Fréttablaðið - 18.07.2008, Síða 27

Fréttablaðið - 18.07.2008, Síða 27
FÖSTUDAGUR 18. júlí 2008 3 Miðaldastemning mun ríkja á Gásum í Eyjafirði um helgina en þá verða þar haldnir Mið- aldadagar. „Á Miðaldadögum er metnaðarfull dagskrá fyrir alla fjölskylduna bæði laugardag og sunnudag frá klukkan 11 til 17. Það sem er skemmtilegt nú er að við keyrum heila helgi nær eingöngu á eyf- irsku handverksfólki,“ segir Krist- ín Sóley Björnsdóttir, fram- kvæmdastýra Gásakaupstaðar. Gásir við Eyjafjörð eru ellefu kílómetra norðan við Akureyri en þar gefur að líta einstakar rústir hins forna Gásakaupstaðar sem var við lýði allt frá tólftu öld og líklega fram til sextándu aldar þegar verslun hófst á Akureyri. Hátíðin hófst með smáu sniði árið 2003 en síðan urðu þáttaskil árið 2005 þegar sótt var um styrk til Norræna menningarsjóðsins. „Styrkurinn gerði okkur kleift að vinna með Middelaldercenteret í Danmörku og Víkingasafninu Borg á Lofoten í Noregi. Þau sendu mannskap til okkar til að aðstoða við Miðaldadagana árið 2006 en þarna starfa miklir reynsluboltar sem hafa unnið lengi að lifandi sögumiðlun og lærðum við heilm- ikið af þeim,“ segir Kristín Sóley. Hátíðin verður sett á laugardag- inn klukkan 12.30 að fornum sið og síðan hefst dagskráin. „Við fáum meðal annars kaupmann frá Dan- mörku sem ætlar að vera með perlur, gler og skart í miðaldastíl til sölu og hægt verður að fylgjast með málmsteypun á skarti og kað- algerð,“ útskýrir Kristín Sóley. Á dagskránni má einnig finna leið- sögn um fornleifasvæðið, knatt- leik að miðaldasið, eldsmið að störfum, hreinsun brennisteins, leikþáttinn Munkar og mjöður og tónleika með Hymnodiu þar sem flutt verða lög frá miðöldum. Í boði verða kjötsúpa og brauð í anda miðalda frá Friðriki V og Norðlenska á 500 krónur. Aðgangs- eyrir á hátíðina er 1.000 krónur fyrir fullorðna en þrettán ára og yngri greiða 250 krónur. Þeir sem eru minni en miðaldasverð greiða hins vegar engan aðgangseyri og rennur allur ágóði til Sjálfseignar- stofnunar Gásakaupstaðar. hrefna@frettabladid.is Líf og fjör á Gáseyrinni Á Gásum má finna ýmiss konar handverk og reistar verða tjaldbúðir í fjörunni á Gáseyrinni. MYND/MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI Eldsmiður verður að störfum á Gásum. MYND/MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI Þar sem greiðslukort tíðkuðust ekki á miðöldum er gott að vera með reiðufé. Menn geta meðal annars reynt sig við bogfimi og steinakast á Miðaldadögum.I Kristín Sóley Björnsdóttir, framkvæmdastýra Gásakaupstaðar, segir að Miðaldadag- arnir hafi undið upp á sig síðustu ár. Dagskrá má í heild sinni finna á www.gasir.is. MYND/HEIDA.IS Taktu hjólið með - settu það á toppinn. www.stilling.is // stilling@stilling.is Skeifan 11, 108 Reykjavik | Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík | Smiðjuvegur 68, 200 Kópavogur Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður | Draupnisgata 1, 600 Akureyri Eyrarvegur 29, 800 Selfoss. | Sími: 520-8000 Allar upplýsingar um er að finna á vef Stillingar www.stilling.is THULE ProRide 591 Einfaldar og stílhreinar hjólafestingar. Auðveldar í notkun. THULE OutRide 561 Fyrir þá sem eru vanir. Hjólið fest í framgaflinum. „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.