Fréttablaðið - 23.10.2008, Side 34

Fréttablaðið - 23.10.2008, Side 34
 23. OKTÓBER 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Fyrirtækið Samherji og Einar Geirsson matreiðslumeistari héldu á dögunum kynningu á eldisbleikju í Culinary Institut of America (CIA) sem þykir einn virtasti matvælaskóli í heimi. Samherji og Einar Geirsson, mat- reiðslumeistari og eigandi veit- ingastaðarins Rub23 á Akureyri, stóðu á dögunum fyrir kynningu á íslenskri eldisbleikju í Culinary Institut of America í New York. Tilgangurinn var að sýna banda- rískum kokkanemum fram á mögu- leika bleikju í eldamennsku. Cul- inary Institut of America er annar tveggja stærstu matvælaskóla í Bandaríkjunum og mikill ávinning- ur að komast þar að með kynningu á hráefni. „Það er í raun afrek að kom- ast inn í þennan skóla með kynn- ingu, þar sem hann er mjög virtur. Þarna eru um tvö þúsund nemend- ur og þeir reka fimm veitingastaði á skólalóðinni,“ útskýrir Einar. „Þarna læra þau allt um rekstur veitingastaða og allt í sambandi við mat og þjónustu. Svona kynning ætti því að skila sér í útflutningi þegar þessir nemendur taka kunn- áttuna og hráefnið inn á sína veit- ingastaði.“ Að sögn Birgis Össurarson- ar, sölustjóra hjá Samherja, vakti kynningin töluverða athygli. „Sal- urinn var fullsetinn af áhugasöm- um kokkanemum og kennurum. Ég hélt fyrirlestur um bleikjueld- ið á undan og svo eldaði Einar sex mismunandi rétti úr einu flaki sem allir 150 gestirnir fengu svo að bragða á og fékk bleikjan vægast sagt frábærar viðtökur,“ lýsir hann en Samherji er stærsti framleið- andi í heimi á eldisbleikju og hefur unnið markvisst að markaðssetn- ingu erlendis í samstarfi við Einar. Einar tekur í sama streng og segir kynninguna hafa gengið framar vonum. „Ég hef nú ekki áður stað- ið svona fyrir framan myndavélar eða svona fjölda en þetta gekk vel. Ég fílaði mig bara eins og Gordon Ramsey,“ segir hann og hlær. Í framhaldinu var sett saman dagskrá fyrir nemendur þar sem þeir búa til uppskriftir fyrir bleikj- una, bestu uppskriftirnar fara svo með á kynningu í Boston í mars og sá nemandi sem vinnur uppskrifta- keppnina þar fær að koma til Ís- lands. Einar og Birgir eru svo á leið til Frakklands í janúar á aðra mat- vælasýningu til að kynna bleikjuna frekar. - rat Eldisbleikjan kynnt amerískum nemum Einar Geirsson, kokkur og eigandi Rub23 á Akureyri, hefur unnið kynningarefni fyrir Samherja á eldis- bleikju. Fyrirtækið er stærsti framleið- andi í heimi á eldisbleikju og flytur út bleikju frá Íslandsbleikju í Grindavík og Vatnsleysu og frá Silfurstjörnum í Öxarfirði. Einar eldaði sex útgáfur úr einu flaki af eldisbleikju og á eftir fengu allir að smakka. Ítölsk matargerð hefur skotið föst- um rótum í íslenskum eldhúsum síðustu ár og áratugi. Pitsur eiga upp á pallborðið hjá velflestum, enda afar meðfæri- legur og fjölbreytt- ur matur, og pasta hefur ekki síður slegið í gegn hjá ungum sem öldn- um. Skiptar skoð- anir eru þó á því hvað er best til þess fallið að bragðbæta þessa rétti; sumir eru harðir aðdáend- ur tómatafurða í öllum sínum birtingarmyndum, en aðrir hallast á sveif með pestói. Þau gleðilegu tíðindi berast nú úr herbúðum matvælafyrirtæk- isins Ora að þar sé hafin fram- leiðsla á bæði grænu og rauðu pestói. Grænt pestó er sígild kryddjurtasósa en rautt pestó sameinar það besta úr heimi tómatafurða og kryddjurta þannig að úr verður ljúffeng blanda. Pestó- ið frá Ora er selt í handhæg- um glerkrukkum sem ættu þegar að vera komnar í næstu matvöru- búð. - vþ Ljúffengt íslenskt pestó Pestó hentar vel með ýmsum mat, til að mynda bökuðum kartöflum. NORDICPHOTOS/GETTY www.salka.is Bókaforlagið Salka býður til uppbyggilegra og gefandi kvöldstunda í Gyllta salnum á Hótel Borg á fimmtudögum kl. 20. Í kvöld er það orkumeistarinn Maxine Gaudio sem ytur jákvæðan boðskap byggðan á nýútkominni bók sinni: Ferðalagið að kjarna sjálfsins. Bókin þaut strax í fyrsta sæti á metsölulista, enda tímabær og holl lesning í mótbyr. Maxine sér lausnir í hverri hindrun. Lítum inn á við, hjálpumst að og tökum heilshugar á móti breyttu og betra Íslandi. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir meðan húsrúm leyr. Sölkukvöld á Hótel Borg „Kryddblöndurnar birtust fyrst í huga mér þegar ég rak veitinga- húsið Krákuna á níunda áratugnum og jafnóðum hef ég skrifað formúlurnar niður sem orðið hafa að sælgæti í matargerð lands- manna æ síðan,“ segir Sigfríð Þórisdóttir, eigandi Pottagaldra, sem framleiðir kryddblöndur sem íslenskum sælkerum eru að góðu kunnar fyrir ljúffengi og úrvals gæði frá því þær fyrst komu á markað árið 1994. „Ég stofnaði Pottagaldra fyrir verðlaunafé sem mér hlotnað- ist þegar ég á lokaönn í Tækniskólanum tók þátt í samkeppni um besta lambakjötsréttinn og vann í fjórum flokkum, fyrstu og önnur verðlaun. Þá byrjaði ég með kryddblöndur í pokum, en Íslendingum hugnaðist ekki að vasast með kryddjurtir í poka- vís svo ég pakkaði framleiðsl- unni fljótlega í glerglös,“ segir Sigfríð sem byrjaði með átta kryddblöndur, þar af Lamb Is- landia, Villijurtir og Ítalskt pastakrydd, sem enn eru meðal vinsælustu afurða Pottagaldra, sem nú samanstanda af fjörutíu mismunandi kryddblöndum. „Um leið og krydd bauðst í glösum jókst salan um 100 pró- sent og síðan hefur fyrirtæk- ið vaxið um 20 prósent á ári. Kryddjurtirnar kaupi ég af æva- gömlu fyrirtæki í Hollandi, þar sem þær eru gufuhreinsaðar, sem er náttúrulegasta hreins- unaraðferðin, og aldrei hef ég notað aukaefni í kryddblöndur mínar; þær eru einungis sam- settar úr brakandi ferskum kryddjurtum.“ - þlg Kryddblöndur beint úr kollinum Sigfríð Þórisdóttir með læri kryddað Lambi Islandia, en það landsfræga sælgæti kynnti hún í nánast öllum matvöruverslunum landsins á árum áður. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.