Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 10. júlí 2008 11 Moldrok af golfvelli Sveitarstjórn Grímsness- og Grafn- ingshrepps hefur ítrekað við umráða- mann fyrirhugaðs golfvallar á Borg að hann hindri moldrok af framkvæmda- svæðinu. GRÍMSNES FÓLK Krakkarnir á leikskólanum á Skagaströnd léttu íbúum bæjarins lund í blíðviðrinu fyrir helgi með því að klæða sig upp í skrautleg föt og furðubúninga og fara trallandi um bæinn. „Ekki spillti nú veðrið fyrir, sól skein í heiði og vindurinn var nokkurn veginn kyrrstæður. Hópurinn lék við hvern sinn fingur, söng og trallaði. Þetta var aldeilis tilbreyting í bæjarlífinu. Jafnvel rykugir skrifstofuþræl- ar örkuðu út í glugga og sagt er að gamalt bros hafi kviknað í ólíklegustu andlitum. Aðrir gengu út og samfögnuðu liðinu úr leikskólanum,“ segir á skagastrond.is. - gar Leikskólabörn brugðu á leik: Karnivalfjör á Skagaströnd GLEÐI Á SKAGASTRÖND Hressir krakkar smituðu bæjarbúa af fjöri. SVEITARSTJÓRNIR „Þetta vekur spurningar um hvaða sjónarmið liggi hér að baki,“ segir Róbert Hlöðversson, bæjarfulltrúi minni- hluta A-listans í Hveragerði. Róbert telur að meirihluti Sjálfstæðis- flokks í bæjarstjórn hafi hugsanlega brotið reglur um opinber innkaup með því að semja án útboðs við Íslenska gámafélagið um uppbyggingu á þriggja flokka kerfi í sorp- hirðu í Hveragerði. „Meirihluti sjálfstæðis- manna rökstyður þessa ákvörðun sína með því að einungis Íslenska gámafélagið geti boðið flokkun á sorpinu í þrennt, það er endurvinnanlegan úrgang, lífrænan úrgang og úrgang til urðunar. Fram kemur í bréfi framkvæmdastjóra Gámaþjónustunnar hf. að fyrirtækið sé jafnhæft eða hæfara en Íslenska gámafélagið til að bjóða þessa lausn. Í ljósi þessa er það undarlegt að meirihluti sjálfstæðismanna vilji ekki bjóða jafn viðamikið verkefni út,“ segir í bókun Róberts. Fulltrúar meirihlutans segja hins vegar að Hveragerðisbær sé samningsbundinn Íslenska gámafélaginu um sorphirðu og því sé einungis verið að breyta sorphirðukerfinu. „Ekki stendur til að leita eftir tilboðum frá öðrum aðilum enda afstaða bæjarstjórnar afdráttarlaus og í samræmi við gildandi samninga. Innkaupareglur Hveragerðisbæj- ar eru í vinnslu en þær hafa ekki enn verið samþykktar svo ekki er um það að ræða að þær hafi verið brotnar,“ segir í bókun sjálfstæðismanna. - gar Minnihlutinn í Hveragerði telur innkaupareglur kunna að hafa verið brotnar: Sorphirðuverkefni án útboðs HVERAGERÐI Ekki er hægt að brjóta innkaupareglur sem ekki hafa enn verið samþykktar segir meirihluti sjálfstæðismanna í Hveragerði og vísar gagnrýni minni- hlutans á bug. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BRETLAND, AP Æðsta stjórn ensku biskupakirkjunnar samþykkti á mánudag að konur megi framvegis verða biskupar innan kirkjunnar. Þessa ákvörðun þarf þó að staðfesta í kirkjulögum og er reiknað með umræðum um ákvæði þess efnis á næsta ári. Ólíklegt þykir að kona verði gerð að biskupi fyrr en árið 2014 í fyrsta lagi. Páfagarður sendi í gær frá sér tilkynningu, þar sem þessi ákvörðun er sögð enn ein hindrun- in í vegi fyrir því að sættir takist milli kaþólsku kirkjunnar og ensku biskupakirkjunnar. - gb Enska biskupakirkjan: Konur mega nú verða biskupar GEORGÍA, AP Fjórir létust og fimm særðust þegar sprengja sprakk í georgíska héraðinu Abkasíu á sunnudag, að sögn yfirvalda. Sprengjan var sú fimmta í vikunni í eða nærri Abkasíu. Abkasía hefur notið sjálf- stjórnar frá því snemma á tíunda áratugnum. Rússar hafa stutt við viðleitni Abkasíubúa til að losna undan georgískri stjórn og hafa meðal annars veitt meirihluta íbúa þar rússneskan ríkisborga- rétt. Embættismenn í Abkasíu hafa kennt Georgíumönnum um sprengingarnar, en stjórnvöld í Georgíu vísa því á bug. - gh Fjórir létust í sprengjuárás: Georgíu kennt um ódæðið RÚSSNESKIR FRIÐARGÆSLULIÐAR Á LEIÐ TIL GEORGÍU Georgíumenn hafa sakað Rússa um að vilja innlima Abkas- íu í Rússland. NORDICPHOTOS/AFP HEITASTI MÁNUÐURINN Þráðlaus bakkmyndavél 875 JB-3700 Tilboð 35.800,- 44.900,- 12V fjöltengi í kveikjara 093 RPPS223 Tilboð 890,- 1.399,- Handstöðvar 2 stk. 898 MT200-2VP Tilboð 3.990,- Tjaldljós LED 909 59853 Tilboð 1.990,- 2.790,- Hitamælir m. há-lágmark 909 35312 Tilboð 990,- 1.690,- Loftdæla í tösku 202 PMAC013 Tilboð 7.990,- 11.900,- Skil borvél í tösku 360F0152301AC Tilboð 2.990,- DeWalt 12V borvél m. höggi 890 DC945KB Tilboð 22.900,- 26.900,- 4.600,- TILBOÐ 7.120,- 4.990,- Snickers buxur m. vösum 960 3212 Snickers vesti 960 4292 Tilboð 5.990,- 8.340,- Júlí er uppáhaldsmánuður margra. Hann er kjörinn fyrir ferðalög og framkvæmdir, góður til að vakna snemma og fara seint að sofa. Tilboð mánaðarins eru fyrir dugnaðarfólk í sumarskapi! N1 VERSLANIR Hafnarfi rði, Akureyri, Egilsstöðum, Akranesi, Reykjanesbæ, Vestmannaeyjum, Selfossi og Höfn. N1 STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 WWW.N1.ISOPIÐ 8-18 VIRKA DAGA OG 10-14 LAUGARDAGA N1 - Meira í leiðinni Legubekkur, 2 búkkar, tjakkur 262 410680 82 Tilboð 7.988,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.