Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 18
18 10. júlí 2008 FIMMTUDAGUR
E
ftir á tíðum hatrammar
deilur um Kárahnjúka-
virkjun kemur það líklega
fáum á óvart að deilt sé um
áform um að reisa þrjár vatnsafls-
virkjanir í neðri hluta Þjórsár.
Virkjanirnar eru þó ólíkar í eðli
sínu enda smærri og með minni
lónum en Kárahnjúkavirkjun.
Landsvirkjun áformar að reisa
þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórs-
ár; Hvammsvirkjun, Holtavirkjun
og Urriðafossvirkjun. Áætlað afl
virkjananna er samanlagt um 255
megavött, rúmur þriðjungur af afli
Kárahnjúkavirkjunar.
Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, viðurkennir að
langt sé liðið síðan vatnsaflsvirkj-
anir voru reistar í blómlegri sveit,
enda hefur Landsvirkjun einbeitt
sér að virkjunum á hálendinu und-
anfarna áratugi.
„Við erum í þeirri merkilegu
stöðu að þegar við virkjum á
hálendinu er sagt að ekki megi
virkja þar því landið sé óspillt, við
eigum frekar að koma okkur þang-
að sem þegar sé búið að raska land-
inu. Þegar við svo förum þangað
sem búið er að raska landinu erum
við spurðir hvers vegna við getum
ekki farið upp á fjöll þar sem ekki
sé búið að rækta upp landið,“ segir
Friðrik.
Munurinn endurspeglast helst í
því að virkjanirnar koma á borð
fjögurra sveitastjórna á svæðinu,
og semja þarf við mikinn fjölda
landeigenda um bætur vegna nýt-
ingar á vatni og lands sem spillist.
Skipulaginu breytt
Þrjú af fjórum sveitarfélögum;
Rangárþing ytra, Skeiða- og Gnúp-
verjahreppur og Ásahreppur, hafa
breytt aðalskipulagi þannig að gert
er ráð fyrir virkjununum. Fjórða
sveitarfélagið, Flóahreppur, hefur
auglýst breytingu á aðalskipulagi
þar sem gert er ráð fyrir virkjun.
Frestur til að skila athugasemdum
rennur út í byrjun ágúst.
Alls þarf að semja við um fimm-
tíu landeigendur um einhvers konar
bætur vegna nýtingar á landi, segir
Helgi Bjarnason, verkfræðingur
hjá Landsvirkjun Power.
Ríkið á um 93 prósent vatnsrétt-
inda sem þarf að nýta vegna virkj-
ananna. Þá eru sjö eða átta jarðir í
einkaeign sem eiga vatnsréttindi,
einkum vegna Urriðafossvirkjun-
ar. Semja þarf við þá landeigendur
um réttindin. Undanfarið hafa
ákveðnir landeigendur komið fram
og fullyrt að þeir hyggist ekki
semja við Landsvirkjun.
Að auki þarf Landsvirkjun að
semja við ríkið um vatnsréttindin.
Samið var um að Landsvirkjun
myndi yfirtaka réttindin með leigu
eða kaupum þremur dögum fyrir
alþingiskosningar í fyrravor. Ríkis-
endurskoðun komst í kjölfarið að
þeirri niðurstöðu að slíkan samning
hefði þurft að bera undir Alþingi,
en á grundvelli samningsins munu
viðræður við ríkið um vatnsrétt-
indin fara fram.
Ríkið eignaðist obbann af sínum
vatnsréttindum á árunum 1951 og
1953 þegar svokallaðir Titan-samn-
ingar voru yfirteknir. Einn landeig-
andi hefur þegar höfðað mál þar
sem þess er meðal annars krafist
að staðfest verði að samningarnir
gildi ekki lengur. Staðfesti dómstól-
ar það missir ríkið vatnsréttindin,
sem færu aftur í hendur landeig-
anda.
Dómsmálið hefur fengið flýti-
meðferð hjá héraðsdómi, en engu
að síður mun það tefja uppbygg-
ingu virkjana, meðal annars að
samið verði við landeigendur og að
sótt verði um virkjanaleyfi, segir
Friðrik.
Vegna þessa er líklegt að Búðar-
hálsvirkjun í Tungnaá verði tekin
framfyrir virkjanir í neðri hluta
Þjórsár, segir Helgi. Friðrik segir
að tekin verði ákvörðun um röð
virkjana á næstu vikum.
Orkan til álversins í Straumsvík
Verði Búðarhálsvirkjun skotið
fram fyrir þrenninguna í neðri
hluta Þjórsár er hægt að bjóða
verkið út þegar í haust, segir Helgi.
Orkan yrði að líkindum seld til Rio
Tinto Alcan, sem hyggst auka fram-
leiðslu í álverinu í Straumsvík.
Virkjunin mun gefa af sér 90 mega-
vött, en Alcan vill kaupa 75 mega-
vött. Álverið verður ekki stækkað
heldur aukinn straumur settur í
þau ker sem fyrir eru.
Landsvirkjun hefur hug á því að
bjóða allar virkjanirnar fjórar út
saman til þess að ná sem hagstæð-
ustum tilboðum. Friðrik útilokar þó
ekki að byrjað verði á útboði vegna
Búðarhálsvirkjunar.
Tækjabúnaður fyrir virkjanirnar
fjórar verði þó því sem næst örugg-
lega boðinn út saman, með fyrir-
vörum um að virkjanir í neðri hluta
Þjórsár verði að veruleika. Það ætti
að leiða til lægra verðs og hagræðis
að hafa sömu tegund af vélum í
öllum virkjunum.
Landsvirkjun áformar að hefja
framkvæmdir við eina virkjun á
hverju ári eftir að gengið hefur
verið til samninga, en hver virkjun
mun taka um þrjú ár í byggingu,
segir Helgi Bjarnason.
Verði Búðarhálsvirkjun skotið
fram fyrir gæti útboð farið fram í
haust, og virkjunin komist í gagnið
síðla árs 2011.
Af virkjununum í neðri hluta
Þjórsár verður byrjað á efstu virkj-
uninni, Hvammsvirkjun, en endað
á neðstu virkjuninni, Urriðafoss-
virkjun. Gangi áform eftir ætti
Urriðafossvirkjun að komast í
gagnið árið 2014.
Holtavirkjun
Afl: um 53 MW.
Orkugeta: um 451 GWst/ári.
Yfirborð lóns: 4,8 km2, í
71metra hæð yfir sjávarmáli.
Urriðafossvirkjun
Afl: um 125 MW.
Orkugeta: um 930 GWst/ári.
Yfirborð lóns: 9 km2, í 50 metra
hæð yfir sjávarmáli.
Búrfellsvirkjun
270 MW
Hrauneyjafoss 210 MW
Sigalda 150 MW
Vatnsfell 90 MW
Skeiða- og
Gnúpverjahreppur
Ása-
hreppur
Flóa-
hreppur
Rangárþing
ytra
Selfoss
Fréttaskýring: Þjórsárvirkjanir 1. hluti
7 km2
4,6 km2
4,5 km2
9 km2
Þorlákshöfn
Hella
Eyjafjallajökull
FYRSTA GREIN AF FJÓRUM
Á morgun:
Erfið samningastaða
FRÉTTASKÝRING
BRJÁNN JÓNASSON
brjann@frettabladid.is
Búðarháls að skjótast fram fyrir
Þótt hugmyndir hafi verið uppi um virkjanir í neðri hluta Þjórsár frá því snemma á 20. öld fer því fjarri að áformin séu óumdeild.
Landsvirkjun undirbýr byggingu þriggja virkjana í ánni, að því er virðist með stuðningi allra sveitarstjórna á virkjanasvæðinu.
Vegna yfirstandandi dómsmáls er þó líklegt er að Búðarhálsvirkjun í Tungnaá, norðar á Suðurlandi, rísi á undan Þjórsárvirkjunum.
Búðarhálsvirkjun var slegið á frest þrátt fyrir að
framkvæmdir hafi verið hafnar árið 2002. Virkj-
unin er í huga margra tengd Norðlingaölduveitu,
sem hefði aukið vatnsmagnið í lóni Búðarháls-
virkjunar nokkuð.
Virkjunin átti upphaflega að vera um 120
megavött. Án Norðlingaölduveitu er talið að afl
hennar geti orðið nálægt 90 megavöttum, sam-
kvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun Power.
Til viðbótar koma þrjár virkjanir í neðri hluta
Þjórsár, um 260 megavött.
Virkjunin hefur þegar farið í umhverfismat og
hefur Landsvirkjun aflað allra nauðsynlegra leyfa
fyrir virkjunni.
Búðarhálsvirkjun telst vera í Tungnaá, sem
sameinast Þjórsá í Sultartangalóni. Hún mun
þó einnig nýta vatn úr Þórisvatni, sem kemur úr
Köldukvísl og Kvíslarveitu.
HAFIST HANDA ÁRIÐ 2002
Hvammsvirkjun
Afl: Um 82 MW.
Orkugeta: um 2,010 GWst/ári.
Yfirborð lóns: 4,6 km2 í 116
metra hæð yfir sjávarmáli.
Sultartangi 120 MW
Búðarhálsvirkjun
Afl: um 90 MW.
Orkugeta: um 585 GWst/ári.
Yfirborð lóns: 7 km2, í 337
metra hæð yfir sjávarmáli.
■ Þjórsá er lengsta fljót Íslands, alls
um 230 kílómetrar frá upptökum
til ósa.
■ Vatnasvið Þjórsár er um 7.530 fer-
kílómetrar. Af íslenskum ám hefur
aðeins Jökulsá á Fjöllum stærra
vatnasvið.
■ Meðalrennsli Þjórsár við Urriðafoss
er um 360 rúmmetrar á sekúndu.
Það myndi duga til að fylla 50
metra keppnissundlaug af mórauðu
jökulvatni á tæpum tveimur sek-
úndum.
■ Urriðafoss er vatnsmesti foss
landsins.
■ Þjórsá er blanda af lindá og jökulá
og á upptök sín við norðanverðan
Sprengisand.
■ Margar þverár falla í Þjórsá. Hin
stærsta er Tungnaá, en árnar koma
saman í Sultartangalóni.
■ Talið er að rúmlega fjórðungur af
virkjanlegri vatnsorku á Íslandi sé í
Þjórsá.
Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands.
FYLLIR SUNDLAUG Á TVEIMUR SEKÚNDUM
Fyrirhugaðar virkjanir
82 MW
53 MW
125 MW
90 MW
Hvammsvirkjun
Holtavirkjun
Urriðafossvirkjun
Búðarhálsvirkjun*
*Í Tungnaá
ÞJÓ
RS
Á
A F L
260 MW
690 MW
18,4 km2
57 km2
Y F I R B O R Ð L Ó N A
50 milljarðar
130 milljarðar
K O S T N A Ð U R
Samtals í neðri hluta þjórsár
Kárahnjúkavirkjun
ÞJÓRSÁ Þrjár virkjanir eru fyrirhugaðar í neðri hluta Þjórsár. Að auki er hönnun og
skipulagi Búðarhálsvirkjunar í Tungnaá lokið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Samanburður á virkjunum í neðri hluta
Þjórsár og Kárahnjúkavirkjunar