Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 8
8 27. september 2008 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL „Annaðhvort reynirðu að breyta stöðunni, eða ferð,“ segir Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, um þær deilur sem nú eru uppi meðal flokksmanna. Jón segir deilurnar snúast um trúnaðarbrest og mál- efnaágreining við Kristin H. Gunnarsson þingflokksformann meðal annars í málefnum innflytj- enda og verðtryggingar lána. „Ég gerði formanninum fylli- lega grein fyrir því að það væri ljóst að ég teldi fullreynt að Krist- inn yrði að fara sem þingflokks- formaður. Formaðurinn gengur ekki að því gruflandi hver afstaða mín er,“ segir Jón. Hann vill ekki gefa upp hve langan tíma Guðjón Arnar Kristj- ánsson, formaður flokksins, hefur til að leysa úr ágreiningnum innan flokksins áður en Jón yfirgefur Frjálslynda flokkinn. „Það tók Sesar innan við tíu sekúndur að fara yfir Rúbikon-ána,“ svarar Jón. Hann hafi unnið að því að byggja upp flokksstarfið og sé kært til flokksins. Því muni hann reyna til hins ýtrasta að láta sam- starfið ganga. „Ef menn eru á þeim buxunum að ganga úr flokknum mun ég reyna að bera klæði á vopnin og athuga með starfaskiptingu og slíkt,“ segir Guðjón Arnar. Hann geti þó ekki sagt til um hvort skipt verði um þingflokksformann, þar sem þingflokkurinn taki þá ákvörðun. Spurður hvort hann sé vongóður á að sátt náist, miðað við þá heift sem birst hafi í ummæl- um flokksmanna upp á síðkastið, segist Guðjón vona að það takist: „Ef menn ætla að reka pólitík á heift gengur það aldrei.“ Guðjón segir að Jón hafi lýst því yfir að hann sé ósáttur við það ástand sem nú ríki: „Hann getur litið svo á að ég ráði ekki hvernig hann hagar sínum gerðum.“ Guðjón segir að flest deilumál innan flokksins hafi verið milli einstaklinga, „oftast um einhverja stöði innan flokksins eða sam- skipti. Í smærri flokkum er erfið- ara að skipta verkum.“ Hann bend- ir þó á að innan flokksins hafi veri ágætist málefnavinna í gangi. Magnús Þór Hafsteinsson, vara- formaður flokksins, og Sigurjón Þórðarson, sem hefur lýst áhuga á formannsembættinu, segja báðir að þeir muni ekki fylgja Jóni, ákveði hann að fara. Réttara sé þó fyrir Jón að bíða fram að lands- þingi í apríl. svanborg@frettabladid.is Jón hótar að yfirgefa Frjálslynda flokkinn Jón Magnússon segist munu yfirgefa Frjálslynda flokkinn verði ekki skipt um þingflokksformann. Formaðurinn segir að skipting starfa verði athuguð. Magn- ús Þór og Sigurjón hvetja Jón til að bíða fram að landsþingi í vor. JÓN MAGNÚSSON Segir formann Frjálslynda flokksins ekki ganga að því gruflandi hver sín afstaða er. Kristinn H. Gunnarsson þurfi að víkja, eða Jón hættir í flokknum. FRÉTTABLAÐIÐ/ DANÍEL SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn Kópavogs hefur staðfest ákvörð- un bæjarráðs um að veita súlu- staðnum Goldfinger undanþágu fyrir nektardansi. Fulltrúar Samfylkingar í bæj- arstjórninni lögðu til að ekki yrði leyft að stunda nektardans á Goldfinger. „Slík starfsemi geng- ur þvert á vilja og stefnu bæjar- yfirvalda, sem telja hana hvorki æskilega né nauðsynlega í bæjar- félaginu,“ sagði í tillögu þeirra Guðríðar Arnardóttur, Hafsteins Karlssonar, Jóns Júlíussonar og Flosa Eiríkssonar. Ólafur Þór Gunnarsson, bæjar- fulltrúi Vinstri grænna, greiddi tillögu Samfylkingarmanna atkvæði en sat síðan hjá þegar afgreiðsla bæjarráðs á málinu var staðfest með sex atkvæðum sjálfstæðismannanna Gunnsteins Sigurðssonar, Margrétar Björns- dóttur, Ásthildar Helgadóttur, Ármanns Kr. Ólafssonar og Sig- ríðar Þorgrímsdóttur og fram- sóknarmannsins Ómars Stefáns- sonar. Eins og borgaryfirvöld í Reykjavík segir bæjarstjórn Kópavogs sig skorta lagagrund- völl til að synja skemmtistöðum um leyfi til nektardans. „Ég vil að þolendur starfsemi nektarstaða njóti vafans,“ sagði Flosi Eiríksson, sem var sá eini sem lét bóka sérstaka athuga- semd við atkvæði sitt. - gar Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti undanþágu fyrir súlustaðinn Goldfinger: Nektardans fékk sex atkvæði Á GOLDFINGER Ásgeir Davíðsson, eig- andi Goldfinger, með starfsliði sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Styrkir til vinnustaðakennslu og námsefnisgerðar www.si.is Framtíð iðnaðar veltur á menntun og mannauði. Aukin þekking gefur iðnaðinum takmarkalaus tækifæri til vaxtar, nýsköpunar og útrásar. Mikilvægt er að nemendum í iðn- og starfsnámi standi til boða námsefni og kennsla við hæfi. SI auglýsa eftirfarandi styrki lausa til umsóknar: • Styrkir til námsefnisgerðar í greinum sem varða iðnað • Styrkir til vinnustaðakennslu í fyrirtækjum SI Umsóknarfrestur er til 1. október. Nánari upplýsingar er að finna á www.si.is. HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Klæðir börn vel! Helen stelpuúlpa St. 80-130 6.990 Hugo strákaúlpa St. 80-130 6.990 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.