Fréttablaðið - 23.10.2008, Síða 16
16 23. október 2008 FIMMTUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
■ Í Papúa-Nýju-Gíneu eru töluð
820 tungumál. Hvergi á jörðu
eru töluð fleiri tungumál í einu
landi. Næst flest eru tungu-
málin í Indónesíu, alls 742, en
síðan kemur Nígería með 516
tungumál og Indland með 427
mál. Í Asíuríkjum eru alls töluð
2.269 tungumál, í Afríku eru
þau 2.092, en í Evrópu aðeins
239. Reyndar er bæði erfitt og
umdeilt hvernig skilgreina skuli
tungumál, en hér er stuðst við
samantekt á vefsíðum ethno-
logue.com, þar sem segir að
heildarfjöldi „lifandi“ tungumála
á jörðinni sé rúmlega 6.900.
TUNGUMÁL
FLEST Í ASÍU OG AFRÍKU
Meðlimir hljómsveitar-
innar Blindfold, sem allir
eru búsettir í London, boða
til friðar í Bretlandi með
fríum tónleikum á mánu-
daginn. Þeir segja orðspor
Íslands í molum og tíma til
kominn að styrkja vina-
böndin.
„Með þessum tónleikum gerum
við okkar besta til að byggja upp
orðspor lands og þjóðar að nýju
og styrkja vinaböndin við bresku
þjóðina. Við ætlum að leyfa Bret-
um, Íslendingum og hverjum sem
vilja að skemmta sér frítt og leyfa
tónlistinni að næra sárþjáðar sálir
á þessum erfiðu tímum,“ segir
Teitur Árnason bassaleikari
hljómsveitarinnar Blindfold sem
er skipuð íslenskum tónlistar-
mönnum sem búsettir eru í Lond-
on. Blindfold hefur ákveðið að
boða til friðar í Bretlandi með því
að blása til opinna hljómleika
ásamt tveimur breskum sveitum
og plötusnúðum, á tónleikastaðn-
um 93 Feet East á Brick Lane-göt-
unni í London næsta mánudag.
Teitur segist hafa fundið fyrir
mikilli neikvæðni í garð Íslend-
inga hjá breskum almenningi síð-
ustu vikur. „Nú síðast um daginn
sat ég með félaga mínum á pöbb
og á næsta borði voru fjórir Bret-
ar að tala mjög illa um Ísland.
Þetta er mjög alvarlegt mál.
Þegar ég flutti til Englands fyrir
ári síðan sagði ég stoltur frá því
að ég væri Íslendingur. Núna hálf-
partinn skammast maður sín fyrir
þjóðernið. Orðsporið er greini-
lega í molum en nú er mál að linni.
Þessar bágstöddu fyrrverandi
vinaþjóðir geta sparað pundin sín
og skemmt sér saman á tónleik-
unum okkar,“ segir Teitur, og
bætir við að Gordon Brown sé
ekki sá vinsælasti hjá Íslending-
um í Bretlandi um þessar mundir.
„Það eru kosningar í nánd og
Brown er bara á atkvæðaveið-
um.“
Að sögn Teits er vandkvæðum
bundið að skilgreina tónlist Blind-
fold en tilraunakennt ambient-
rokk sé þó nærri lagi. Sveitin
hefur starfað í um þrjú ár og gaf
út fyrsta geisladisk sinn, sam-
nefndan sveitinni, fyrir tveimur
árum. Önnur breiðskífa hennar er
tilbúin og mun líta dagsins ljós
snemma á næsta ári. Aðrir með-
limir eru Sveinn Marteinn Jóns-
son sem leikur á gítar, Friðrik
Helgason sem ber bumbur og
Birgir Helgason, einnig í hljóm-
sveitinni Ampop, sem syngur.
Teitur lýsir tónleikastaðnum 93
Feet East sem einum besta stað
sem hann hafi leikið á fyrr og
síðar. „Hljóðburðurinn á staðnum
er mjög góður og andinn er frá-
bær. Við höfum lent í því á tón-
leikum að fólk komi frekar til að
drekka sig fullt, eins og reyndar
er algengt á Íslandi líka, en til að
njóta tónlistarinnar. Áhorfendur
á 93 Feet East virða sjálfa tónlist-
ina meira einhverra hluta vegna,
sem hentar tónlist okkar mjög
vel.“ Sem dæmi um þann sess
sem staðurinn hefur í London
nefnir Teitur að hljómsveitin Rad-
iohead hafi frumflutt plötu sína
In Rainbows á staðnum. „Við
höfum gert samning við 93 Feet
East um að koma þar fram mán-
aðarlega og það eru frábærar
fréttir enda sjaldgæft að böndum
hlotnist slíkur heiður,“ segir Teit-
ur að lokum og hvetur alla Íslend-
inga sem búsettir eru í Bretlandi
til að sýna samstöðu og mæta á
tónleikana á mánudaginn.
kjartan@frettabladid.is
Styrkja vinaböndin við Breta
LEIKA FYRIR FRIÐI Blindfold, frá vinstri: Sveinn Marteinn Jónsson, Birgir Helgason og
Teitur Árnason. Á myndina vantar Friðrik Helgason. MYND/MARÍA KJARTANSDÓTTIR
„Ég sit nú bara og maula vínarbrauð ásamt
tveimur blaðamönnum sem voru að missa
vinnuna eins og ég,“ segir Andrés Ingi
Jónsson, fyrrverandi blaðamaður
24 stunda, þegar hann er spurður
hvað sé að frétta.
Andrés segir að fyrripart
dags hafi hann gengið um
bæinn ásamt öðrum þessara
fyrrverandi samstarfsmanna og
fengið sér kreppusúpu á Næstu
grösum en þar gafst gestum
og gangandi kostur á að snæða
súpu og brauð án endurgjalds
í gær. „Svo gengum
við um bæinn og
reyndum að
redda gjaldeyri
því við erum
á leiðinni til Bandaríkjanna í næstu viku. Þannig
að ég kristalla ástandið á Íslandi nú,“ segir Andr-
és og skellir upp úr en bætir við að ferðirnar hafi
verið löngu ákveðnar.
„Ég er að fara í vinnuferð í boði bandarískra
stjórnvalda. Ferðin er víst enn í boði þótt
vinnan á 24 stundum sé það ekki. Það
versta er samt að hún er þriggja vikna löng
og illa gengur að safna gjaldeyri til fararinn-
ar. Það góða við hana er þó að ég kem við
í Michigan og get því líkast til leitað góðra
sparnaðarráða,“ segir Andrés og vísar til þess
að kreppan í Bandaríkjunum hefur leikið það
ríki einna harðast. Atvinnuleysi þar er nú um
níu prósent, fasteignaverð hefur hrunið
og íbúar orðnir þreyttir á loforðum
stjórnmálamanna um aðgerðir.
„Það er ægilega fínn áfanga-
staður fyrir Íslending núna.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ANDRÉS INGI JÓNSSON ATVINNULEITANDI
Atvinnulaus í leit að sparnaðarráðum
Meistaramót Íslands í rúningi
verður haldið að Skörðum í Mið-
dölum í Dalasýslu á laugardag.
Helgi Haukur Hauksson, einn
aðstandenda, segir tíma og gæði
lögð til grundvallar. „Góður rún-
ingsmaður þarf að vera vandvirk-
ur, hafa gott lag á skepnum og
vera snöggur.“
Íslenskir rúningsmenn eru að
jafnaði tvær til þrjár mínútur að
rýja eina á en Helgi segir það taka
þá bestu í útlöndum innan við mín-
útu.
Dómari keppninnar kemur frá
Bretlandi og með honum í för
verða tveir efnilegustu rúnings-
menn Bretlandseyja. - bþs
Meistaramót Íslands í rúningi:
Reyna með sér í
rúningi í Dölunum
ÆR Góðir rúningsmenn þurfa að vera vandvirkir, hafa gott lag á skepnum og vera
snöggir.
Margir Íslendingar eru Gordon
Brown, forsætisráðherra Breta, reiðir
þessa dagana eftir að hann beitti
hryðjuverkalögum til að frysta eigur
Landsbankans þar í landi. Björgvin
Franz Gíslason leikari var spurður
um sína afstöðu í þessu máli.
„Ég skil náttúrlega ósköp vel að fólk
sé reitt um þessar mundir,“ segir
hann. „Ég get varla sett mig í spor
fólks sem hefur orðið fyrir miklu
tjóni í þessum hræringum öllum. En
ég held að það sé fyrir öllu að halda
ró sinni og varast það í fremstu
lög að láta reiðina ná tökum á sér.
Ég held að það áorkist alls ekkert
með henni. Þannig að viðhorf mitt
gagnvart Bretum hefur ekkert breyst
enda veit ég að þetta er axarskaft
eins manns en ekki átak heillar
þjóðar. Svo trúi ég því og treysti
að tíminn leiði okkar rétta andlit í
ljós í Bretlandi en vissulega hef ég
nokkrar áhyggjur af ímynd landsins í
augnablikinu.“
SPURT OG SVARAÐ
DEILAN VIÐ BRETA
Reiðin dugar
ekkert
Lýðræðis slekt
„Þetta er álíka lýðræðislegt
og rafræn kjörvél í blökku-
mannahverfi í Flórída.“
BLOGGARINN HNAKKUS SEGIR
RÁÐAMENN ÞEGJA ÞUNNU HLJÓÐI
MEÐAN MIKILVÆGAR ÁKVARÐANIR
SÉU TEKNAR BAK VIÐ TJÖLDIN.
hnakkus.blogspot.com 22. október
Orðafangbrögð
„Við leitum fanga víða.“
BJÖRN JÖRUNDUR FRIÐBJÖRNSSON
OG FÉLAGAR Í HLJÓMSVEITINNI NÝ
DÖNSK FENGU FANGA Í KVENNA-
FANGELSINU Í KÓPAVOGI TIL AÐ
FULLGERA BOÐSMIÐA Á TÓNLEIKA.
Fréttablaðið 22. október
BJÖRGVIN FRANZ GÍSLASON
Bert veit alve
g hvað
rokkstjarna þ
arf að kunna.
Að gefa flotta
r
eiginhandará
ritanir!
Það æfir rokk
sveitin
Heman Hunte
rs stíft en lög
in
verða eitthva
ð útundan ...
NÝ BÓK
í einum allra vinsælasta
barnabókaflokki
fyrr og síðar