Fréttablaðið - 23.10.2008, Page 29

Fréttablaðið - 23.10.2008, Page 29
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég á margar gerðir af þessum ullarbuxum sem kona norður í landi prjónaði fyrir mig. Ég eign- aðist fyrstu buxurnar fyrir tæpum tveimur árum og hef notað þær nær samfleytt síðan − vetur, sumar, vor og haust,“ segir Judith ánægð. Buxurnar er hægt að nota einar sér eða með sokkabuxum og fer það þá einfaldlega eftir hitastigi. „Ég uppgötvaði buxurnar fyrir til- viljun og síðan þá hef ég varla farið úr þeim. Þær eru skemmti- leg viðbót við fataskápinn og hægt er að nota þær bæði einar sér og með pilsi,“ útskýrir Judith en hún hefur notað buxurnar jafnt í úti- legu og sem tískufatnað. „Auk þess er ég mikið fyrir ull og mig klæjar ekki undan henni.“ Buxurnar sem Judith klæðist á myndinni eru með glitþræði en Judith á að minnsta kosti fjóra liti af buxunum. „Ég notaði buxurnar heilmikið úti í Mílanó þar sem ég bjó síðastliðinn vetur og vöktu þær ekki síður lukku þar,“ segir Judith en hún lærði búningahönn- un á Ítalíu og hannaði nú síðast búninga fyrir Macbeth í Þjóðleik- húsinu. „Þetta er fyrsta stóra verkefnið mitt en áður hannaði ég búninga fyrir leiksýningu sem heitir Vinir og var frumsýnd í ágúst. Það er frábært að fá að byrja í Þjóðleikhúsinu en ég kom bara heim í júlí eftir ársnám í Míl- anó,“ segir Judith og bætir við að búningahönnun á Ítalíu sé gjörólík því sem hér gerist. „Þar eru bara allt önnur og stærri viðmið og fleiri um hituna. Við vorum til að mynda alltaf að læra um búninga- hönnun fyrir Scala-óperuna,“ segir Judith sem er ánægð með að vera komin heim í litlu hringiðuna á Íslandi. hrefna@frettabladid.is Sérsaumaðar ullarbuxur notaðar við hvert tilefni Búningahönnuðurinn Judith Amalía Jóhannsdóttir hefur gaman af fötum í ýmsu tilliti en auk þess að hafa skemmtilegan fatastíl hannar hún búninga fyrir leikhús. Forláta ullarbuxur eru uppáhaldið. Fatastíll Judithar hefur víða vakið athygli en hún hefur gaman af að klæðast litríkum fatnaði og mismunandi efnum. Hér klæðist hún glitrandi ullarbuxum og bomsum utan yfir skóna, líkt og notaðar voru á stríðsárunum, en Judith er dugleg við að nýta gamla hluti. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR REYKINGAR Íslendinga eru ekki eins miklar í ár og á síðasta ári samkvæmt niðurstöðu könnunar sem Capacent Gallup gerðir fyrir Lýðheilsustöð. Tíðni daglegra reykinga fullorðinna hefur lækk- að úr 19,0 prósentum árið 2007 í 17,6 prósent 2008 og munar mest um að færri konur reykja. TILBOÐ VIKUNNAR Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Patti lagersala verð áður 219.900 kr.129.900,- aðeins Sofaset t 3+1+1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.