Fréttablaðið - 23.10.2008, Side 65

Fréttablaðið - 23.10.2008, Side 65
FIMMTUDAGUR 23. október 2008 49 KÖRFUBOLTI Óli Björn Björgvins- son, formaður körfuknattleiks- deildar Grindavíkur, er ekki sátt- ur við kollega sinn hjá KR, Böðvar Guðjónsson, sem hann segir hafa gengið á bak orða sinna um að senda bandarískan leikmann KR heim líkt og Grindavík og Kefla- vík hafa gert til að mynda. Grinda- vík reyndar sagði upp samningi við sinn mann en sendi hann ekki heim. „Ég átti símtal við Böðvar um það leyti sem lið voru að senda útlendingana sína heim og sagði honum að við ætluðum að senda útlendingana okkar heim. Þetta var á miðvikudegi. Böðvar sagði þá að þeir myndu líka segja sínum Kana upp og það kæmi tilkynning um það eftir hádegi á föstudegi. Ég beið og beið og aldrei kom neitt frá KR,“ sagði Óli Björn frekar ósáttur en hann segist ekki treysta Böðvari eftir þessa uppákomu. „Þá hafði Böðvar sett fram til- lögu um heiðursmannasamkomu- lagið í millitíðinni og skýlir sér á bak við það núna. Það er hans mál og ef honum líður betur eftir þetta er það bara gott mál. Ég held hann hafi aldrei ætlað að senda Kanann heim. Ég treysti ekki orðum þessa manns og þetta er ekkert nýtt hjá KR sem gerði heiðursmannasamkomulag við Keflavík í kvennaboltanum fyrir nokkrum árum um að nota ekki Kana. Daginn eftir mætti KR til leiks með Kana,“ sagði Óli Björn. Böðvar segir Óla Björn ekki fara með rétt mál. „Við töluðum saman á miðvikudagskvöldið og daginn eftir sendi ég tillögu að heiðursmannasamkomulagi frá mér. Ég sagði við Óla að það yrði að samþykkja tímabil án útlendinga ef við yrðum með. Þetta sem Óli segir er bara alls ekki rétt. Ég sagðist vera til í að spila bolta með öllum ef það yrði gert skriflegt samkomulag sem menn höfðu ekki áhuga á,“ sagði Böðvar sem telur þess utan líklegt að liðin í deild- inni muni fá sér Kana þegar nær dregur úrslitakeppni. Hann segir enn fremur að það kæmi sér ekki á óvart ef Damon Bailey myndi mæta í Grindavík- urbúningi er Grindavík sækir KR heim í byrjun nóvember. „Þeir segjast ekki treysta mér en hvernig á ég að treysta Grind- víkingum þegar Damon Bailey er enn í Grindavík? Við skulum bíða eftir 6. nóvember og verður áhuga- vert að sjá hvort Bailey verði þá í stúkunni, á skýrslu eða jafnvel byrji leikinn,“ sagði Böðvar. - hbg Formenn körfuknattleiksdeilda Grindavíkur og KR ásaka hvor annan um að fara með rangt mál: Körfuknattleiksdeildir KR og Grindavíkur í hár saman BÖÐVAR GUÐJÓNSSON Formað- ur körfuknattleiksdeildar KR segist ekki treysta Grindvíking- um frekar en þeir treysti honum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Þó svo Bandaríkja- maðurinn Damon Bailey sé ekki lengur með samning við Grinda- vík er hann enn staddur í Grindavík þar sem hann er aðstoðarþjálfari hjá meistara- flokki kvenna ásamt því sem hann þjálfar yngri flokka hjá félaginu. „Hann er að þjálfa hjá okkur og við erum mjög ánægðir með hann enda stórkostlegur þjálfari,“ sagði Óli Björn Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, sem þvertekur ekki fyrir að hann muni semja upp á nýtt við Bailey. „Það getur vel verið að hann dúkki upp í Grindavíkurbúningi síðar. Hann vill spila og fengist hugsanlega til þess að spila fyrir lítið ef eftir því væri leitað. Við tókum aftur á móti þá ákvörðun að spila með íslenskt lið og sú ákvörðun stendur þar til annað kemur í ljós,“ sagði Óli Björn. - hbg Bailey enn í Grindavík: Spilar kannski með Grindavík AFTUR Í GULT? Margir spá því að Bailey verði aftur kominn í gula búninginn er Grindavík sækir KR heim. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Kristinn Óskarsson fagnar 20 ára starfsafmæli í Garðabænum í kvöld þegar hann dæmir leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í Iceland Express- deild karla. Kristinn dæmdi sinn fyrsta leik 23. október 1988. Kristinn dæmdi fyrsta leikinn með Jóni Otta Ólafssyni og það var leikur á milli Njarðvíkur og Tindastóls í Ljónagryfjunni. Valur Ingimund- arson, sem nú þjálfar lið Njarð- víkur, lék með liði Tindastóls í þeim leik. Kristinn dæmir leikinn í kvöld með Einari Þór Skarphéð- inssyni en þetta verður 467. leikurinn sem hann dæmir í úrvalsdeild karla. - óój Kristinn Óskarsson: Hefur dæmt í deildinni í 20 ár Ásta B. Gunnarsdóttir FYRIRLIÐI FRAM N1 deild kvenna N1 deild karla Fimmtudagur 23. október Fimmtudagur 23. október Fimmtudagur 23. október Fimmtudagur 23. október Laugardagur 25. október Laugardagur 25. október Laugardagur 25. október Laugardagur 25. október Ragnhildur R. Guðmundsdóttir FYRIRLIÐI FH HANDBOLTAVEISLAN HELDUR ÁFRAM KL. 18:00 HK – STJARNAN Digranes KL. 19:30 HAUKAR – FRAM Ásvellir KL. 20:00 HK – VÍKINGUR Digranes KL. 19:30 AKUREYRI – VALUR Höllin Akureyri KL. 16:00 STJARNAN – FH Mýrin KL. 16:00 FYLKIR – GRÓTTA Fylkishöll KL. 16:00 VALUR – HAUKAR Vodafone höllin KL. 13:00 FRAM – FH Framhús

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.