Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.07.2008, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 18.07.2008, Qupperneq 72
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 Það var úr vöndu að ráða þegar ungt par á þrítugsaldri ætlaði að skella sér í útilegu á dögunum. Ekki vantaði útbúnaðinn. Nýtt tjald var komið í skottið og kæliboxið hafði verið fyllt af nesti. Það var aðeins einn hængur á. Aldurinn. Fólk á hinum alræmda þrítugsaldri er nefnilega ekki sérlega velkomið á sumum tjaldsvæðum landsins. Það er að segja ekki nema það hafi slysast til þess að búa til barn í tæka tíð til að geta dröslað því með í útileguna. ÁFANGASTAÐURINN var löngu ákveðinn en samt var um sannkallaða óvissuferð að ræða. Skyldu þau fá að tjalda eða ekki? Hafði tjaldvörðurinn á Laugarvatni ekki sagt í fréttunum um daginn að þar vildu menn ekki sjá „óæskilega hópamyndun fólks undir þrítugu sem ræður ekki við útrás sína“? Hvernig átti að túlka þessi orð? Skyldi par á þessum vafasama aldri vera dæmi um óæskilega hópa- myndun í augum tjaldvarðanna? NÚ RIFJUÐUST upp löngu gleymdar aðferðir sem reynst höfðu notadrjúgar til að smygla sér inn á skemmtistaði í den. Það var reyndar of seint að útvega fölsuð skilríki en ýmislegt annað mátti reyna. Þeirri hugmynd skaut upp að fá lánaðan barnabílstól og ljúga síðan að tjaldvörðunum að krakk- inn væri á leiðinni, hann hefði bara fengið far með ömmu og afa. Í framhaldinu kviknaði sú hugmynd hvort ef til vill væri að skapast hér markaður fyrir barnaleigu. Vanti foreldra pössun um helgina má eflaust leigja afkvæmin út til barn- lausra á þrítugsaldri sem langar í útilegu. Í RAUN var svolítið hressandi að uppgötva að þótt þrítugsafmælið nálgist þá er enn þá eitthvað (fyrir utan það að bjóða sig fram til for- seta) sem við tuttuguogeitthvað- fólkið erum of ung til að gera. Sex- tán ára urðum við sjálfráða, sautján ára fengum við bílprófið og tvítug máttum við kaupa bjór. Allir afmæl- isdagar síðan þá hafa verið hver öðrum leiðinlegri en nú getum við hlakkað til að fylla þrjá tugi og mega loksins tjalda. Það er ekki svo langt að bíða. Hins vegar er ferm- ingarbörnunum vorkunn. Alltént þessum sem fengu glænýtt kúlu- tjald í fermingargjöf og þurfa að bíða í 16 ár með að nota það. PARIÐ unga datt að lokum niður á einfalda aðferð til að blekkja tjald- verðina. Góður púði var hafður með í för sem undirrituð ætlaði að troða inn á sig ef vígalega útkast- ara tjaldsvæðanna bæri að garði. Þeir fara varla að neita þungaðri konu um gistingu. Svoleiðis gerist bara í allra svæsnustu ævintýrun- um. Útilegumenn BAKÞANKAR Þórgunnar Oddsdóttur ...ég sá það á visir.is Segir grafhýsi Kleópötru fundið Myndir berast frá Mars Tilfærsla yfir á hægri akrein sviðsett Býst við minni verðbólgu MEST LESIÐ: Í dag er föstudagurinn 18. júlí, 201. dagur ársins. 3.51 13.34 23.15 3.09 13.29 23.25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.