Fréttablaðið - 27.09.2008, Side 36

Fréttablaðið - 27.09.2008, Side 36
● heimili&hönnun 27. SEPTEMBER 2008 LAUGARDAGUR GESTASPRETTURINN Þegar skyndilega er von á gestum og allt er í drasli þarf að vera fljótur að hugsa. Nauðsynlegt er að halda ró sinni, anda djúpt og vinda sér í verkið. Gott ráð er að raða öllu drasli sem liggur eins og hráviði út um allt í bunka og stafla. Tímarit, bækur og blöð skal stafla upp hvort sem er á borðinu eða á gólfinu. Það er skárra en að láta það liggja. Ef eldhúsvaskurinn er fullur af óhreinu leirtaui og ekki mun vinnast tími til að vaska upp má annaðhvort henda öllu saman inn í bakaraofninn, eða raða í stafla. Snyrtilegur stafli í vaskinum gefur til kynna að þú hafir rétt verið að byrja á uppvaskinu en eitthvað hafi truflað. Skóm sem fylla forstofugólfið skal einnig raða í stafla eða röð, það er snyrtilegra. ● ÖNDVEGISSÚLUR INGÓLFS Á tímum lækk- andi krónu teljast þau heimili auðug sem eiga klassískan ís- lenskan silfurborð- búnað. Gaman er að handleika hnífa- pörin og leggja á borð á viðhafnar- stundum. Gull og silfursmiðjan Erna framleiðir borð- búnað með mynstrum eftir íslenska hagleiks- menn og eiga flest þeirra rætur í tréskurð- arlist sem landnáms- menn fluttu með sér til Íslands. Reykja- víkurmynstur Guð- laugs A. Magnússon- ar er meðal vinsæl- ustu mynstranna. Það táknar útskurðinn í öndvegissúlum Ing- ólfs Arnarsonar. hönnun S krifstofa og verslun svissneska fyrirtækisins Freitag í Zürich er í húsnæði sem búið er til úr gömlum skipagámum sem staflað er hverjum ofan á annan. Það er í anda fyrirtæk- isins sem hannar og selur töskur úr endurunnu efni. Svissnesk hönnun felur meira í sér en bara súkkulaði, úr og svissneska vasahnífa. Vörurnar frá Freitag eru seldar víða um heim auk þess sem margir herma eftir þeim. Stofnendur fyrirtækisins, Mark- us og Daniel Freitag, þróuðu hug- mynd sem þeir fengu við nám þegar þeir voru að vinna að verkefni í skól- anum. Þeim tókst því að gera heima- vinnuna að heimsþekktu vörumerki. Töskurnar frá Freitag eru meðal ann- ars endurunnar úr gömlum sætis- beltum, trukkadúkum, líknarbelgjum og hjólaslöngum. Hugmynd í gömlum gám Ímyndunaraflið fær lausan tauminn bæði innan veggja gámanna og í hönn- un þess húsnæðis sem þeir mynda. Lúxusnámskeið NordicaSpa er hannað til að koma þér af stað á mjög árangursríkan og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðisins er að koma þér á æðra stig hvað varðar líkamlega og andlega heilsu. Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal undir handleiðslu þjálfara Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Hollustudrykkur eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi Tímar eru: 6:30, 7:30, 10:00, 12:00, 16:30 og 18:30 fimm sinnum í viku Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt. Ný námskeið hefjast 6. október Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Hilton Reykjavík Nordica Hotel Suðurlandsbraut 2 Sími 444 5090 nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Styrmir Þór Bragason 37 ára forstjóri MP Fjárfestingarbanka Skemmtilegt og fjölbreytt námskeið og besta aðhald sem ég hef fengið og það er það sem skiptir öllu máli þegar maður er að koma sér í form með breyttu mataræði og meiri hreyfingu. Ég var farinn að hlakka til að komast á æfingar og ég fann að orkan jókst mikið á skömmum tíma sem skipir miklu máli í minni vinnu. Kristbjörg Sveinbjörnsdóttir 27 ára Hjúkrunarfræðingur Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir 32 ára Viðskiptafræðingur Við systurnar ætluðum einungis á eitt námskeið en þau urðu þrjú og árangurinn lét svo sannarlega ekki á sér standa. Misstum 23 kíló til samans á þremur mánuðum. Það eigum við Gunnari Má þjálfara og starfsfólkinu á Nordica Spa að þakka. Frábært aðhald, skemmtun, útrás og vellíðan. Við gátum þetta og því getur þú þetta líka. Rannveig I. Marelsdóttir 48 ára bókari hjá Mannviti Björk Baldvinsdóttir 29 ára sérfræðingur hjá Kaupþingi Markviss leiðsögn, frábær aðstaða og mesta aðhald sem hægt er að fá. Hér eru engar öfgar á ferð. Farið er vel ofan í mataræðið á skynsaman hátt og bætt við skemmtilegri hreyfingu – útkoman er aukinn orka, úthald og vellíðan í daglegu lífi. Getum mælt með þessu námskeiði við hvern sem er – 100% árangur. Fjögurra vikna lúxusnámskeið fyrir konur og karla 8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.