Fréttablaðið - 23.10.2008, Page 38

Fréttablaðið - 23.10.2008, Page 38
 23. OKTÓBER 2008 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt „Við verðum með til sýnis verk sem við höfum unnið saman og hvor í sínu lagi. Ég verð til dæmis með glerverk sem ég hef ekki sýnt saman á Íslandi síðan 1984,“ segir glerlistakonan Sigrún Ein- arsdóttir um sýningu þeirra systra, hennar og Ólafar Einarsdóttur textíllistakonu, sem verður opnuð í Salnum í Kópavogi um næstu mánaðamót. Tilefnið er einleikstónleikar systursonar þeirra, Ög- mundar Jóhannessonar, sem lauk með láði meistaranámi í gítarleik og tónlist við Mozart-tónlistarskólann og ætlar meðal annars að flytja verk eftir Takemitsu og Bach á tónleikunum. „Þetta eru skúlptúrar sem við gerum úr þráðum og gleri,“ lýsir Sigrún og bætir við að þótt vel fari á með þeim systrum sé sam- starfið vandasamt þar sem alltaf sé hætt við að samþætting list- greina verði „kitch“ eins og hún orðar það sjálf. „Ólöf verður síðan með til sýnis textíl-myndverk eftir sjálfa sig og þarna verða eftir mig frásagnir sem ég hef gert á blásin form, þar sem hversdags- legir atburðir eru sýndir í alvarlegu og skoplegu ljósi.“ Þrátt fyrir að hafa helgað sig ólíkum listgreinum hafa systurn- ar átt í góðu og farsælu samstarfi og meðal annars verið með sýn- ingu í Kaupmannahöfn sem vakti á sínum tíma alþjóðlega athygli. Sigrún hefur ekki síður getið sér góðan orðstír fyrir framleiðslu á nytjahlutum undir formerkjum Gler í Bergvík á Kjalarnesi, þar á meðal fyrir ýmis félagasamtök og stofnanir. Má þar nefna Barna- heill, KSÍ, forseta Íslands, Fjöregg fyrir Matvæla- og næringar- fræðingafélag Íslands og núna síðast verðlaunagrip sem Biskups- stofa afhenti á Riff-kvikmyndahátíðinni fyrir bestu myndina með siðferðislegum boðskap. Sýningin í Salnum verður opnuð klukkan 15, 1. nóvember, og konsertinn hefst síðan klukkan 17 sama dag. Allir eru velkomnir. - rve Frásagnir á blásin form Sigrún Einarsdóttir hefur ásamt systur sinni Ólöfu vakið alþjóðlega athygli fyrir verk sín. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Klakabönd og kvika kallast þessi verk sem verða til sýnis í Salnum í Kópavogi. MYNDIR/ÚR EINKASAFNI Reisn er yfir nafni fyrirtækis Stefaníu Aradóttur í Stykk- ishólmi. Það heitir Sauma- stofa Íslands enda sinnir það öllu landinu meðal annars gegnum netverslun- ina www.lost.is og með saumaskap fyrir tískubúðir í bænum. Slár og kjólar, vel- úrdress, náttkjólar og íþróttagallar. Allt þetta og margt fleira verður til í Sauma- stofu Íslands hjá Stefaníu Aradótt- ur. Ekki má heldur gleyma húfunum og vettlingunum. Nokk- uð sem gott er að eiga á þessum árstíma. „Ég er að sauma allt mögulegt og hef aðstöðu til að gera ótrúlegustu hluti,“ segir Stefanía sem bæði sérsaumar og fjöldaframleiðir. Hefur oft saumað dimmisjónbún- inga og fatn- að fyrir ýmsar verslan- ir í Reykja- vík eins og Nakta apann, Spú- útnik og Herra- fataverslun Kor- máks og Skjald- ar. Kveðst nota mikið íslenska ull til dæmis í húfur, vettlinga, peysur og slár. „Svo eru peysu- kjólarnir vinsælir hjá stelpum og ég fæ fullt af pöntunum að sunnan,“ segir hún og sýnir peysur með breiðu stroffi sem virkar eins og pils og peysan púffar yfir. Stefanía rekur líka verslun í Hólminum sem heitir Lost og er þar með eigin frameiðslu og ým- islegt til saumaskapar og hygg- ur hún á landvinninga því um næstu mánaðamót mun hún opna aðra slíka búð í Mosfellsbæ. Einn- ig selur hún í gegnum heimasíð- una www.lost.is. Nafnið segir hún skammstöfun á setningunni „Látið okkur spara tíma“. Saumastofa Íslands var stofn- uð 2001 upp úr tveimur öðrum og flutti þá af höfuðborgarsvæð- inu vestur í Stykkishólm. Stefan- ía kveðst sjá um saumaskapinn sjálf að miklu leyti. „En ég hóa í fólk þegar mig vantar hjálp, sem fer eftir verkefnastöðunni hverju sinni. Ég á þrjár dætur og þær hlaupa oft undir bagga.“ - gun Notar mikið íslenska ull Stefanía hefur lagt stund á saumaskap í áratugi. Dóttir hennar Inga „Poko“ sinnir stundum fyrirsætustörfum fyrir hana. MYND/INGA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.