Fréttablaðið - 23.10.2008, Page 66

Fréttablaðið - 23.10.2008, Page 66
50 23. október 2008 FIMMTUDAGUR HANDBOLTI Það urðu óvænt þjálf- araskipti hjá Íslandsmeisturum Stjörnunnar í upphafi Íslandsmóts kvenna í handbolta þegar Ragnar Hermannsson hætti með liðið eftir aðeins tvo leiki. Við búinu tók Atli Hilmarsson og er hann því farinn að þjálfa dóttur sína, Þorgerði Önnu Atladóttur. Þorgerður er gríðarlegt efni en hún er farin að þenja netmöskvana þó að hún sé aðeins 16 ára gömul. Koma pabba gamla hefur greini- legt haft frábær áhrif því hún hefur skorað sex mörk í báðum leikjunum undir stjórn hans en skoraði „bara“ fjögur mörk sam- tals í fyrstu tveimur leikjunum. „Ég er búin að eiga tvo ágæta leiki og vonandi gengur bara vel í næsta leik líka,“ segir Þorgerður Anna. Báðir foreldrar hennar leggja mikla áherslu á í viðtölum að hún sé bara 16 ára gömul en þrátt fyrir ungan aldur leyna hæfileikarnir sér ekki inni á vellinum. Alltaf verið þjálfari númer tvö Þorgerður var ánægð með að pabbi hennar tóku við liðinu. „Það var fínt að fá hann sem þjálfara. Hann þekkti allar stelpurnar og hann hefur alltaf verið þjálfari númer tvö hjá mér. Mér líður mjög vel með pabba sem þjálfara. Fyrst fannst mér þetta skrítið en ég var fljót að venjast þessu enda vön að hafa hann öskrandi uppi í pöllum,“ segir Þorgerður. Móðir hennar, Hildur Kristjana Arnardóttir, segir Þorgerði hafa vonast eftir því lengi að fá Atla sem þjálfara hennar. „Hún er búin að vera að biðja hann um það lengi að þjálfa hana. Hann hefur alltaf sagt nei,“ segir Hildur. Hún segir aðkomu Atla að liðinu nú hafa snú- ist um annað. „Hann var bara að bjarga liðinu því það var ómögu- legt að þær væru þjálfaralausar. Fyrsta hugsunin var að hjálpa til og það var gott að hann gat það,“ segir Hildur. Svífur ekkert en neglir bara Þorgerður er þegar orðin mikil skytta og svakalega skotföst en hvaðan kemur skotharkan? „Nú veit ég ekki. Pabbi var laus og sveif en ég svíf ekkert og þá bara neglir maður,“ segir Þorgerð- ur í léttum tón. Hún hefur verið lengi í kringum handbolta og er viss um að það hafi hjálpað sér að verða betri. „Þegar ég var yngri þá var pabbi alltaf að þjálfa og ég var alltaf að skottast með á æfing- um. Ég er búin að vera að æfa lengi og það er bara að skila sér,“ segir Þorgerður. Þorgerður segir föður sinn ekki vera mjög gagnrýninn en hann gefi henni oft góð ráð. „Við náum mjög vel saman,“ segir Þorgerður sem talar um að hún og pabbi hennar tali oft um það sem betur má fara í bílnum á leiðinni heim. „Ef það var ekki eitthvað gott þá segir hann manni að ég mætti gera þetta aðeins betur. Svo segir hann manni líka hvað var gott,“ segir Þorgerður og hún er líka í miklu sambandi við bróður sinn Arnór. Í miklu sambandi við Arnór „Ég er í mjög miklu sambandi við Arnór og það er fínt að fá ráð frá bæði pabba og Arnóri. Arnór veit alveg hvað ég er að fara í gegnum núna,“ segir Þorgerður en Atli Hilmarsson þjálfaði einnig son sinn Arnór Atlason þegar hann var að stíga sín fyrstu sport í KA- liðinu í kringum aldamótin. Atli gerði þó KA-liðið ekki að Íslandsmeisturum fyrr en Arnór var farinn í atvinnumennsku til Þýskalands. Arnór er nú lykilmað- ur í íslenska landsliðinu og spilar með danska liðinu FCK Håndbold í Kaupmannahöfn. „Hann er mikil fyrirmynd fyrir hana og hún hefur lært heilmikið af honum. Hún hefur séð hvað Arnór hefur þurft að hafa fyrir þessu og veit því hvað til þarf,“ segir Hildur. Hún vonast til að Þorgerður verði heppnari með meiðsli en bróður hennar. „Þau eru mjög ólík, sem karakterar og sem leikmenn líka. Hún er skyttan og er miklu meiri skytta en bróður hennar. Þau eru bæði mjög metn- aðargjörn og dugleg en Arnór er miklu rólegri,“ segir Hildur um systkinin. Hildur var líka í handboltanum en hætti snemma. „Hún vill meina að hún hafi verið eitthvað öflug. Ég held að hún hafi verið útispil- ari eins og við öll hin,“ segir Þor- gerður en móðir hennar lék með Stjörnunni og Víkingi á sínum tíma. Tala ekki bara um handbolta „Það hafa margir spurt af því hvort við tölum um eitthvað annað en handbolta en þetta er mjög venjulegt heimilislíf,“ segir Þor- gerður en það er von að maður spyrji þegar allir í fjölskyldunni hafa verið á kafi í handbolta. Fyrirgefið, allir nema einn. Yngsta barnið, hinn 14 ára gamli Davíð Atli, ætlar víst að velja fót- boltann og Þorgerður styður bróð- ur sinn í því vali. „Mér finnst það fínt hjá honum því hann á bara að gera það sem vill sjálfur,“ segir Þorgerður. Júlíus Jónasson valdi Þorgerði í æfingahóp landsliðsins á dögun- um og æfði hún með liðinu í síð- ustu viku. „Það er viss heiður og gaman að fá að vera með. Þetta var gaman. Ég vona að þetta tækifæri komi aftur bráðlega,“ segir Þorgerður sem gat þó ekki alveg beitt sér að fullu þar sem hún hefur verið að glíma við meiðsli á ökkla. Erfitt að vera uppi í stúku „Ég átti ekki að vera með á móti Fram en mér finnst voðalega erf- itt að vera uppi í stúku og horfa á. Ég teipaði mig bara og var bara með,“ segir Þorgerður ákveðin og hún ætlar að vera með þegar Stjarnan mætir HK í Digranesi í kvöld. ooj@frettabladid.is Líður mjög vel með pabba sem þjálfara Þorgerður Anna Atladóttir hefur vakið mikla athygli í fyrstu umferð N1-deildar kvenna. Hún hefur skorað samtals 12 mörk, í tveimur leikjum, síðan faðir hennar, Atli Hilmarsson, tók við Stjörnuliðinu. SKOTFÖST Þorgerður Anna Atladóttir er mikil skytta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FEÐGININ SAMAN Atli Hilmarsson og Þorgerður Anna Atladóttir eru í aðalhlutverki hjá Stjörnunni í N1-deild kvenna í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LEIKIR OG MÖRK ÞOR- GERÐAR ÖNNU Í VETUR Ragnar Hermannsson þjálfari 29-26 sigur á Haukum 3 mörk 22-19 sigur á Val 1 mark Mörk að meðaltali í leik 2,0 Atli Hilmarsson þjálfari 28-18 sigur á Gróttu 6 mörk 30-21 sigur á Fram 6 mörk Mörk að meðaltali í leik 6,0 KÖRFUBOLTI Páll Axel Vilbergsson komst í fámennan hóp með því að skora 80 stig í fyrstu tveimur umferðum Iceland Express-deild- ar karla en hann var aðeins þriðji leikmaðurinn sem nær því síðan úrvalsdeildin tók upp núverandi fyrirkomulag haustið 1996. Hinir tveir eiga það sameiginlegt með Páli Axel að hafa skorað öll þessi stig fyrir Grindavík. Darryl Wilson á metið en þessi litli snaggaralegi bakvörður skor- aði 91 stig í fyrstu tveimur leikj- um Grindavíkur haustið 1997. Wil- son skoraði fyrst 38 stig í 16 stiga útisigri á Val en bætti síðan um betur í næsta leik sem fór fram í Jakanum á Ísafirði. Wilson skoraði þá 53 stig í 102- 87 sigri á KFÍ. Wilson þurfti alls 60 skot til að skora þessi stig sín í þessum tveimur leikjum en hann setti niður 13 af 23 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Darrel Lewis bættist í hópinn sjö árum síðar þegar hann skoraði 81 stig fyrir Grindavík í tveimur fyrstu umferðunum. Lewis skoraði fyrst 35 stig í tíu stiga heimasigri á Snæ- felli en var síðan gjörsam- lega óstöðvandi þegar hann setti niður 46 stig í 134-111 heimasigri á Hamar/Selfoss í 2. umferð. Ólíkt Wilson sem spilaði báða þessa leiki á útivelli þá spilaði Lewis sína báða leiki heima. Lewis þurfti 50 skot til að skora þessi stig sín en hann hitti úr 9 af 15 þriggja stiga skot- um sínum í þessum tveimur leikjum. Páll Axel Vilbergsson hefur átt tvo stórleiki í röð og er sá fyrsti (síðan 1996) sem hefur skorað 39 stig eða meira í fyrstu tveimur leikjum tímabils- ins. Páll Axel hefur hitt úr 65,9 pró- sentum skota sinna, þar af hefur hann sett niður 13 af 18 þriggja stiga skotum sínum sem gerir magnaða 72,2 prósenta þriggja stiga nýtingu. Páll Axel hefur einnig tekið fleiri fráköst og gefið fleiri stoðsendingar en þeir Wil- son og Lewis náðu þegar þeir kom- ust í 80 stiga klúbbinn. - óój Skotsýning Páls Axels Vilbergssonar í fyrstu tveimur umferðum Iceland Express-deildar karla í körfubolta: Aðeins tveir hafa skorað meira í byrjun 40 STIG Í LEIK Páll Axel Vilbergsson hefur verið með skotsýningu í fyrstu tveimur umferðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FLEST STIG Í FYRSTU 2 UMFERÐUNUM: (Frá 1996) Darryl Wilson, Grindavík 1997 91 Darrel Lewis, Grindavík 2004 81 Páll Axel Vilbergsson, Grind. 2008 80 André Bovain, Breiðablik 1996 75 Michael Jackson, ÍA 1998 75 Darrell Flake, KR 2002 74 David Bevis, KFÍ 1997 72 Brenton Birmingham, Grind. 1999 72 FÓTBOLTI Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Vals, sem hefur komið til baka á mettíma eftir slit á hásin síðasta vetur, verður ekki með íslenska landsliðinu í fyrri umspilsleiknum á móti Írum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari valdi Maríu Björg Ágústsdóttur og Söndru Sigurðardóttur sem markverði liðsins í leiknum í Dublin á sunnudaginn. Sigurður Ragnar skildi líka eftir Málfríði Sigurðardóttur (Val), Fanndísi Friðriksdóttur (Breiðabliki) og Þórunni Helgu Jónsdóttur (KR) en þær voru eins og Guðbjörg í 23 manna hópi sem hann valdi fyrir þessa tvo umspilsleiki um sæti í lokakeppni EM í Finnlandi á næsta ári. -óój Írlandshópurinn er klár: Guðbjörg situr eftir heima EKKI MEÐ Guðbjörg Gunnarsdóttir þarf að bíða um sinn eftir fyrsta landsleikn- um eftir meiðslin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, staðfesti í viðtali við ítalska dagblaðið La Gazzetta dello Sport í gær að Mílanó-félagið hefði áhuga á að fá David Beckham á lánssamningi frá LA Galaxy. Enski landsliðs- maðurinn hefur verið að leita að félagi til þess að æfa með á meðan MSL-deildin bandaríska fer í frí til þess að halda sér í formi og vera þannig gjaldgengur fyrir undankeppni HM 2010 með Englandi. Galliani segir áhugann gagnkvæman og gerir enn fremur ráð fyrir því að Beckham æfi ekki bara, heldur spili einnig með AC Milan í Serie A-deildinni og UEFA-bikarnum. „Hann vill koma og við viljum fá hann. Hann yrði vissulega góð viðbót við leikmannahóp okkar,“ segir Galliani. - óþ Adriano Galliani, AC Milan: Beckham vill koma í janúar TIL ÍTALÍU? David Beckham mun að öllum líkindum ganga til liðs við AC Milan á lánssamningi í janúar. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.