Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 70
50 10. júlí 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. vag, 6. hæð, 8. spíra, 9. fugl, 11. sjúkdómur, 12. skjögra, 14. hreysi, 16. í röð, 17. skítur, 18. ennþá, 20. mun, 21. betl. LÓÐRÉTT 1. elds, 3. samþykki, 4. dagatal, 5. eldsneyti, 7. fíkinn, 10. meiðsli, 13. kann, 15. innyfli, 16. húðpoki, 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. kjag, 6. ás, 8. ála, 9. lóm, 11. ms, 12. slaga, 14. greni, 16. hi, 17. tað, 18. enn, 20. ku, 21. snap. LÓÐRÉTT: 1. báls, 3. já, 4. almanak, 5. gas, 7. sólginn, 10. mar, 13. get, 15. iður, 16. hes, 19. na. MORGUNMATURINN Ég hef sjaldan tíma til að borða morgunmat en í morgun fékk ég mér sneið af gulri melónu, parmaskinku og smá parmesan ost yfir og eina skonsu með rækjusalati. Ásgrímur Már Friðriksson fatahönnuður. Mýrarboltinn á Ísafirði fer fram í fimmta sinn um verslunarmanna- helgina. Skráning er hafin og segir Smári Karlsson, nýráðinn drullu- sokkur, að hún fari hægt af stað eins og vanalega. „Það skrá sig allir síð- ustu dagana, það er alltaf þannig. Í fyrra var algjört met, þá kepptu um 300 manns, og það má búast við öðru eins í ár. Fólk verður alveg húkkt á þessu. Það eru einhverjar minningar úr drullumallinu í leik- skóla sem rifjast upp.“ Spilað verður á þremur völlum, fyrst í riðlum og svo í útsláttar- keppni, bæði í karla- og kvenna- flokki. Keppt verður á laugardegi og á sunnudegi, tvisvar sinnum sjö mínútur hver leikur. „Það eru engin takmörk fyrir því hversu margir geta verið í liði, en það eru samt bara fimm inn á í einu,“ segir Smári. Aðgangseyrir er 5.000 kall á mann og er umstang, matur og ball inni- falið. „Mýrarboltinn endar með ægilegu balli í ár með hljómsveit- inni Kraftlyftingu. Sigurliðin fá sjálfkrafa inngöngu í heimsmeist- arakeppnina í mýrarbolta í Finn- landi. Sigurliðið þarf reyndar sjálft að redda sér þangað. Það er rosaleg keppni með um tíu þúsund kepp- endum. Því miður hefur enginn farið frá okkur á það mót enn þá.“ Þrátt fyrir mikinn atgang segir Smári engan hafa slasast alvarlega í sögu mýrarboltans, nema einn. „Það fótbraut sig einn fyrir nokkr- um árum og það furðulega við það var að það var enginn nálægt honum í 10 metra radíus. Honum skrikaði bara einhvern veginn svona fótur í drullunni. Hann var reyndar svo fullur að hann fattaði ekki að hann væri fótbrotinn fyrr en eftir leik- inn.“ - glh 300 manns í mýrarbolta BARA EITT FÓTBROT Í SÖGU KEPPNINN- AR Frá Mýrarboltamóti á Ísafirði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Jú, ég er mjög spennt. Ég hef ekki sungið á sviði áður,“ segir Margrét Edda Jóns- dóttir sem mun vera í bakröddum hjá Merzedes Club um helgina. Ef hún stendur sig vel mun hún fylgja sveitinni til Portúgals hinn 17. júlí. Hljómsveitin verður með útgáfutónleika í Sjallanum á Akureyri á föstudagskvöldið og mun svo spila á Húnavöku á Blönduósi á laugardags- kvöldið. Margrét hefur verið í söng skólum í gegnum tíðina og kann því sitthvað fyrir sér í þeim efnum. Það var vinkona hennar sem pressaði á hana að fara í prufur hjá Merzedes Club, og Margrét sér ekki eftir því. Hún segist hafa verið „pínu“ aðdáandi sveitarinnar hingað til. Þó hafi hún ekki kunnað öll lögin þegar hún mætti í pruf- urnar. „Ég kunni bara Meira frelsi þannig að ég var pínu stressuð,“ segir Margrét en faðir hennar, Jón Gnarr, samdi textann við lagið. Húm segir það þó ekki ástæðu þess að hún kunni textann. Faðir hennar er stoltur af dóttur sinni. „Já, pabba líst vel á þetta. Hann hringdi í mig um leið og hann sá þetta í blaðinu og sagði að þetta væri sniðugt hjá mér að gera þetta,“ segir Margrét. Hún er laus og liðug og því enginn kærasti sem þarf að hafa áhyggj- ur af henni innan um olíu- smurða og sólbrúna með- limi sveitarinnar. Hún hefur aldrei farið til Portúgals. Margrét Edda er nú þegar mætt á Akur- eyri í útilegu. Hún verð- ur því búinn að kanna andrúmsloft Norðurlands gaumgæfilega áður en hún stígur á svið í Sjallanum á föstudagskvöldið. - shs Dóttir Gnarrs fær eldskírn í Sjallanum MAGGA EDDA Syngur fyrir norðan með Merzedes Club. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN JÓN GNARR Hringdi í dóttur sína og lagði blessun á Merzedes Club-ævintýrið. Meistari ljósvakans, Ingvi Hrafn Jónsson, veltir því fyrir sér hvernig best má efla sjónvarpsstöð hans, ÍNN. Að vel athuguðu máli hefur hann tekið inn nokkra hluthafa upp á eitt prósent og svo er það dagskráin sjálf. Ein hugmynd Ingva Hrafns er sú að setja á laggirnar umræðuþátt þar sem pólitík og þjóðmál eru rædd á víðum grunni svipað og gert er í Silfri Egils. Þátt- inn er hann að hugsa um að kalla Sunnudagsmorgunn og hafa á dagskrá klukkan 11.00 sem yrði þá hugsanlega til að draga tennurnar úr hinum nýkvænta Agli Helga- syni sem verður með sinn þátt sambærileg- an einum til tveimur tímum síðar. Tónleikaúrval sumarsins hefur sem kunnugt er verið einsleitt. Þeir sem vilja eitthvað annað verða að bjarga sér og láta ekki ört hækk- andi flugferðir stöðva sig. Eins og fram hefur komið fer Friðrik Ómar að sjá George Michael í Toronto og á mánudaginn ætlar Guð- mundur Ingi Þorvalds- son, leikari og söngvari Atómstöðvarinnar, að sjá sjálfan Tom Waits í Barcelona. Guðmund- ur hefur lengi verið aðdáandi Waitsarans en aldrei séð hann áður. Tenórinn Garðar Thor Cortes hefur verið að skapa sér nafn úti í hinum stóra heimi. Garðar veit sem er að það er fleira mikilvægt í lífinu en frægð og frami. Hann hefur því ákveðið að taka sér þriggja vikna leyfi í sumar til að sinna góðgerðastörfum í Asíu. Garðar og eiginkona hans, leikkonan Tinna Lind Gunnarsdóttir, fara á vegum Hjálparstarfs aðventista til Kambódíu og Taílands þar sem þau leggja sitt af mörkum fyrir verkefni sem kallast Save the Girls. Markmiðið er að bjarga ungum stúlkum úr kynlífs- ánauð. -jbg/glh/hdm FRÉTTIR AF FÓLKI „Við vorum nú einmitt staddir saman í fríi á Spáni þegar þetta kom upp. Ég þurfti að skjótast heim til að gera þetta. Vonandi fæ ég mynd með mér til að sýna pabba,“ segir leikarinn Ólafur Egill Egilsson sem brá sér í hlut- verk föður síns, Egils Ólafssonar leikara og Stuðmanns, í gærdag. Tilefnið var myndataka fyrir aug- lýsingu Landsbankans sem birt verður í dagblöðum um verslunar- mannahelgina. Þar verður endur- skapaður frægur dansleikur Stuð- manna og Grýlnanna á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1982. Ólaf- ur verður í hlutverki Egils föður síns og Bryndís Jakobsdóttir leik- ur móður sína, Ragnhildi Gísla- dóttur. Öðrum Stuðmannabörnum, svo sem Grétu dóttur Ásgeirs Ósk- arssonar, bregður fyrir í hlutverk- um Grýlnanna. Strákarnir í Sprengjuhöllinni leika Stuðmenn. „Það væri nú leiðinlegt ef við værum ekkert líkir og jafnvel grunsamlegt,“ segir Ólafur sem þótti nákvæm eftirmynd föður síns á tökustað í gær. „Hér eru flinkar sminkur og færir förðun- armeistarar sem ná að gera mig nokkuð líkan honum,“ segir Ólaf- ur enn fremur en þetta hlutverk var nokkuð nýtt fyrir honum. „Ég hef aldrei leikið pabba áður, þó að ég hermi stundum eftir honum eins og menn herma eftir ætt- mennum sínum í góðu gríni.“ Bryndís Jakobsdóttir var spennt fyrir þessu verkefni þegar Frétta- blaðið ræddi við hana. „Nú er ég að feta í fótspor móður minnar, alveg í bókstaflegum skilningi. Það er mikil stemning að vera komin í búninginn og vera komin með vöfflur og fléttu í hárið.“ Svokölluð hátíðisdagaherferð Landsbankans hefur vakið athygli undanfarið, en í henni hafa verið endursköpuð atvik úr sögu Íslands á 20. öld. Ljósmyndarinn Ari Magg tekur myndirnar en umrædd mynd verður sú fjórða í röðinni í þessari herferð. Áður hafa verið endursköpuð atvik úr þorskastríð- inu, sjálfstæðisyfirlýsingin á Þing- völlum og sigur Vigdísar Finn- bogadóttur í forsetakosningunum. Umræddur dansleikur á Þjóðhá- tíð fyrir 26 árum er flestum Íslend- ingum í fersku minni, enda er hann að finna í hinni sívinsælu kvik- mynd Með allt á hreinu. Mikil vinna var lögð í að endurskapa þá stemningu fyrir gerð auglýsingar- innar. Sérstök eftirmynd af sviðinu var reist í Reiðhöllinni í Víðidal og krakkarnir í auglýsingunni klædd- ust sömu búningum og Stuðmenn og Grýlur í Eyjum, en þeir voru fengnir að láni frá Leikfélagi Vest- mannaeyja. Að sögn Ólafs man hann enn eftir Þjóðhátíð í Eyjum 1982. „Við vorum þarna allir Stuð- krakkarnir. Það var hefð fyrir því í hljómsveitinni að krakkarnir færu með um verslunarmannahelgina. Þannig að ég man vel eftir Húna- veri, Atlavík og öllum þeim stöð- um.“ hdm@frettabladid.is ÓLAFUR EGILL OG BRYNDÍS JAKOBS: FARA 26 ÁR AFTUR Í TÍMANN Stuðmannabörn leika for- eldra sína í auglýsingu Á ÞJÓÐHÁTÍÐ FYRIR 26 ÁRUM Ólafur Egill og Bryndís bregða sér í hlutverk foreldra sinna, Egils Ólafssonar og Ragnhildar Gísladóttur, í væntanlegri auglýsingu Lands- bankans. Ljósmyndari Fréttablaðsins náði þeim við æfingar í gærdag. Í baksýn má glitta í önnur Stuðmannabörn og meðlimi Sprengjuhallarinnar sem leika Stuðmenn og Grýlurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Japan. 2 Surtsey. 3 HK.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.