Fréttablaðið - 23.10.2008, Síða 58

Fréttablaðið - 23.10.2008, Síða 58
42 23. október 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is „Ég var í sveit á Hvammsstöðum og þetta er fólkið sem ól mig upp. Mér var ljúft að bjóða fram aðstoð mína,“ segir Jónsi í Svörtum fötum, sem syngur einsöng með kórnum Sálubót úr Þingeyjarsveit í Fella- og Hólakirkju á laugar- dag. Þetta verður í annað sinn sem Jónsi syngur með kórn- um og í þetta sinn verða á efnisskránni Mona Lisa, When Your Smiling, eitt lag eftir eistneska kórstjórann Jaan Alavere, auk fleiri laga. Hann hlakkar mikið til að koma fram og hefja upp raustina. „Það er alltaf sagt að það sé mikill vindur í Þingeying- um og ég held að þetta sé upphafið að því.“ Jónsi starfar um þessar mundir sem félagsmálafrömuður Tækniskólans auk þess sem hann syngur úti um allar trissur, bæði einsamall og með Í svörtum fötum. Hefur hann því í nógu að snúast eins og svo oft áður. - fb Jónsi með einsöng JÓNSI Jón Jósep Sæbjörnsson syngur einsöng með kórnum Sálubót á laugardag. Skapti Ólafsson var í fyrsta árgangi þeirra sem kynnti íslenskri æsku fyrir rokkinu og gaf út vinsæl lög eins og „Allt á floti alls staðar“ og „Syngjum hátt og dönsum“. Nú er fyrsta plata Skapta í „fullri lengd“ loksins komin út og heitir einfaldlega Skapti. „Þetta kemur nú bara til af því að Birgir Baldursson og vinir hans vildu endilega fá gamla manninn til að syngja,“ segir Skapti. „Ég hugsaði nú aldrei svo stórt að þetta yrði plata, enda búinn að vera með hálfgerða minnimáttarkennd. Það varð þó úr að við reyndum og ég er mjög ánægður með útkomuna.“ Innihald plötunnar eru sígild djass- og dægurlög, tvö með nýjum íslenskum textum eftir Þorstein Eggertsson. Þarna er líka Lou Reed-lagið „Perfect Day“, sem Skapti flutti í fyrra í söngleikn- um Ást. Það eru 64 ár síðan Skapti byrjaði í bransanum. „Fyrsta giggið var á Þingvöll- um 1944,“ segir söngvarinn. „Við strákarnir kunnum tvö og hálft þvergrip en gerðum mikla lukku í tjaldbúðunum. Svo var maður í lúðrasveitum, djassböndum og í rokkinu. Maður eignaðist fjölskyldu og vann í prentverki en var samt alltaf eitthvað í danshljómsveitum. Á tímabili vorum við einkahljómsveit Flugfélagsins og spiluðum mikið í útlöndum.“ Eymundsson dreifir nýju plötunni og Skapti og bandið ætla að spila. „Jú, við reynum að hafa skemmtanir, þótt ekki væri til annars en að bjóða upp á sykurpæklaðar pönnukök- ur og nokkrar kleinur.“ Skapti varð áttræður í fyrra og man eðlilega tímana tvenna. „Ég er fæddur inn í kreppuna og inn í stóra fjölskyldu og þetta var oft erfitt líf,“ segir hann. „Ég man eftir skömmtunarmiðum og það var oft hörgull á ýmsu. Þá reddaði fólk sér bara, húsmæður skiptust á skömmtunarmiðunum og gúmmí- tútturnar komu til sögunnar. Ég get svo sem engu spáð um það hvað gerist hjá okkur núna. Ég vona bara að liðið læri loksins að spara.“ -drg Loksins plata frá Skapta Ólafs ALLT ER ÁTTRÆÐUM FÆRT Skapti Ólafsson man tímana tvenna. MYND/7FN Miklar líkur eru á því að lög með íslenskum hljómsveit- um verði notuð í bandarísk- um auglýsingum í náinni framtíð. Þetta segir hin bandaríska Lanette Phill- ips, einn virtasti framleið- andi tónlistarmyndbanda í heiminum, sem nýverið sat ráðstefnuna You Are In Control í Reykjavík. Einnig sótti hún Iceland Airwaves- hátíðina og heillaðist þar af fjölda hljómsveita. Lanette Phillips hefur getið sér gott orð við framleiðslu tónlistar- myndbanda. Hún sótti ráðstefnuna You Are In Control og Airwaves- hátíðina í Reykjavík í síðustu viku. Phillips hreifst svo mjög af Íslandi að hún sendi fjöldapóst á hóp hátt- settra vina sinna í tónlistar- og kvikmyndabransanum þar sem hún mærði land og þjóð en þó sér- staklega íslenska flytjendur á borð við Hjaltalín, Lay Low, Borko, Sea- bear og Dikta. Fylgdu myspace- síður þeirra og fleiri hljómsveita með til frekari glöggvunar. „Mað- urinn minn er með fyrirtæki sem aðstoðar tónlistarmenn og hljóm- sveitir við að komast inn í banda- rískar auglýsingar. Ég sendi póst- inn á allar stofurnar sem hann rekur og hef þegar fengið viðbrögð frá fólki sem líkaði böndin vel,“ segir Lanette. „Það gæti komið sér vel fyrir suma listamennina að koma tónlistinni sinni í auglýsing- ar um öll Bandaríkin.“ Lanette hóf feril sinn í afþrey- ingariðnaðinum sem móttökudama hjá Propaganda, fyrrum fyrirtæki Sigurjóns Sighvatssonar í Los Ang- eles. Eftir það skildu leiðir en í byrjun áratugarins var hún aftur ráðin til Sigurjóns, þá sem yfir- maður myndbandaframleiðslu Pal- omar Pictures. Á afrekaskrá henn- ar þar voru myndbönd fyrir ekki ómerkari listamenn en Red Hot Chili Peppers, Michael Jackson, Moby og Foo Fighters. Einnig hefur hún á ferli sínum framleitt myndbönd fyrir U2, Britney Spears, Eminem, Beyonce og Elton John. Nýlega stofnaði hún sitt eigið fyrirtæki og fyrsta verkefni þess verður framleiðsla á nýju mynd- bandi fyrir rapparann 50 Cent. Gengu samningarnir í gegn á meðan Lanette var stödd hér á landi. Hún segir að margt hafi heillað sig hérlendis, bæði umhverfið, Bláa lónið, og svo auðvitað Airwa- ves-hátíðin. „Landið er ótrúlegt, hátíðin var æðisleg og tónlistar- mennirnir algjörlega frábærir. Það sem ég heillaðist af var hversu samrýndir menn voru og studdu hver annan og hve allir voru vin- gjarnlegir. Þið ættuð að vera mjög stolt því tónlistarsenan þarna er ótrúleg. Það er líka merkilegt hvernig allir þekkja alla og spila í hljómsveitum hverjir hjá öðrum,“ segir hún. Bætir hún því við að sér- lega eftirminnilegt hafi verið þegar Páll Óskar steig á svið með Hjalta- lín og söng Þú komst við hjartað í mér. Spurð hvort Palli gæti orðið stjarna í Bandaríkjunum segir hún það vel mögulegt, enda hafi hann mikla útgeislun rétt eins og George Michael og Robbie Williams sem báðir hafi náð langt vestan hafs. freyr@frettabladid.is Íslenskar hljómsveitir í bandarískum auglýsingum MEÐ JÓNSA Lanette Phillips hitti Jónsa, söngvara Sigur Rósar, á tónleikum Para- chutes á Organ. Einn meðlima hennar er Alex Somers, kærasti Jónsa, og heillaðist Lanette mjög af hljómsveit hans. > HEIÐRAÐUR Í RÓM Leikarinn Al Pacino verður heiðr- aður fyrir æviframlag sitt til leik- listarinnar á kvikmyndahátíðinni í Róm sem hófst í gær. Nýjasta mynd hans, Chinese Coffee, sem hann bæði leikstýrir og fer með að- alhlutverkið í, var opnunarmynd hátíðarinnar. Fjallar hún um rithöfund sem má muna sinn fífil fegurri. Daniel Craig verður seint sakaður um að setja sig ekki inn í hlutverk James Bond. Sem er kannski bara ágætis starf. En hann upplýsir í viðtali við breska blaðið Time Out að hann hafi prófað sig áfram til að finna rétta bragðið af þjóðarrétti leyniþjónustumannsins, vodka- martini. „Ég prófaði tíu mismunandi útgáfur og að endingu þá datt ég bara í gólfið, dauða- drukkinn,“ segir Craig. Nýjustu kvikmyndar- innar, Quantum of Solace, er beðið með mikilli eftirvæntingu. Quantum of Solace tekur upp þráðinn þar sem Casino Royal sleppti og er Bond nú í mikilli hefndarför. Vill reyna að klófesta þá sem komu unnustu hans, Vesper Lynd, fyrir kattarnef. Leikstjórinn er Marc Forster en hann er meðal annars þekktur fyrir kvikmyndina Finding Neverland, sem seint verður kölluð Bond-ættuð mynd. Craig upplýsir jafnframt að Pierce Brosnan hafi ekki borið nokkurn kala til hans. Síður en svo, þeir hafi sama talsmann og að hann hafi því getað rætt við hann um James Bond. „Það var virkilega gott að finna stuðning frá honum,“ segir Craig en slíkt var þó ekkert sjálfgefið enda sagðist Brosnan hafa verið hundsvekktur yfir því að hafa ekki fengið að leika Bond aftur. Leikarinn greinir jafnframt frá því að það sé engin furða að hann sé í góðu formi enda sé einkaþjálfarinn hans liðsmaður í sérsveitum breska hersins. Quantum of Solace verður frumsýnd hér á landi um miðjan nóvember. Craig drakk sig blindfullan af martini DRAKK SIG UNDIR BORÐIÐ Craig bragðaði á tíu mismunandi útgáfum af vodka-martini og féll að endingu kylliflatur í gólfið.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.