Fréttablaðið - 23.10.2008, Side 30

Fréttablaðið - 23.10.2008, Side 30
Frank Fannar Pedersen, átján ára listdansnemi, er á leið til Kína til að taka þátt í listdanskeppni fyrstur Íslendinga. Keppnin kallast Bejing international ballet competition og er nú haldin þriðja árið í röð. Keppn- in er mjög virt og mikil umfangs og talsverður heiður að komast þar að. „Já, það er það, maður sendir inn upptöku af sér að dansa og svo eru valdir 112 keppendur af mörg þús- und umsækjendum,“ útskýrir Frank. „Auk þess eru 40 valdir af þessum 112 sem fá allt borgað fyrir sig í keppninni, ferðakostnað og uppihald og annað og ég var einn af þessum fjörutíu.“ Keppnin stendur yfir í tíu daga og sýnir hver keppandi fjóra klass- íska sólódansa og svo einn nútíma- dans. Frank mun dansa nútímadans sem saminn var fyrir hann af móður hans, Katrínu Hall, en hún er list- dansstjóri Íslenska dansflokksins. „Það hefur verið mjög gott og gaman að vinna með mömmu. Hún hefur mikla reynslu og maður getur alltaf lært mikið af foreldrum sínum. Samstarfið hefur gengið vel og engin rifrildi komið upp enn þá,“ segir hann og hlær. „Dansinn er fjórar mínútur og fjallar um ungan mann sem er áttavilltur og þarf að velja sér leið í lífinu.“ Frank til halds og trausts í Kína verður skólastjóri Listdansskóla Íslands og kennari, Lauren Hauser. Umsóknarfrestur í keppnina renn- ur út í maí ár hvert en Íslenski list- dansskólinn fékk þó ekki að vita af henni fyrr en í ágúst og þá var gengið frá umsókn Franks. Æfing- ar hafa því verið stífar undanfarinn mánuð hjá Frank en margir æfa mánuðum saman fyrir þessa keppni. En þó undirbúningstíminn hafi ekki verið langur lætur Frank þó engan bilbug á sér finna og ætlar til keppni með opnum hug. „Ég er mjög spenntur og þetta verður ofboðslega lærdómsríkt. Það eru ekki margir karldansarar í þessum geira á Íslandi svo það verður mik- ilvægt fyrir mig að fá þennan sam- anburð sem ég fæ þarna úti. Það er mikið álag á manni í svona stórum keppnum en ég komst í fimm stráka úrslit í keppni í Svíþjóð í vor svo það hjálpar mér að hafa tekið þátt í keppnum áður.“ Spurður hvað taki síðan við svar- ar Frank því til að það verði að ráð- ast. Hann klárar Listdansskóla Íslands um jólin og getur vel hugs- að sér háskólanám. „Nútímadans- inn höfðar meira til mín eftir því sem ég eldist. Ég fer örugglega í háskólanám og þá heilla Þýskaland, Holland og Belgía en þar eru suðu- pottarnir í nútímadönsunum í dag.“ Mamma semur keppnisdansinn                                   ! "# $ "% "&  ' (   " )$  *+, - " .   /-  "    - 0& %- " %  "       1    , Í yfir 30 ár hafa Íslendingar notað heilsuvörur úr smiðju A. VOGEL með góðum árangri. Einhver þekkasta heilsuvara hans er án efa Echinaforce sólhatturinn. ECHINAFORCE ER ÁN EFA EIN ÞEKKTASTA HEILSUVARA HEIMS! Rannsóknir sýna klárlega að Echinaforce dregur úr kvefi og flensueinkennum. Echinaforce fæst í töfluformi og sem mixtúra. Brjóstsykur með sólhatti og furunálum er bakteríudrepandi og góður gegn kvefi. Fæst í heilsubúðum, apótekum og matvöruverslunum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.