Fréttablaðið - 23.10.2008, Page 48

Fréttablaðið - 23.10.2008, Page 48
32 23. október 2008 FIMMTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ég myndi ekki mæla með að þú gerist miðill, það er engin framtíð í því. Starfs- ráðgjafi Okkur vantar fimmta mann í póker í kvöld. Eiki ætlar að klippa köttinn sinn og Geira er illt í maganum. En Ívar og Hugó? Þeir fóru í skoðunar- ferð í reð- ursafnið! Hvað með Rögga? Hann var einu sinni með. Nei! Ekki Röggi! Palli er eitthvað svo sætur. Gaman væri að vita hvað hann hugsar meðan hann situr og spilar á gítar. Gaman að vita að ég er sætur meðan ég sit hér og spila á gítar. Einhvern tímann gæti ég vel hugsað mér að fá mitt eigið heimili. Tilbúin í skólann? Næstum því! Ég er með skólatöskuna, nestispokann, jakkann... Nú vantar mig bara hlut til að sýna krökkunum og munnlega framsögu! Sagði ég þér ekki frá því? Ég róla mér Stuna! Vinir mínir erlendir hafa undanfarið margir sent mér línu með huggunar-orðum út af hruni og kreppu, spurt hvort sé í lagi með mig og mína. Fleiri sem ég þekki hafa fengið svipuð bréf, vinir hafa áhyggjur af íbúum gjaldþrota eyríkis í norðri. Við sem hér búum berum okkur flest vel enn þá, enda til nægur matur (enn) og húsnæði fyrir alla (að vísu skuldsett), við þurfum kannski að spara við okkur sem er allt í lagi. Stuðningsyfirlýsingar og hvatningar- póstur frá útlöndum hefur borist mér, og væntanlega flestum, um Netið, sem tölvubréf eða skilaboð á Fésbókinni. Á síðarnefnda vettvanginum hafa margir venjulegir Íslendingar lýst tilfinningum sínum í örstuttu máli undanfarið, með því að uppfæra statusinn á síðunni sinni, X er örvæntingarfull, Y vill reka Davíð, Z hefur áhyggjur af óróa í Framsóknarflokknum. Yfirlýsingarnar eru gaman og alvara en endurspegla eflaust eitthvert ástand, en hvernig ætli sagnfræðingar framtíðarinn- ar komi sögu venjulega fólksins á okkar tímum til skila? Verða öll gullkornin á Facebook horfin á ruslahaug alnetsins? Hvað með venjuleg tölvubréf? Kannski er kona alin upp á tímum sendibréfa með óþarfa áhyggjur og áhyggjuefnið aumt. Og hver veit nema allt í netheimum sé afritað og geymt af bandarísku leyniþjónustunni eins og sumir vilja meina. Ef svo er verða þau líklega gerð opinber eftir X-fjölda ára. Ég tel heldur ólíklegra að við fáum að vita hvað gerðist bak við tjöldin hér á landi í aðdraganda og eftirmála hrunsins mikla. Ætli einhver dugnaðarforkurinn taki sig ekki til og brenni þau gögn á báli í raun- og netheimum? Status update: S hefur áhyggjur NOKKUR ORÐ Sigríður Björg Tómasdóttir Halldóra Geirharðsdóttir leikkona Kreppir og sleppir föstudagur föstudagur Lyfjastofnun hefur farið fram á innköllun á Pinex Junior 250 mg endaþarmsstílum fyrir börn. Ástæða innköllunarinnar er prentvilla í leiðbeiningum um skömmtun á límmiða á umbúðum lyfsins. Of stórir skammtar geta haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér. Pinex Junior endaþarmsstílar innihalda parasetamól. Þeir eru hitalækkandi og verkjastillandi lyf ætlað börnum og fást í lyfjabúðum án lyfseðils. Þeim, sem hafa Pinex Junior 250 mg endaþarmsstíla í fórum sínum, er bent á að skila þeim í næstu lyfjabúð. Tekið skal fram að ekkert er athugavert við lyfið sjálft, heldur einungis hluta notkunarleiðbeininga (ráðlagða skammta) á límmiða á þessum eina styrkleika. Leiðbeiningar á íslenskum fylgiseðli inni í pakkanum eru réttar. Ekki er hætta á alvarlegum aukaverkunum nema um endurtekna skammta sé að ræða hjá litlum börnum. Hafi til dæmis barn sem er 10–12 kg fengið sex eða fleiri 250 mg stíla á einum sólarhring er rétt að leita ráða hjá lækni eða lyfjafræðingi. Umræddur styrkleiki lyfsins með röngum leiðbeiningum hefur nú þegar verið fjarlægður úr lyfjabúðum. Lyfið verður fáanlegt aftur með réttum leiðbeiningum innan skamms. Innköllun á Pinex Junior 250 mg endaþarmsstílum vegna prentvillu í leiðbeiningum á límmiða. Ekkert athugavert við lyfið sjálft TILKYNNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.