Fréttablaðið - 23.10.2008, Síða 62

Fréttablaðið - 23.10.2008, Síða 62
46 23. október 2008 FIMMTUDAGUR MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR! ENGIN MISKUNN. BARA SÁRSAUKI! NÝTT Í BÍÓ! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 16 16 L 14 16 L L L L MAX PAYNE kl. 8 - 10 HOUSE BUNNY kl. 6 - 10 REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 8 SKJALDBAKAN & HÉRINN kl. 6 16 L 14 L MAX PAYNE kl. 5.45D - 8D - 10.15D MAX PAYNE LÚXUS kl. 10.15D HOUSE BUNNY kl. 5.45 - 8 - 10.15 REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 5.50 - 8 - 10.10 BURN AFTER READING kl. 8 - 10.15 MAMMA MIA kl. 5.30 SKJALDBAKAN & HÉRINN kl. 3.45 GRÍSIRNIR 3 kl. 3.45 LUKKU LÁKI OG DALTON BRÆÐUR kl. 3.45 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á L 16 7 14 L THE WOMEN kl. 5.30 - 10.30 MAX PAYNE kl. 5.45 - 8 - 10.15 HAMLET 2 kl. 10.15 REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 5.40 - 8 - 10.10 MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 5% 5% SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000 16 L 16 16 12 L BANGKOK DANGER kl. 5.30 - 8 - 10.20 HOUSE BUNNY kl. 6 - 8.20 - 10.30 BURN AFTER READING kl. 5.45 - 8 - 10.15 PINAPPLE EXPRESS kl. 8 - 10.30 STEP BROTHERS kl. 5.45 550kr. fyrir börn 650kr. fyrir fullorðna ÁLFABAKKA SELFOSS AKUREYRI KEFLAVÍK KRINGLUNNI SEX DRIVE kl. 8 - 10:10 12 HAPPY GO LUCKY kl. 8 12 BURN AFTER READING kl. 10 16 PINEAPPLE EXPRESS kl. 8 16 BABYLON A.D. kl. 10:10 16 REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 8 - 10:10 14 SEX DRIVE kl. 8 12 PATHOLOGY kl. 8 16 SEX DRIVE kl. 5:50 - 8 - 10:20 12 SEX DRIVE kl. 5:50 - 8 - 10:20 VIP MAX PAYNE kl. 5:50 - 8 - 10:10 16 NIGHTS IN RODANTHE kl. 5:50 - 8 - 10:10 L PATHOLOGY kl. 8 - 10:20 16 WILD CHILD kl. 8 L GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 L TROPIC THUNDER kl. 10:20 16 SVEITA BRÚÐKAUP kl. 5:50 L SEX DRIVE kl. 6 - 8:10 - 10:30 12 HAPPY GO LUCKY kl. 8 12 QUEEN RAQUELA kl. 10:20D 12 DEATH RACE kl. 10:20 16 JOURNEY 3D kl. 6 L WILD CHILD kl. 5:50 L DIGITAL-3D FRÁ HÖFUNDI „THE NOTEBOOK” SEX DRIVE FER FRAM ÚR AMERICAN PIE Á 100 Km hraða! TOPP GRÍNMYND! MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR! ENGIN MISKUNN. BARA SÁRSAUKI! MARK WAHLBERG - bara lúxus Sími: 553 2075 THE WOMEN kl. 5.50, 8 og 10.10 L SKJALDBAKANN OG HÉRINN kl. 6 (650)- ÍSL.TAL L RIGHTEOUS KILL kl. 6, 8 og 10 16 REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 8 og 10 12 ATH! 650 kr. Á yfir tveggja áratuga ferli hefur Ný dönsk komist á þann öfunds- verða stall að höfða jafnt til sveita- ballaþyrsts almúga sem og djúp- og krúttþenkjandi músík spekúlanta. Tvískiptur persónuleikinn hefur einnig leitt af sér að sveitin hefur gjarnan verið sjálfkrafa uppáhald fólks sem alla jafnan hefur tak- markaðan áhuga á tónlist en þykir gaman að syngja með í partíum og finnst sjálfsagt að eiga sína eftir- lætishljómsveit eins og hinir. Ný dönsk hefur því verið eins konar Toyota íslenskrar dægulagasögu; Tákn um gæði. Turninn er áttunda breiðskífa sveitarinnar og sú fyrsta í fimmt- án ár sem Daníel Ágúst Haraldsson syngur á, mörgum til mikillar gleði. Umslagið, hlutar úr andlitum með- limanna fimm settir saman í eitt andlit, er stílhreint en afskaplega bitlaust og byggir á hugmynd sem hefði líklega þótt sniðug seint á síð- ustu öld, áður en annar hver táning- ur varð doktorslærður í fótósjoppi. Myndin undirstrikar þó óviljandi ráðandi hlut Björns Jörundar Frið- björnssonar í hljómi sveitarinnar, því erfitt er að sjá nokkuð annað en Björn Jörund út úr andlitinu marg- skipta. Að vísu sextugan Björn Jör- und sem starfar sem flugþjónn, en Björn Jörund engu að síður. Leikarinn ástsæli Þröstur Leó Gunnarsson var ráðinn sérstaklega (í fyrsta sinn í íslenskri poppsögu svo vitað sé) til að sjá um lagaupp- röðun á plötunni og verður frammi- staða hans að teljast misheppnuð. Fyrstu þrjú lögin, hið rangnefnda Leiðinlegasta lag í heimi, titillagið Turninn og Biðin eru öll hin fínustu popplög og halda aðalsmerkjum sveitarinnar, skemmtilegum mel- ódíum og hnyttnum textum, hátt á lofti. Alla tíð (annað af tveim- ur lögum eftir Jón Ólafsson) er svo afgerandi besta lag plötunnar. Minnir á sameinaða Eric Clapton og Chris Rea að flytja nýja útgáfu af upphafsstefi Taggart-þáttanna, en á mjög góðan hátt. Frábært lag. Ströndin sleppur á góðu viðlagi og Tvær krákur eftir Daníel vinn- ur verulega á, ljúfsárt og fallegt í senn. Flestar lagsmíðar síðari hlutans bera hins vegar vott um ákveðna þreytu. Lykillinn hljómar eins og afleit eftiröpun á Purrki Pillnikk og líkindi viðlags Taktu mig fastan við gamla smellinn Hunang eru einung- is til þess fallin að fá áheyrendur til að gráta Ný dönsk fortíðar. Askan, Eðlileg og Þokan eru auðgleyman- leg, mátt- og tilgangslítil. Eini ljósi punktur síðari hlutans er Náttúran, sem nálgast bestu stundir sveitar- innar hér í denn. Mögulega er helst til langt seilst í nýdanska nostalgíu með texta um „hunangs- og rjóma- bú“, en lagið er þrælskemmtilegt. Turninn á mjög góða spretti en er að minnsta kosti tveimur hæðum of hár. Næst þyrfti að notast við grimmari gæðastuðla og, fyrir alla muni, ekki láta Þröst Leó koma nálægt lagauppröðun aftur. Kjartan Guðmundsson Arfaslakur síðari hálfleikur TÓNLIST Turninn Ný dönsk ★★ Turninn rís hátt í byrjun en hrynur er á líður. Endurkoma Daníels Ágústs er vel þegin en slöku lögin eru of mörg. „Það eru þrettán ár síðan ég gaf út jazzplötuna Koss með Tómasi R. Einarssyni og hef ekki verið að syngja með tríói síðan,“ segir leik- og söngkonan Ólafía Hrönn Jóns- dóttir. Hún undirbýr nú dagskrá ásamt Ásgeiri Óskarssyni, Birni Thoroddsen og Gunnari Hrafns- syni sem þau munu fara með í grunnskóla og syngja. „Þeir eru búnir að vera með þessa dagskrá í tíu ár og Egill Ólafsson söng upprunalega með þeim. Við byrjum í nóvember, en erum byrjuð að æfa og búin að hittast heilmikið. Við munum fara í grunnskóla og tökum gamla þjóð- lagið Ljósið kemur langt og mjótt, láta það ferðast um hin ýmsu lönd og ég syng það í allskonar stílum. Þetta er svona tónlistarkennsla og svo er líka leikið og dansað,“ útskýrir Ólafía Hrönn sem er nú í óðaönn að undirbúa sýninguna Utan gátta, sem verður frumsýnd á föstudag í Þjóðleikhúsinu. Auk þess stefnir hún á frekara tón- leikahald þar sem hún mun syngja nokkur af sínum uppáhalds lögum. „Mér finnst svakalega skemmti- legt að syngja og væri til í að hvíla mig á leiklistinni til að sinna söngnum alfarið. Þótt ég vilji ekki fara frá leiklistinni væri rosalega gaman að geta gefið sig alla í þetta. Ég er alltaf að semja eitt- hvað og langar að gefa út aðra plötu. Mér finnst ég eiginlega þurfa að gefa út eina plötu enn,“ segir Ólafía Hrönn. - ag Langar að gefa út aðra plötu HEFUR GAMAN AÐ SÖNGNUM Ólafía Hrönn myndi vilja hvíla sig á leiklistinni og sinna söngnum alfarið. Hún semur tónlist og langar að gefa út aðra plötu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN www.forlagid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.