Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 22
22 22. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 145
4.243 -0,80% Velta: 1.733 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Hlutabréf í úrvalsvísitölu: Alfesca 6,73
-0,44% ... Atorka 5,44 0,00% ... Bakkavör 27,80 -3,47% ... Eimskipa-
félagið 14,20 0,00% ... Exista 8,00 -5,99% ... Glitnir 15,40 -0,65% ...
Icelandair Group 19,15 -0,26% ... Kaupþing 708,00 -0,14% ... Lands-
bankinn 23,70 -0,63% ... Marel 86,60 -0,80% ... SPRON 3,36 +1,82%
... Straumur-Burðarás 9,47 -0,94% ... Össur 90,50 +1,23%
MESTA HÆKKUN
CENTURY ALU +2,08%
SPRON +1,82%
FÆREYJABANKI +1,38%
MESTA LÆKKUN
EXISTA -5,99%
EIK BANKI -5,02%
BAKKAVÖR -3,47%
Harðnar á dalnum hjá Ungverjum
Á síðasta áratug hefur kvikmyndaiðnaður
blómstrað í Austur-Evrópu þangað sem banda-
rísk kvikmyndaver flykktust, enda kostnaður
mun lægri en vestanhafs. Ungverjar tóku
nokkru síðar við sér en til dæmis nágrannar
þeirra í Tékklandi, en síðan 2006 hafa þó verið
byggð þrjú stór kvikmyndastúdíó í
Búdapest. Nú hefur hins vegar
harðnað á dalnum og mörg
ungversk kvikmyndaver
standa auð. Í fyrra eyddu
erlend kvikmyndafyr-
irtæki 120 milljónum
dollura, en í ár nemur
eyðsla þeirra ekki nema
5,6 milljónum. Ástæðan er
meðal annars rakin til þróun-
ar á gengi Bandaríkjadals.
Fengu Hellboy ekki Tortímandann
Þá benda forsvarsmenn Korda Studios, sem
er eitt þeirra kvikmyndavera sem orðið hefur
hart úti, á að í lok síðasta árs hafi runnið út 20
prósenta skattaeftirgjöf til erlendra kvikmynda-
fyrirtækja í Ungverjalandi. Þess má geta að hér á
landi geta erlend kvikmyndafyrirtæki
sótt um endurgreiðslu 14 pró-
senta af útlögðum kostnaði. Hjá
Korda hefur hins vegar ekki verið
gerð mynd síðan tökum á
Hellboy II lauk í desem-
ber í fyrra. Stjórnendur
þar höfðu vonast til að
krækja í fjórðu myndina
um Tortímandann,
Terminator Salvation,
en hún verður tekin
upp í Albaquerque,
Nýju-Mexikó.
Peningaskápurinn ...
Engin merki eru um að botninn sé í
sjónmáli á fasteignamarkaði vest-
an hafs. Samkvæmt tölum sem
samtök fasteignalánveitenda birtu
á miðvikudag hefur umsóknum um
fasteignalán enn fækkað, og hafa
ekki verið færri síðan í desember
árið 2000 og hefur fækkað um 61
prósent síðan í febrúar. Ástæðan er
ekki síst strangari kröfur banka til
lántaka. Athugun bandaríska Seðla-
bankans sýnir að 75 prósent banka
hafa hert lántökuskilyrði sín.
Á sama tíma sækja færri um
nýbyggingarleyfi, en samkvæmt
tölum frá Hagstofu Bandaríkjanna,
sem birtar voru á þriðjudag, hefur
þeim fækkað um 30 prósent á síð-
asta ári, og hafa ekki verið færri í
17 ár. Þá kemur fram að ekki hafi
verið byrjað á byggingu færri ein-
býlishúsa síðan 1982.
Samdráttur í nýbyggingum
eykur þó líkur á að botninn náist á
húsnæðismörkuðum, því mikið
offramboð hefur verið á íbúðar-
húsnæði í Bandaríkjunum. Sér-
fræðingar hjá Morgan Stanley
telja þó að enn eigi eftir að draga
úr nýbyggingum og botninum verði
ekki náð fyrr en í byrjun næsta
árs. - msh
Enn kólnar fasteigna-
markaður vestanhafs
Bandaríska fjárfestingarfélagið
Lone Star greindi frá því á blaða-
mannafundi í Frankfurt í Þýska-
landi í gær að samningar hefðu
náðst um að kaup á 91 prósents
hlut í þýska bankann Industrie-
bank IKB.
Kaupin eru þrautalending til að
forða þeim þýska frá gjaldþroti
en hann hefur farið afar illa út úr
gengishruni á verðbréfum tengd-
um undirmálslánum.
Erlendir fjölmiðlar eru sam-
mála um að bankinn sé fyrsta
evrópska fórnarlamb undirmáls-
lánakreppunnar.
Samkvæmt upplýsingum
Bloomberg-fréttaveitunnar nema
afskriftir IKB til þessa um 10,3
milljörðum evra, jafnvirði 1.257
milljörðum íslenskra króna.
Þýski bankinn KfW, sem hefur
gefið út einna mest af íslenskum
krónubréfum og er í eigu ríkis-
ins, hefur dælt fé í IKB til að rétta
lausafjárstöðu hans við. Hann sat
orðið á 45,5 prósentum hlutafjár
hans og var stærsti hluthafinn
þar til í gær. KfW hefur hins
vegar vilja losa sig við hlutinn í
tæpt ár. Leitað var eftir því að fá
um 800 milljónir evra fyrir hlut-
inn. Upphæðin sem Lone Star
greiðir mun ekki vera nálægt því,
að sögn Bloomberg. - jab
Þýska fórnarlambið selt
BJÖRGUNARAÐGERÐIR Forsvarsmenn
Lone Star, KfW og IKB greindu frá
bankasölunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Frumkvöðlaverðlaun Guðfinnu S.
Bjarnadóttur voru veitt í annað
sinn fyrr í vikunni og var það
verkefnið Mídas fjármálaskóli
ehf. sem hlaut fyrstu verðlaun.
Skólanum er ætlað að skipuleggja
og halda fjármálanámskeið fyrir
ungmenni á aldrinum 12 til 18 ára.
Gert er ráð fyrir að skólinn þrói
eigið kennsluefni ásamt netleik
sem kennir ungu fólki að ráðstafa
fjármunum á sem bestan hátt.
„Hugmyndin að þessu verkefni
kviknaði á námskeiðinu Nýsköp-
un og stofnun fyrirtækja í Háskól-
anum í Reykjavík. Um leið og við
fórum að skoða hugmyndina þá
sáum við betur og betur hversu
mikil þörf er á einhvers konar
fjármálaskóla fyrir ungt fólk.
Þetta er ekki einfalt fyrir full-
orðna og hvað þá fyrir ungmenni,“
segir Hrönn Arnardóttir sem er
einn af höfundum verkefnisins.
Bankar og önnur fjármála fyrir-
tæki hafa verið með fjármála-
fræðslu sem hefur sérstaklega
verið beint til ungmenna. Höf-
undarnir telja að óháður aðili sé
betur til þess fallinn að veita slíka
ráðgjöf en best af öllu væri ef slík
fræðsla færi fram innan grunn-
skólanna. Hópurinn fékk 500.000
krónur í verðlaun fyrir viðskipta-
áætlunina. „Við erum að skoða
hvað við gerum í framhaldinu,
það er allt óráðið ennþá,“ segir
Hrönn. - ghh
Mídas fékk hálfa milljón
VINNINGSHAFAR Dr. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, Margeir Ásgeirs-
son, Sigurbjörn Ingimundarson, Árni Hermann Reynisson, Hrönn Arnardóttir, Dr.
Guðfinna S. Bjarnadóttir alþingismaður, Rakel Dögg Guðmundsdóttir, Jóhann Níels
Baldursson og Hildur Árnadóttir, stjórnarformaður Bakkavarar.
SP-Fjármögnun hagnaðist um 416
milljónir króna á fyrstu sex
mánuðum ársins. Það er 57 milljóna
króna samdráttur frá sama tíma í
fyrra.
„Ný útlán hafa minnkað en
útlánasafnið okkar hefur lítið verið
að dragast saman. Það hefur lítil
áhrif á raunstærð efnahagsreikn-
ingsins til skamms tíma þó að ný
útlán dragist saman í augnablik-
inu,“ segir Pétur Gunnarsson fjár-
málastjóri.
Framlag í afskriftareikning nam
147 milljónum og er það aukning
um rúm 70 prósent á milli ára.
Heildarvanskil í lok júní nema
rúmum milljarði sem er 0,6 prósenta
aukning frá ársbyrjun. - ghh
Minni hagnaður
SP milli ára
Norðurál hefur leitað
hófanna um að eignast hlut
í Hitaveitu Suðurnesja og
hefur rætt þetta við eigend-
ur hennar. Forstjóri Norð-
uráls neitar því að nokkuð
hafi verið rætt.
„Ýmsir hafa nálgast okkur, þar á
meðal Norðurál,“ segir Árni Sig-
fússon, bæjarstjóri í Reykjanes-
bæ og stjórnarformaður Hitaveitu
Suðurnesja.
Reykjanesbær er stærsti hlut-
hafinn í Hitaveitunni, á tæplega
35 prósenta hlut.
Áhugi Century á íslenskri orku-
framleiðslu er ekki alveg nýtil-
kominn, því nefna má að í fyrra-
haust lýsti félagið áhuga á að
eignast hluti í Reykjavik Energy
Invest.
Samkvæmt heimildum Markað-
arins í fráfarandi stjórn Orkuveit-
unnar hafa Norðurálsmenn einnig
sýnt hlut Orkuveitunnar áhuga.
Orkuveita Reykjavíkur má ekki
eiga meira en 10 prósenta hlut í
Hitaveitunni, af samkeppnis-
ástæðum. Hún á hins vegar 16,58
prósent og hefur gert samning við
Hafnarfjörð um kaup á 14,5 pró-
senta hlut til viðbótar.
Lúðvík Geirsson, bæjarstóri í
Hafnarfirði, man ekki eftir því að
Norðurál eða Century hafi sóst
eftir hlut bæjarins.
„Það hefur ekki verið rætt,“
segir Ragnar Guðmundsson, for-
stjóri Norðuráls, spurður um
hvort þreifingar hafi verið um að
Norðurál kaupi einhvern hlut í
Hitaveitunni. „Það eru hans orð.
Ég hef ekkert meira um það að
segja,“ segir Ragnar, um ummæli
Árna Sigfússonar.
Norðurál er í eigu bandaríska
fyrirtækisins Century Alumini-
um. Það er skráð í kauphöllina hér
á landi og á Nasdaq í Bandaríkjun-
um. Um þriðjungur heildarfram-
leiðslu Century verður til á Grund-
artanga.
Ætla má að hlutir í Hitaveitu
Suðurnesja séu dýrir. Ríkið fékk
7,6 milljarða króna fyrir fimmtán
prósenta hlut sinn í Hitaveitunni í
fyrra. Orkuveitan bauð annað eins
í álíka stóran hlut Hafnarfjarðar.
Heimildarmenn hafa sagt Mark-
aðnum að Norðurál hafi þreifað
fyrir sér um að komast í hluthafa-
hóp Geysis Green Energy, sem á
32 prósent í Hitaveitunni. Ólafur
Jóhann Ólafsson, stjórnarformað-
ur frá miðjum júlí, kannast ekki
við að rætt hafi verið við hann um
að Norðurál kæmi þangað inn.
„Það hafa margir sýnt okkur
áhuga en Century er ekki í þeirra
hópi.“
Hömlur eru á fjárestingu
erlendra aðila, utan evrópska
efnahagssvæðisins (EES), í
íslenskri orkuvinnslu, samkvæmt
lögum. Fyrirtæki utan EES munu
geta fjárfest hér í gegnum dóttur-
fyrirtæki innan EES. Hins vegar
virðist þetta ekki vera með öllu
bannað, því Geysir Green Energy
er til dæmis að hluta í eigu Banda-
ríkjamanna. ingimar@markadurinn.is
Álfyrirtæki vill kaupa í
orkuframleiðslu á Íslandi
ORKULINDIN Í SVARTSENGI Álframleiðandinn Norðurál hefur sýnt áhuga á að kaupa
sig inn í Hitaveitu Suðurnesja. Því neitar hins vegar forstjóri Norðuráls.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Baugur hefur áhuga á að eignast
Saks en fyrir á félagið tæplega níu
prósenta hlut í fyrirtækinu. Jón
Ásgeir Jóhannesson, stjórnarfor-
maður Baugs, hefur staðfest þenn-
an þráláta orðróm í samtali við
Markaðinn. Saks er án efa ein
þekktasta glæsiverslun heims og
er eitt af Fortune 500 fyrirtækjun-
um. Hingað til hefur Baugur ekki
einblínt á svokallaðar „high end“-
verslanir, þ.e. verslanir með dýran
varning. Jón Ásgeir segist hafa
trú á þessari tegund verslana þrátt
fyrir erfiða tíma, og hann stefni
m.a. að því að gera House of Fras-
er meira í líkingu við Saks. Hann
segir að tiltölulega auðvelt sé að
fara með verslun á borð við Saks í
útrás, ólíkt mörgum öðrum keðj-
um, vegna þess hversu þekkt vöru-
merkið er um allan heim. Að undan-
förnu hafa verslanir Saks verið
opnaðar í Mexíkó og Mið-Austur-
löndum en í Bandaríkjunum er
einnig að finna 53 búðir í 25 fylkj-
um.
Jón Ásgeir gefur ekki upp
hvernig kaupin yrðu fjármögnuð
en bætir við að of snemmt sé að
segja til um hvort af þessu verði.
Saks tapaði tæpum 2,6 milljörð-
um króna á öðrum ársfjórðungi.
Gengi bréfa Saks hefur fallið um
50 prósent frá áramótum en hækk-
aði þó skyndilega um tíu prósent
við opnun markaða í gær. Gera má
ráð fyrir að orðrómur um hugsan-
leg kaup Baugs hafi valdið þeirri
hækkun. - ghh
Baugur vill kaupa
glæsiverslunina Saks
SAKS 5TH AVENUE Jón Ásgeir Jóhann-
esson, stjórnarformaður Baugs, segist
trúa á svokallaðar „high end“-verslanir.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Nú stefnir í metuppskeru maís-
korns í Bandaríkjunum. Gert er
ráð fyrir að aukin uppskera geti
orðið til þess að eitthvað dragi úr
verðbólguþrýstingi í heiminum.
Þar hefur hátt verð matvæla þrýst
á, sem og orkuverð.
Þótt verð á maískorni hafi lækk-
að í kjölfar fregnanna er það enn
hátt í sögulegu ljósi. Í sumar fór
verðið hæst í átta dali sekkurinn
og óttast var að það færi í 10 dali.
Sekkurinn kostar nú 5,54 dali.
Sérfræðingar segja að lægra
kornverð geti aukinheldur slegið á
verðbólgu í Bandaríkjunum og þar
með stuðlað að styrkingu Banda-
ríkjadals, sem getur leitt til lægra
olíuverðs. - msh
Metuppskera af
maís í Ameríku
MAÍSRÆKT Lögum samkvæmt þarf að
blanda allt bensín sem selt er í Banda-
ríkjunum með etanóli, sem framleitt er
úr maískorni. MARKAÐURINN/AFP