖLVI FANNAR VIÐARSSON EINKAÞJÁLFARI
Lifrarpylsa með rófustöppu í uppáhaldi
Þeim sem treysta sér hvorki til að búa til
sultu né baka úr rabarbarauppskeru sum-
arsins er bent hér á auðvelda leið til að njóta
hans. Hér má sjá tillögu að einföldum eftir-
rétti þar sem hunang er notað í stað sykurs
til að sæta rabarbarann.
Hunangsristaður rabarbari með vanilluís
(fyrir 4)
500 g rabarbari, skolaður og skorinn í 5 cm bita
3 msk. þunnfljótandi hunang
Ofninn stilltur á 120°C
Rabarbarabitunum raðað í einfalt lag í eldfast
mót og hunanginu dreift jafnt yfir bitana.
Ristað í ofni í um það bil hálftíma eða þar til
rabarbarinn er orðinn mjúkur en bitarnir halda
enn sínu formi.
Látið kólna um stund áður en rabarbarinn er
borinn fram með vanilluís.
Athugið að einnig er hægt að rista rabar-
barann á grilli á vægum hita.
Hunangsristaður rabarbari
GÓMSÆTUR OG SUMARLEGUR
EFTIRRÉTTUR Hunangsristaður
rabarbari er einfaldur eftir-
réttur og kjörin leið til að nýta
uppskeru sumarsins.
Alda B. Guðjónsdóttir, stíl-
isti og fjögurra barna móð-
ir, hefur í nógu að snúast.
Hún rekur eigið fyrirtæki,
Snyrtilegur klæðnaður sf.,
sem sér um allt sem snýr
að stíliseringu fyrir auglýs-
ingar, tískuljósmyndir og
fleira. Það gefst því sjaldan
mikill tími í eldhúsinu en
Alda er snögg að töfra fram
dýrindis máltíð úr því sem
er til í ísskápnum.
„Ég er eiginlega í tvöföldu starfi
og vinn stundum fjórtán til fimmt-
án tíma á dag, en ég er svo heppin
að foreldrar mínir búa í næsta
húsi svo við mamma erum dug-
legar að hjálpast að með elda-
mennskuna þegar það er mikið að
gera,“ segir Alda sem á börn á
aldrinum fimm til átján ára. „Við
erum svona eins og stór ítölsk
fjölskylda og stundum erum við
ellefu við matarborðið með for-
eldrum mínum og systkinum,“
segir hún og hlær við.
Alda hefur verið grænmetisæta
í um það bil fimmtán ár, en setur
það ekki fyrir sig að elda kjöt eða
fisk fyrir börnin sín. „Ég var
aldrei hrifin af kjöti svo ég ákvað
bara að hætta að borða það. Ég er
samt engin fanatísk grænmet-
is æta og finnst lítið mál að elda
kjöt eða sjóða ýsu fyrir börnin
mín. Sjálf held ég mikið upp á
sushi og borða þá hráan fisk, en
annars er ég mest fyrir grænmet-
isrétti með indversku ívafi,“
útskýrir Alda og segir grænmet-
islasagnað sem hún gaf okkur
uppskrift af vera eitt af því sem
allir á heimilinu kunna að meta.
„Það er miklu minna mál að
vera grænmetisæta í dag en fyrir
svona tíu árum. Þá var nánast
bara í boði að fá einfalt salat á
veitingastöðum, en núna eru mun
fleiri staðir sem bjóða upp á fjöl-
breytta grænmetisrétti,“ segir
Alda og kveðst oft grípa sér bita í
miðbænum á milli verkefna í
vinnunni.
„Mér finnst best að borða í
hádeginu og fer þá oft á Sushi-
train þar sem maður þarf aldrei
að bíða. Mér finnst samt gaman að
elda og er mjög góð í því að elda
úr engu, en þá nota ég bara það
sem er til í ísskápnum og skúffun-
um. Ég er miklu meira fyrir svo-
leiðis matargerð heldur en að fara
eftir uppskriftum. Mér finnst líka
gaman að halda matarboð þegar
tími gefst til, en þá er ég heldur
ekkert að eyða of löngum tíma í
eldhúsinu, heldur skrepp bara út í
búð klukkan sex og held matar-
boðið klukkan átta,“ segir Alda að
lokum. alma@frettabladid.is
Kann að elda „úr engu“
NOTAR ÞAÐ SEM ER TIL Í ÍSSKÁPNUM Alda Björg Guðjónsdóttir hefur verið grænmet-
is æta í fimmtán ár og er dugleg að elda úr því sem er til hverju sinni í eldhúsinu.
GRÆNMETISLASAGNA
2 laukar
4 gulrætur
6-8 sveppir
1 haus brokkolí
1 lítill haus blómkál
1 dós heilir tómatar
1 dós tómatpúrra
1 kotasæla
1-4 hvítlauksrif
4 tsk. oregano
3 tsk. basil
1 tsk. timían
salt og pipar e. smekk
2½ dl vatn
1 tsk. rauðvínsedik
1 grænmetisteningur
olía til steikingar
Sósa:
30 g smjör
3 msk. hveiti eða spelt
5-6 dl mjólk
20 g rjómaostur
Aðferð:
Grænmeti skorið niður og steikt á
pönnu í olíu ásamt hvítlauksgeirum.
Tómatpúrru, tómötum í dós og
kotasælu blandað út í ásamt vatni
og kryddi. Látið krauma á pönnu í
30 mínútur.
Búið til smjörbollu í potti úr hveiti og
smjöri. Mjólk blandað við og bollan
látin kokka upp, rjómaosti bætt út í
síðast.
Þegar allt er tilbúið er þetta sett í
eldfast mót. Fyrst ostur svo lasagne
blöð og svo grænmetisblandan,
síðan koll af kolli þar til fatið er fullt
og ostur settur yfir. Bakað í ofni við
200°C í 30 mínútur.
Gott að bera fram með hvítlauks-
brauði og salati.
Salat:
Klettasalat
Olífuolía
Vinegar
Maldon-salt
Grófur pipar
Parmesan
Olífuolíu, vinegar og salti og pipar
blandað saman og hellt yfir salatið.
Parmesan rifinn yfir eftir smekk.
„Við erum eiginlega steinhissa yfir
því hvað það gengur vel,“ segir
María Hjálmtýsdóttir sem rekur
veitingastaðinn Santa María á
Laugaveginum ásamt eiginmanni
sínum, Ernesto Ortiz Alvarez, en
staðurinn hefur fengið mjög góðar
viðtökur frá því að hann var opnað-
ur 1. mars.
„Okkur fannst vanta veitinga-
stað sem byði upp á ekta mexíkósk-
an mat, svo við enduðum á því að
opna einn slíkan sjálf. Við rákum
okkur fljótt á að okkur vantaði
margs konar hráefni sem er ekki
fáanlegt hér á landi, en margt af
því höfum við getað pantað frá
Spáni, svo sem maísmjöl og ýmiss
konar sósur, en íslenskir garð-
yrkjubændur voru mjög liðlegir og
rækta græna tómata sérstaklega
fyrir okkur,“ útskýrir María.
„Ernesto er svo að fara til Mex-
íkó í hálfgerða „átferð“ til að smakka ýmsa rétti og fá hugmynd-
ir að nýjum uppskriftum fyrir mat-
seðilinn. Hann tekur svo mömmu
sína með sér til landsins í bakaleið-
inni, en hún ætlar að hjálpa okkur
að útfæra réttina,“ bætir hún við.
„Við leggjum mikið upp úr heim-
ilislegu og glaðlegu viðmóti eins og
tíðkast í Mexíkó og okkur finnst
mikilvægt að maturinn sé ódýr svo
fólk geti leyft sér að fara oftar út
að borða,“ útskýrir María en viður-
kennir að það sé erfitt að halda
verðinu í lágmarki á meðan verð á
hráefni fer hækkandi. „Við munum
samt sem áður halda verðinu svo
lengi sem við komum út á núlli,“
segir María að lokum og gaf okkur
smá forskot á sæluna með upp-
skrift að salati sem er væntanlegt
á matseðil Santa María. - ag
Ekta mexíkóskur matur
FERSKT OG SUMARLEGT María segir
salatið vera mjög vinsælt í Mexíkó, en
þar sé gjarnan notaður geitaostur í stað
fetaosts.
FERSKT SUMARSALAT
(fyrir tvo svanga eða fleiri)
1 poki klettasalat eða blandað
salat
1/3 haus af jöklasalati
½-1 box kirsuberjatómatar
½ vel þroskað mangó
½ poki hnetukjarnar
hnefafylli af döðlum
½ krukka fetaostur
sletta af extra virgin-ólífuolíu
Aðferð
Salatið er sett í stóra skál, döðl-
urnar og mangóið skorið í litla
bita og öllu hrært saman. Smáolíu
skvett yfir í lokin.