Fréttablaðið - 18.07.2008, Síða 2

Fréttablaðið - 18.07.2008, Síða 2
2 18. júlí 2008 FÖSTUDAGUR Meistara- flokkssúpur Masterklass Nýjung Girnileg nýjung – 2 í pakka. Tilvalið í ferðalagið. Sylvía, eru þessi fatalög alveg fatal lög? „Það er lítill tilgangur í að setja lög sem ekki er hægt að framfylgja.“ Bifhjólafólki er gert að klæðast viður- kenndum lágmarkshlífðarfatnaði sam- kvæmt fatalögum. Nokkurrar óánægju gætir meðal bifhjólafólks vegna þessa. Sylvía Guðmundsdóttir er formaður Sniglanna. UMHVERFISMÁL Málefni bílasafns- ins á Garðstöðum við Ísafjarðar- djúp hafa tekið nokkrum stakka- skiptum að undanförnu. Að sögn Ómars Más Jónssonar, sveitar- stjóra Súðavíkurhrepps, var búið að gera samkomulag við Þorbjörn Steingrímsson, eiganda Garðs- staða, um að fækka bílhræjum niður í 60 fyrir haustið 2009 en þau voru 560 árið 2005. „Nú er bara svo komið að verð á brotajárni hefur hækkað svo hann hefur getað selt þetta og menn koma langt að til að sækja þetta, ekki nóg með það heldur er hann farinn að taka við brotajárni frá bændum í grenndinni til að koma því í vinnslu,“ segir Ómar. „Við eigum gott samstarf við Þorbjörn og í raun myndum við hjá Hringrás vilja tilnefna hann til umhverfisverð- launa fyrir þetta starf sitt svo einhver fái það nú sem er í raun og veru að vinna að því að fegra umhverfið,“ segir Einar Ásgeirsson, framkvæmda- stjóri Hringrás- ar. „Hann sorterar þetta fyrir okkur; tekur rafgeyma úr bílum, tekur dekkin af og pressar bíl- hræin svo hagkvæmt sé að flytja þetta, þannig að hann er að vinna verk sem við myndum annars þurfa að gera svo vissulega greið- um við honum fyrir það.“ Þorbjörn segir að fjöldi annarra hafi sýnt því áhuga að fá brotajárn hjá sér. „Það er minna framboð af því núna svo að eftirspurnin er meiri,“ segir hann. Hvorki Ómar né Þorbjörn segj- ast vissir um hversu mörg bílhræ séu nú á Garðstöðum en heilbrigð- isfulltrúi mun fara þangað í næstu viku til að gera úttekt á svæðinu og athuga hvernig gangi með sett markmið. Síðast voru þau talin árið 2006 en þá voru þau 469. Bæði Þorbjörn og Ómar eru bjartsýnir á að markmiðið náist á tilsettum tíma. En hvað tekur þá við? „Leyfið sem hann fær fyrir að hafa þarna 60 bílhræ er háð því að hann verði með leyfi fyrir starf- semi þarna eins og til dæmis bíla- partasölu,“ segir Ómar. Þorbjörn telur hugsanlegt að sú verði lend- ingin. jse@frettabladid.is Vilja að bílasafnari fái umhverfisverðlaun Hreinsun á bílakirkjugarðinum á Garðsstöðum við Ísafjarðardjúp hefur leitt af sér starfsemi sem endurvinnslan Hringrás vill tilnefna til umhverfisverðlauna. Ráðgert er að einungis 60 bílhræ verði þar haustið 2009 en fyrir þremur árum voru þau 560. FRÁ GARÐSTÖÐUM Bílasafnið á Garðstöðum hefur verið talið mikil óprýði fyrir hreppinn en nú er þar unnið verk sem fegrar land- ið, að sögn framkvæmdastjóra Hringrásar. Innan rúmlega árs eiga aðeins að vera eftir 60 bílhræ en þau eru nú nokkur hundruð. ÓMAR MÁR JÓNSSON VIÐSKIPTI Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 53 prósent frá því 18. júlí í fyrra þegar hún var í methæð- um. Þá mældist hún 9.016 stig. Nú ári síðar stendur vísitalan í 4.157 stigum og hefur ekki verið lægri í þrjú ár. Flest félög hafa lækkað umtals- vert á þesssu tímabili. Exista hefur lækkað mest, um tæplega 83 pró- sent. Atlantic Petroleum hefur hækkað mest, um tæp 39 prósent. „Við gerum ráð fyrir því að mark- aðurinn verði rólegur út árið og vísitalan standi í 4.000 stigum í árs- lok,“ segir Sveinn Þórarinsson sér- fræðingur hjá greiningu Glitnis. Hann bendir á að veltan sé lítil og verðmyndun óskilvirk. Sveinn bendir á að markaðir muni líklega ekki taka við sér fyrr en óvissunni um lántöku ríkissjóðs er útrýmt eða jákvæðar fréttir ber- ast af fjármögnun íslensku bank- anna. -bþa Fyrir ári stóð úrvalsvísitalan í 9.016 stigum en hefur lækkað um helming: Helmingslækkun á einu ári NEYTENDAMÁL Sú var tíðin að mjólk- urlítrinn og bensínlítrinn kostuðu álíka margar krónur. Bensín lítrinn fór til dæmis ekki að kosta meira en mjólkurlítrinn fyrr en árið 1993. Á árunum 1993 til 1995 héld- ust mjólkin og bensínið tiltölulega vel í hendur og ekki var marktæk- ur munur á verðinu. Eftir 1998 hefur bensínið síðan rokið fram úr mjólkinni og bensín- lítrinn er nú 94 prósentustigum hærri en mjólkurlítrinn. Eftirtektaverðast varðandi mjólkurlítrann er líklega að hann lækkaði úr 82 krónum niður í 63 krónur á árinu 2005 en hækkaði aftur í 78 krónur árið eftir og hefur hækkað síðan. Árið 1989 var bensínlítrinn tölu- vert ódýrari en mjólkin, eða 19 krónum og árið 1987 kostaði bensín lítrinn aðeins 34 krónur. Bensínlítrinn hefur lækkað um 6,2 krónur á tveimur dögum. Lækkun á flestum stöðvum var fimm krónur í gær og 1,20 krónur í fyrradag. Í gær kostaði bensín- lítrinn um 170 krónur á flestum stöðvum en ódýrast 168,90 hjá Atlants olíu. Ástæðan er lækkandi heimsmarkaðsverð og miklar sviptingar í efnahagsmálum í Bandaríkjunum. Ódýrasti lítrinn af nýmjólk úti í næstu búð kostar hins vegar 87 krónur. - vsp Bensínlítrinn kostar tvöfalt meira en mjólkurlítrinn: Bensín og mjólk kostuðu það sama LÍTRAVERÐ Á MJÓLK OG BENSÍNI 1987 1989 1991 1993 1995 1997 1999 2001 2003 2005 2007 í gær 150 kr. 100 kr. 50 kr. 0 kr. ■ Mjólk ■ Bensín 44 34 169 76 63 97 74 63 70 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS ÚRVALSVÍSITALAN 18. júl. ´07 17. júl. ´08 8000 6000 4000 9012 4295 MESTU HÆKKANIR Félag Hækkun Atlantic Petroleum 38,76% Tryggingamiðstöðin 19,44% Alfesca 16,64% MESTU LÆKKANIR Félag Lækkun Exista hf. -83,9% FL GROUP -78,15% Teymi -72,9% UMHVERFISMÁL Skipulagsstofnun hefur ákveðið að borun á rann- sóknarholu í Gjástykki skuli fara í umhverfismat, eins og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra óskaði eftir. Stofnunin segir að borunin kunni að hafa umtalsverð áhrif á umhverfið og hana skuli því meta. Gjástykki er eitt fjögurra jarðhitasvæða sem rannsökuð eru vegna hugsanlegs álvers Alcoa á Bakka. Iðnaðarráðuneytið skilaði áliti sínu til Skipulagsstofnunar þann 8. júlí, eftir þriggja mánaða töf, að sögn RÚV. Aðrir hafi skilað áliti sínu innan tveggja vikna. - kóþ Skipulagsstofnun ákvarðar: Gjástykki fer í umhverfismat MATUR „Þetta er það eina sem okkur fannst vanta í veitinga- húsaflóruna,“ segir Stefán Stefánsson sem var að opna matsölustaðinn Just Food to go ásamt konu sinni. Þar er hægt að kaupa sér tilbúinn mat sem seldur er eftir vigt. Stefán leggur áherslu á hollustu og býður ekki upp á neitt brasað, engan skyndibitamat né aukaefni. Hann er bæði með venjulegan heimilismat og veitingahúsarétti og fólk getur einnig keypt af honum veislu- þjónustu. -mþþ / sjá allt Nýjung á Íslandi: Tilbúnir réttir seldir eftir vigt JUST FOOD TO GO Nýr veitingastaður á Laugarásvegi 1. EFNAHAGSMÁL Mánuður er liðinn frá því að ríkisstjórnin tilkynnti um breytingar á Íbúðalánasjóði. Fjármálastofnanir bíða enn eftir reglugerð sem gerir þeim kleift að skipta á íbúðabréfum fyrir ríkistryggð skuldabréf. „Enn hefur ekki reynt á tillögur ríkisstjórnarinnar þar sem undirbúningurinn var mikið meira verk en gert var ráð fyrir í upphafi,“ segir Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Samkvæmt heimildum Markaðarins er tíðinda að vænta á næstunni. -bþa / sjá síðu 18 Íbúðalánasjóður: Reglugerðar enn beðið GRIKKLAND Frá því í júníbyrjun hafa 106 manns drukknað við strendur Grikklands en það eru fleiri en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu. Gríska dagblaðið Ta Nea greinir frá þessu í gær. Nikos Jovanidis, yfirmaður í grísku sjóbjörgunarsveitinni, segir ástæðuna meðal annars að einungis um 40 prósent Grikkja séu syndir. Einnig fari of margir í sjóinn stuttu eftir að hafa tekið vel til matar síns eða jafnvel neytt áfengis. Meðal þeirra sem drukknað hafa á þessu tímabili eru um 20 börn undir 14 ára aldri. Síðustu tvo áratugi hafa tæp sex þúsund manns drukknað við strendur landsins. - jse Sjósund á Grikklandi: Yfir hundrað drukknað í ár BANDARÍKIN,AP Bandarískur herdómari hefur hafnað kröfu lögfræðinga Salims Hamdan um að stöðva réttarhöld yfir Hamdan fyrir sérstökum gerðardómi fyrir fanga í Guantanamó-fangabúðun- um. Lögfræðingarnir telja brot gegn jafnræðisreglu að Hamdan fái ekki að flytja mál sitt fyrir almennum dómstóli eða herdóm- stóli. Hamdan er ákærður fyrir að styðja hryðjuverk, en hann var bílstjóri bin Ladens. Hann getur átt yfir höfði sér lífstíðardóm verði hann fundinn sekur. - gh Guantanamó-fangi: Fer ekki fyrir almennan dóm SALIM HAMDAN Jemeninn er fangi í Guantanamó-fangabúðum Bandaríkja- manna. NORDICPHOTOS/AFP SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.