Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 10
10 27. september 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 385 4.312 +2,19% Velta: 3.610 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,65 -2,21% ... Atorka 5,68 ++3,27% ... Bakkavör 24,30 +0,62% ... Eimskipafélagið 4,20 -1,41% ... Exista 7,59 +4,98% ... Glitnir 15,85 +2,92% ... Icelandair Group 20,00 -0,50% ... Kaupþing 755,00 +2,17% ... Landsbankinn 23,40 +1,74% ... Marel Food Systems 91,80 -0,22% ... SPRON 3,50 +6,06% ... Straumur-Burðarás 9,33 +2,75% ... Össur 95,60 -0,52% MESTA HÆKKUN EIK BANKI 7,43% MESTA LÆKKUN SPRON 8,57% ATLANTIC PETROL. 2,81% EXISTA 2,11% Sparisjóðsbankinn Washington Mutual (WaMu) var lýstur gjaldþrota á fimmtudags- kvöld. Þetta er langstærsta bankagjaldþrot í sögu Bandaríkjanna, því heildareignir bankans, sem var sá áttundi stærsti í Bandaríkjunm námu 307 milljörðum dollara. Næststærsta gjaldþrotið varð 1984, 40 milljarðar, sem jafngilda um 80 milljörðum á verðlagi dagsins í dag. WaMu var leiðandi í útgáfu undirmáls- lána, sérstaklega undirmálslánum á breyti- legum vöxtum, en bent hefur verið á að margir lántakendur hafi ekki skilið vaxta- kjörin við undirskrift, og síðan ekki ráðið við afborganirnar. Undanfarnar vikur hefur verið þrálátur orðrómur um stöðubankans, og viðskitpavinir því flykkst til að taka út innistæður sínar. Á síðustu tíu dögum voru 9 prósent innistæðna teknar út. JPMorgan Chase keypti útibúanet og stóran hluta eigna WaMu. Með kaupunum hefur JPMorgan enn frekar styrkt stöðu sína, en atburðir undanfarinna vikna hafa orðið til þess að þrír risavaxnir bankar drottna yfir bandarískum bankamarkaði: JPMorgan Chase, Bank of America og Citigroup. - msh Langstærsta bankagjaldþrotið Ekki hefur verið ákveðið hvort láni Björgólfsfeðga vegna ábyrgð- ar Eimskipafélagsins á láni til stjórnenda XL Leisure Group verði breytt í hlutafé. Ábyrgðin, sem hljóðar upp á 280 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 25,5 milljarða króna, féll á Eimskipafélagið þegar ferða- skrifstofan var lýst gjaldþrota um miðjan mánuðinn. Björgólfsfeðg- ar tóku hana yfir. Viðræður við lánardrottna standa yfir og er stefnt á að þeim ljúki fljótlega. Munu lán félagsins við aðra en Björgólfsfeðga hafa forgang áður en ákvörðun verði tekin um hvort því verði breytt í hlutafé. - jab Enn er unnið að útfærslunni ÚTIBÚ WASHINGTON MUTUAL JPMorgan Chase hefur keypt útibúanet Washington Mutual, áttunda stærsta banka Bandaríkjanna. MARKAÐURINN/AFP Lánalínur á borð við þær sem seðlabankar Norð- urlandanna gerðu við Bandaríkjamenn myndu tvímælalaust auka tiltrú umheimsins á íslenskt fjármálalíf og jafnvel auð- velda Seðlabankanum að ná samningum um langtíma- lán. „Aðgangur að skammtímalánalín- um á borð við þær sem seðlabankar Norðurlandanna fengu hjá Seðla- banka Bandaríkjanna myndi tví- mælalaust auka slagkraft og trú- verðugleika Seðlabankans,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í hag- fræði við Háskóla Íslands, og bætir við að ljóst sé „að það verði túlkað sem slæmar fréttir fyrir krónuna ef Seðlabankinn nýtur ekki þess trausts að erlendir seðlabankar vilji gera við hann samninga sem þennan,“ eins og raunin virðist hafa orðið. Gylfi tekur fram að vitaskuld séu gjaldeyrisskiptasamningar skamm- tímalausn og komi ekki í stað öfl- ugs gjaldeyrisvaraforða, sem verði aðeins efldur með langtímalánum. Hann bendir hins vegar á að gjald- eyrisskiptasamningur við Seðla- banka Bandaríkjanna hefði hæg- lega getað auðveldað Seðlabankanum að ná hagkvæmum samningum um langtímalán. „Það er ekki hægt að skilja á milli gjaldeyrisskiptasamninga til skamms tíma og uppbyggingar gjaldeyrisforða Seðlabankans til langs tíma,“ segir Gylfi, því með því að sýna fram á að hann hafi traust annarra seðlabanka auki Seðlabanki Íslands líkurnar á að hann geti samið um langtímalán. Í þessu samhengi nefnir Gylfi gjaldeyrisskiptasamninga þá sem Seðlabanki Íslands gerði við seðla- banka Norðurlandanna í vor, en markaðir tóku þeim samningum fagnandi. Við það tilefni sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra að samningarnir efldu traust á íslenska fjármálakerfið og efna- hagslíf landsins. Jón Sigurðsson, varaformaður bankastjórnar Seðlabankans, rifjar einnig upp gildi þessara samninga, sem hann segir sambærilega við saminga seðlabanka Norðurland- anna og Bandaríkjanna. Hann segir að þeir hafi tvímælalaust aukið trú- verðugleika Seðlabanka Íslands og fjármálakerfisins: „Auðvitað væri æskilegt að hafa slíka samninga við seðlabanka allra okkar viðskipta- landa.“ Jón segir að jafnhliða því sem gjaldeyrisvarasjóðurinn sé byggð- ur upp þurfi að „gera samninga til vara, við sambærilegar stonanir í öðrum löndum.“ Hann segist vita að Seðlabankinn vinni að því, og fyrir fram sé ástæðulaust að ætla annað en að hægt sé að ná slíkum samningum við seðlabanka við- skiptalanda okkar. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Glitnis, segir að gengis- fall krónunnar á föstudag virðist meðal annars endurspegla ákveðin vonbrigði á markaðnum með að Seðlabankinn hafi ekki verið með í skiptasamningnum seðlabanka Norðurlandanna og Bandaríkjanna. Hann óttast að síðustu fréttir bæti ekki þar úr. „Seðlabankinn þarf að beita öllum brögðum til að styrkja krónuna, og það myndi tvímælala- lust bæta andrúmsloftið ef skipta- samningar næðust. Við verðum bara og bíða og sjá. Ég treysti Seðlabankanum til að vinna að þess- um málum á fullu,“ segir Ingólfur. msh@markadurinn.is Samningar mikil- vægir fyrir Ísland Samtök iðnaðarins - www.si.is 7. október 2008 kl. 8.30-10.30 Gullteigur, Grand Hótel. Morgunverður í boði SI kl. 8.00. SI efnir til morgunverðarfundar um nýtingu orkuauðlinda. Dagskrá: Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Pallborðsumræðum stýrir Sigríður Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri miðlunar hjá SI Fundarstjóri: Helgi Magnússon, formaður SI Fundurinn er öllum opinn og ókeypis en tekið er við skráningum á netfangið mottaka@si.is. Orkunýting til hagsældar STÓRKOSTLEG LAGERÚTSALA Á JÓLAVÖRUM, GJAFAVÖRUM, KERTUM, SERVÍETETUM OG FLEIRU. ER Í FAXAFENI 11 (GAMLA LEIKBÆJARHUSINU) OPIÐ FRA 11-18 ALLA DAGA OG HELGINA LIKA ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR. SEÐLABANKI ÍSLANDS. Ljóst er að gjald- eyrisskiptasamningar til skamms tíma myndu styrkja krónuna og auka trúverð- ugleika Seðlabankans. FRÉTTABLAÐIÐ/HH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.