Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 18
18 27. september 2008 LAUGARDAGUR
LAUGARDAGUR, 20. SEPTEMBER.
Prinsessufemínismi
Hér hefur dansinn dunað í allan
dag. Hér var verið að gera sér
dagamun í tilefni þess að Sólveig
Kristín, litla Sól, varð 5 ára 18. þ.
m. Leikskólasystur fjölmenntu,
svo og ættingjar, vinir og velunn-
arar almælisbarnsins eins og vera
ber. Mikið bar á gjöfum sem tengj-
ast prinsessum og daglegum þörf-
um þeirra með einum eða öðrum
hætti.
Ég var ofurlítið uggandi um að
prinsessur flokkuðust undir pólit-
íska villutrú, og leitaði með þessar
efasemdir mínar til ömmunnar
sem sér ekki sólina fyrir sonar-
dóttur sinni og nöfnu: „Prinsessu-
dót?“ sagði amman. „Ég held að
blessuðu barninu sé það ekki of
gott − og svo eru allar prinsessur
nútildags gallharðir femínistar.“
SUNNUDAGUR, 21. SEPTEMBER.
Samkvæmislífið
Ég hef statt og stöðugt vegna vinnu
minnar neitað sjálfum mér og þar
af leiðandi að hluta til konu minni
um alla þátttöku í samkvæmislíf-
inu sem er að falla í haustfarveg-
inn. Í síðustu viku kom tilboð sem
við gátum ekki hafnað: Að koma og
hlýða á Gunnar Kvaran leika þrjár
einleikssvítur eftir Bach á stofu-
tónleikum hjá Önnu og Þorvaldi í
Skugga.
Þetta var ógleymanlegt.
Gunnar hafði ekki látið sig muna
um að læra verkin utan að og
nálægðin þarna og einbeitingin var
algjör. Góð byrjun á vetrinum!
MÁNUDAGUR, 22. SEPTEMBER.
Meðal hugsjónamanna í
veröld sem var
Merkileg reynsla. Eyddi deginum
í að leika lítið hlutverk í bíómynd
sem ungur maður, Hjálmar Ein-
arsson, er að gera. Þetta var rosa-
legt endurlit til æskuáranna þegar
ég var að byrja að gera kvikmynd-
ir. Það vinna aðeins örfáir við upp-
töku myndarinnar kauplaust af
þeim einskæra áhuga á að ljúka
verkefninu, sem stundum er kall-
aður „hugsjón“.
Hjálmar sagði mér að hann
hefði átt 15 þúsund kall þegar ráð-
ist var í að framleiða myndina.
MIÐVIKUDAGUR, 24. SEPTEMBER.
Gamanmynd um gjald-
þrota kaupfélag
Það sem kreppan sem ekki má
nefna hefur lagað í mínu persónu-
lega lífi er að einkaþotuflug sem
var mjög stundað rétt yfir hús-
mæninn hjá mér meðan allir voru
ríkir og þutu eftir vinnu á einka-
þotum til að borða kvöldmatinn
sinn í útlöndum hefur snarminnk-
að. Í stað þess að liggja andvaka
milli tvo og þrjú á nóttunni þegar
íslenskir auðmenn sneru heim á
einkaþotuflota sínum úr kvöldmat
og siðmenntuðum súludansi frá
meginlandi Evrópu get ég nú sofið
á mitt græna eyra.
Ef ég ætti að gera gamanmynd
um fallítt kaupfélag á afskekktri
eyju og ríkisstjórn Íslands ætti að
leika stjórn fyrirtækisins myndi
ég vilja gera nokkrar breytingar á
leikaravalinu.
Það mundi aldrei nokkur maður
fást til að trúa því að bjöllusauðir
eins og sjávarútvegsráðherrann og
vegagerðarráðherrann hefðu brot-
ist til mannvirðinga í smáþorpi þar
sem allir þekkja alla.
Ég mundi fá Engeyjarprinsinn,
hinn N1-olíusmurða erfðaprins
Bjarna Ben með sinn Hollywood-
prófíl í stað sjávar- og landbúnað-
arráðherrans sem lítur út fyrir að
vera klón úr rollu og þorski; og í
stað samgöngumannsins sem veit
ekki hvort hann er að koma eða
fara mundi ég setja ljóshærða
hetjutýpu, Árna Pál, bróður píslar-
vottarins Þórólfs hins krossfesta
borgarstjóra sem Olíusamráðs-
sanheddrín undir forystu farís-
eanna lét lífláta einan manna fyrir
ólöglegt verðsamráð.
Toggu Kínatvífara mundi ég
skipta út vegna erfiðleika við að
læra textann sinn og fá hina þokka-
fullt agressívu Hönnu Birnu í henn-
ar hlutverk.
Utanríkisráðherrann kæmi ekki
við sögu, lægi með góðkynjað ein-
kenni af riðuveiki fram á skrifborð
sitt í Öryggisráðinu, en Geir Haar-
de væri svo sannarlega þungamiðja
verksins, miðaldra Hamlet, nýorð-
inn kaupfélagsstjóri, að vera eða
vera ekki, ekki, helst ekki, alls ekki,
ó ekki.
Atburðarásin væri þessi.
Kaupfélagsstjórinn læsir sig inn
á skrifstofu sinni og bryður þung-
lyndislyf sem gera það að verkum
að honum finnst þunglyndi sitt
öðrum að kenna og vill því helst
forðast annað fólk.
Hanna Birna varastjórnarfor-
maður hans sér að við svo búið má
ekki standa og hringir suður yfir
heiðar og biður Bjarna Ben að koma
hið bráðasta og taka með sér bæði
súper- og spæderman búninginn.
Bjarni spæderman kemur á vett-
vang og það fyrsta sem hann sér er
að stjórnarformaðurinn situr fast-
ur í gömlum kóngulóarvef og hefur
ekki svigrúm til annars en seilast í
aðra næringu en þunglyndislyfin.
Bjarni rífur sundur vefinn og frels-
ar stjórnarformanninn úr herkví-
inni.
Það rennur ljós upp fyrir Haarde
þegar hann losnar. Gamla paddan
lifir enn, segir hann, hún ein hefur
getað spunnið þennan vef. Við
verðum að leggjast í hreinsanir.
Bjarni Ben og Árni hinn ljós-
hærði horfast í augu.
Láttu okkur um það, stjórnarfor-
maður góður, og svo fljúga þeir út
úr myndinni á súpermannasokka-
buxum suður yfir heiðar.
Vúmmmmm!
Næsta sena væri á stjórnarfundi
kaupfélagsins þar sem Geir leikur
á als oddi og segir að síðan gamla
paddan hafi verið gerð óskaðleg sé
framtíðin björt: Við munum sam-
einast Mjólkurbúi Flóamanna sem
er nú æðsta stofnun Evrópusam-
bandsins og taka upp þeirrra gjald-
miðil innan þriggja daga.
Þangað til verður þjóðhátíð og
allir sem hafa greitt vísitölubætur
fá þær endurgreiddar í konjaki
sem fannst í maga þúfukroppin-
baks sem gekk á land og spúði úr
sér Jónasi spámanni ósködduðum,
konjaksgámi og tímaritinu Séð og
heyrt frá upphafi innbundnu í
geitarskinn.
Kreppunni hefur verið aflýst, og
eftir af stjórn Kaupfélagsins
standa aðeins Geir, Hanna Birna,
og hin vinnusama og heilaga
Jóhanna. Einnig gamli spekingur-
inn og víkingurinn Össur Oddleifs-
son sem brýtur tárfellandi saman
ljósmynd af Ingibjörgu Sólrúnu í
léttu en mjög góðkynjuðu riðu-
veikikasti ofan í stressveski sitt.
Á bak við ríkisstjórnina sést á
haf út. Þar hafa hnúfubakar verið
að leik á grunnsævi og brotið gat á
jarðskorpuna þannig að olíugos-
brunnar hafa opnast og risavaxinn
olíugosbrunnur hefur myndast
fyrir aftan kaupfélagsstjórnina.
Kaupfélagsstjórnin stígur villt-
an dans í fjöruborðinu, olíunni
rignir yfir hið hamingjusama
sveitaþorp.
FIMMTUDAGUR, 25. SEPTEMBER.
Annar þáttur:
Ingibjörg Sólrún í öryggisráðinu
enn mjög rænulítil en góðkynja.
Gamla paddan er svæld úr svörtu
greni sínu og ræður Ragnar Aðal-
steinsson til að skrifa endurminn-
ingar sínar.
Haraldur Johannessen og Björn
Bjarnason frelsast báðir og hljóta
höfuðsmannstign í Hjálpræðisher-
num; þeir selja nú Herópið á götum
úti.
Togga Kínatvífari leggur á fáka
sína og ætlar ríðandi til Kína í hið
þriðja sinn til að leggja stund á Pól-
itískan afturbata og Kínverskunám
undir handleiðslu J. Bjartmarz.
Foreldrar klónaða fiskimálaráð-
herrans hvísla því að honum tár-
fellandi að hann hafi verið tilraun
til að skapa marbendil sem hafi
farið úr böndunum.
Olíuský birtist á himni.
Olíu tekur að rigna niður yfir
réttláta sem rangláta.
Kór erlendra skúringakvenna
kemur dansandi með skúringaföt-
ur að taka við regninu. Frjálshyggj-
an ríkir ein ofar hverri kröfu.
KÆRA DAGBÓK
Þráinn Bertelsson skrifar
Gamanmynd úr kreppu
Í dagbók Þráins
Bertelssonar er
prentað áður óbirt
handrit að grín-
mynd um kreppuna.
Einnig er fjallað um
samkvæmislíf, hug-
sjónamenn og prins-
essufemínisma.
hafskipsmálið
upp úr kafinu
www.forlagid.is
A
Ð
ALL I ST I 26.
09
.08
M
E
T S
Ö L U L I S T
I
„Höfundur kann greinilega
til verka.“
jón þ. þór, dv
„Það er sýnilega vandað til ritsins að öllu leyti …
Bók Stefáns Gunnars er merkilegt rit um heldur
ógeðfellt tímabil í íslenskri samtímasögu.“
páll baldvin baldvinsson, frét tablaðið