Fréttablaðið - 27.09.2008, Page 25

Fréttablaðið - 27.09.2008, Page 25
LAUGARDAGUR 27. september 2008 3 Verkfræðistofan Hnit mun kynna nýja viðbót gagna í GPS-kort yfir Ísland í október. Akreinar munu bætast við gögnin í ár. Hnit hefur safnað upplýsingum í GPS-kort yfir Ísland undanfarin fimm ár. Íris Anna Karlsdóttir, markaðs- og þjónustustjóri hjá Hniti, segir upplýsingarnar í GPS- kortunum í stöðugri þróun. Alltaf sé verið að bæta við örnefnum og áhugaverðum stöðum. „Við erum með allt landið inni og notum gögn frá Landmælingum. Svo tökum við loftmyndir og bætum við okkar eigin gögnum. Þarna inni eru til dæmis allar götur og hús í þétt- býli og svo erum við líka að bæta við mikið af örnefnum. Nýjungin í ár verður einnig gögn um upplýs- ingatengda þjónustu en þá færðu upplýsingar um hótel og veitinga- staði þar sem þú ert á ferðinni um landið. Svo verður einnig hægt að sjá hvaða akrein maður er á í þétt- býli.“ Hnit hefur átt í góðu samstarfi við 4x4 klúbbinn, sem hefur mælt og safnað upplýsingum um slóða og leiðir uppi á hálendinu. „Allir slóðar, gangnakofar og sæluhús eiga að vera komin inn í grunninn. Svo erum við farin að safna göngu- leiðum fyrir næsta sumar sem verður þá jafnvel sérútgáfa af GPS-kortum með gönguleiðum. Það væri þá fyrir útivistarfólk og þá sem vilja minni upplýsingar um þjónustu, til dæmis í Reykja- vík, en vilja gott kort af hálend- inu.“ heida@frettabladid.is Ný gögn í gps-kort Allt landið er óðum að kortleggjast inn á gps-kort hjá verk- fræðistofunni Hnit. MYND/HNIT Hnit hefur átt í góðu samstarfi við 4x4 klúbbinn, sem hefur mælt og safnað upplýs- ingum um slóða og leiðir uppi á hálendinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KVENHJÓLAKLÚBBURINN SKUTLURNAR er heiti á bifhjólaklúbbi kvenna sem var stofnaður sumarið 2005. Þær halda úti heimasíðunni www. skutlur.is þar sem finna má upplýsingar um fundartíma, skipulagða viðburði, blogg, spjallsvæði og fréttir og myndir úr ferðum sem meðlimir klúbbsins hafa farið í. SP dekk - Skipholti 35 - 105 R Sími 553 1055 www.gummivinnustofan.is Opið kl. 8-18 virka daga, kl. 9-15 lau. Öryggi bílsins byggist á góðum hjólbörðum Heilsársdekk Gúmmívinnustofan SJÁLFVIRK 6v / 12v / 24v 0,8A - 25A HLEÐSLUTÆKI Snilldartæki sem mega vera í sambandi allt árið og geta hlaðið allar gerðir rafgeyma. KERRUÖXLAR Í ÚRVALI og hlutir til kerru- smíða Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Alla mmtudaga Citroën Nemo var valinn sendibíll ársins 2009 við opnun árlegrar bíla- og trukkasýningar í Hannover í Þýskalandi. Titillinn eftirsótti Alþjóðlegur sendibíll ársins 2009 féll Citro- ën Nemo í skaut á IAA bílasýn- ingunni í Hannover í Þýska- landi. Fast á hæla honum kom Citroen Berlingó Van og þetta mun í fyrsta sinn í sögu sýning- arinnar sem sami framleiðandi nær bæði 1. og 2. sæti. Í dómnefnd sátu fremstu bílablaðamenn Evrópu. Þeir heilluðust af sparneytni Nemó- bílsins og hagkvæmni í rekstri hans og töldu of mikla áherslu hafa verið lagða á mikið hleðslu- rými undanfarin ár. „Lengi hefur verið beðið eftir þessari tegund bifreiðar,“ segir í umsögn dómnefndar. - gun Sendibílar ársins 2009 Citroën Nemo er snotur bíll sem kom á markað í byrjun þessa árs.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.