Fréttablaðið - 23.10.2008, Síða 70

Fréttablaðið - 23.10.2008, Síða 70
54 23. október 2008 FIMMTUDAGUR og ég setti ýmislegt úr fari hans í persónusköpunina, sérstaklega útlit og áhuga hans á Snorra, en ég myndi aldrei nota raunverulegan mann beint sem fyrirmynd persónu í sögum mínum. Til dæmis er séra Magnús með beinagrindur í skáp- um sínum og mér myndi aldrei detta í hug að gefa til kynna að Geir Waage væri með neitt slíkt í sínum skápum – það væri mjög ósann- gjarnt gagnvart Geir,“ segir Ege- land. Norski rithöfundurinn segir norsku þjóðina fylgjast grannt með gangi mála í þeim efnahagslega ólgusjó sem Ísland gengur nú í gegnum. Tom Egeland, sem er eink- ar viðræðugóður, segist vissulega eiga eftir að sækja landið heim þó ekki sé nema sem ferðamaður. En það sé undir Forlaginu komið hvort hann komi til að fylgja útgáfu bók- arinnar eftir. Ekki náðist í Geir Waage þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir. jakob@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. lappi, 6. í röð, 8. mál, 9. stefna, 11. í röð, 12. land í Asíu, 14. mælieining, 16. gat, 17. breið, 18. fley, 20. tvíhljóði, 21. traðkaði. LÓÐRÉTT 1. fituskán, 3. ólæti, 4. köldusótt, 5. angan, 7. súlur, 10. þrí, 13. skammstöfun, 15. innyfli, 16. einatt, 19. holskrúfa. LAUSN LÁRÉTT: 2. sami, 6. rs, 8. tal, 9. átt, 11. lm, 12. kórea, 14. lítri, 16. op, 17. víð, 18. far, 20. au, 21. tróð. LÓÐRÉTT: 1. brák, 3. at, 4. malaría, 5. ilm, 7. stólpar, 10. trí, 13. etv, 15. iður, 16. oft, 19. ró. „Það er kaffi. Þegar ég er heil- brigður fæ ég mér smoothie með frosnum afurðum heimsins og íslensku skyri. Og svo aðeins meira kaffi.“ Páll Eyjólfsson umboðsmaður Björk fer ekki fögrum orðum um Samfylkinguna í nýlegu viðtali við bandarísku tónlistarsíðuna Pitchforkmedia.com. „Um leið og þetta fólk komst til valda með öllum þessum Dick Cheney-um og George Bush-um Íslands var vitað mál hvað myndi gerast. Kannski blinduðust þau vegna aukinna valda því allt í einu vildu þau byggja álver,“ segir Björk. „Iðnaðar-, umhverfis- og utanríkisráðherrar landsins koma úr þessum flokki. Fyrir kosningar birtu þeir lista í fjölmiðlum þar sem þeir sögðust ætla að vernda landið. Núna er hægt að strika öll lof- orðin út af listanum. Ég held að ástæðan fyrir þessum sinnaskiptum séu þessir íhaldssömu kapítalistar í stjórninni sem fæddust á milli 1940 og 1950. Þeir stjórna öllu og þannig hefur það alltaf verið,“ segir hún. Björk gagnrýnir svo umhverfisráðherra fyrir að hafa viljað hætta við umhverfismat vegna álvers í Helguvík. Eftir mikla gagnrýni hafi hún loks skipt um skoðun. Núna segir Björk að sama hljóðið sé komið í strokkinn vegna efnahagskreppunnar og allir vilji á nýjan leik gefa skít í allt umhverfismat. Björk nefnir tölvuleikjafyrirtækið CCP sem vel heppnað mótvægi við byggingu álvera. Þar starfi fjögur hundruð manns sem sé sami fjöldi og vinni í álverum. Þar séu aftur á móti ekki unnin skítverk fyrir Alcoa á lágum launum, rétt eins og gengur og gerist í þriðja heims ríkjunum, með allri mengun- inni sem því fylgir. „Við eigum að stofna fyrirtæki með Íslendinga innanborðs, bæði með verkafólki og fólki í æðri stöðum, sem uppgötvar nýja hluti sem haldast í landinu.“ Björk skammar Samfylkinguna BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR Björk fer ekki fögrum orðum um Samfylkinguna í viðtali við tónlistarsíðuna Pitchfordmedia. com. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Quentin Tarantino hefur leitað til förðunarsérfræðingsins Hebu Þórisdóttur og fengið hana til að stjórna förðuninni í nýjustu kvikmynd sinni, Inglorius Bastards. Stór- stirnið Brad Pitt er þar í aðalhlutverki ásamt Diane Kruger, sem leikur ein- mitt aðalhlutverkið í kvikmynd Baltasars Kormáks, Inhale. Reyndar eru fleiri Íslands-tengingar við þessa nýjustu kvik- mynd Tarantino því kvikmyndaleik- stjórinn Eli Roth leikur einnig lítið hlutverk í mynd- inni. En Tarantino og Roth eru sennilega einhverjir dyggustu Íslandsvinirnir sem sögur fara af. Inglorius Bastards er beðið með mikilli eftir- væntingu enda stóðst síðasta mynd Taran- tinos, Grindhouse, engan veginn þær vænt- ingar sem til hennar voru gerðar. Inglorius Bastards hefur verið töluvert lengi í vinnslu. Hún gerist í seinni heimsstyrjöldinni og segir frá hópi bandarískra gyðinga í amer- íska hernum sem er falið að höggva stórt skarð í herlið nasista í Frakklandi. Á leið sinni komast þeir í kynni við unga stúlku í París en hún rekur kvikmyndahús sem jafnan er troðfullt af þýskum her- mönnum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Brad Pitt sest í stólinn hjá Hebu á þessu ári því hún stjórnaði einnig allri förðun í kvikmyndinni The Curios Case of Benjamin Button sem David Fincher leikstýrir og verður væntanlega frumsýnd seint á þessu ári. Þar leikur Pitt aðalhlutverkið á móti gæðaleik- konunum Tildu Swinton og Cate Blanchett. - fgg Brad Pitt sest í stólinn hjá Hebu Í FAÐMI STÓRSTJARNA Heba Þórisdóttir mun sjá um förðun á stórstirninu Brad Pitt í kvikmyndinni Inglorius Bastards eftir Quentin Tarantino. Í ANNAÐ SINN Þetta er í annað skiptið sem Heba kemur að gerð kvik- myndar með Brad Pitt. Hin er The Curios Case of Benjamin Button. „Jú, jú, það er engin tilviljun að séra Magnús er með grátt hár, gleraugu og geithafursskegg. Og er forfall- inn áhugamaður um Snorra,“ segir norski rithöfundurinn Tom Ege- land. Út er komin bókin „Verðir sátt- málans“ eftir Tom Egeland, norska rithöfundinn sem sló í gegn með bók sinni „Við enda hringsins“. Þegar hún kom út á íslensku fyrir um þremur árum kom Egeland til Íslands, bæði til að fylgja bókinni eftir sem og að afla sér efniviðar í næstu bók sína. Egeland segir enda Ísland, sögu landsins og umhverfi, leika stórt hlutverk í „Vörðum sátt- málans“. Egeland sótti meðal ann- ars Reykholt heim og naut leið- sagnar sóknarprestsins að Reykholti, séra Geirs Waage, dag- stund. Geir sýndi Egeland og konu hans safn sem er að Reykholti, Snorralaug og húsakynni auk fornra handrita sem Geir á í eigu sinni. Í nýju bókinni, og er þar vísað til ársins 2007, finnst sóknarprest- urinn Magnús dáinn í Snorra- laug. Honum hefur verið drekkt: „Séra Magnús er dáinn. Hann flýtur á grúfu, líkt og hann hafi dregið djúpt andann og sé að skoða eitthvað á botni laugarinnar. Sítt hárið myndar gráan geislabaug í vatninu. Hvítar hendurnar fljóta í gáruðu vatnsborðinu,“ segir í bók- inni. Ekki er þó hin minnsta ástæða til að ætla þetta kaldar kveðjur norska rithöfundarins til sóknarprestins að Reykholti. Þvert á móti lýkur Tom Egeland miklu lofsorði á Geir og segir aðstoð hans við ritun bókar- innar ómetanlega. „Ef þú spyrð hvort „Geir Waage“ sé sá hinn sami og „séra Magnús“ þá er svarið bæði já og nei. Augljóslega varð ég fyrir áhrifum þegar ég hitti Geir Waage TOM EGELAND: ENGIN TILVILJUN AÐ KLERKUR LÍKIST GEIR WAAGE Norskur rithöfundur drepur sóknarprestinn í Reykholti LÍK Í SNORRALAUG Tom Egeland aflaði sér efnivið- ar í bókina Verðir sáttmálans á Íslandi, en þar er presti drekkt í Snorralaug og minnir persón- an óneitanlega mjög á Geir Waage, sóknarprest í Reykholti sem sést hér til vinstri. Af og frá er að telja þetta kaldar kveðj- ur frá norska rithöfundinum sem naut leiðsagnar hans um Reykholt. Munum eftir að kveikja á útiljósunum Nú þegar farið er að myrkva úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín til að auðvelda blaðberum Fréttablaðsins aðgengi að lúgu. Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454 Tímaritið Grapevine hélt upp á fimm ára afmæli sitt fyrr á árinu og nú í desember mun fimmti ritstjóri blaðsins taka við. Það er Haukur Magnússon, gít- arleikari í Reykja- vík! sem hefur verið blaðamað- ur á Grapevine og víðar um hríð. Fráfarandi ritsjóri, Sveinn Birkir Björnsson, ætlar að snúa sér að öðru og líklega fara í nám. Þess má geta að hvorki Fons, Gaumur né Spons standa að útgáfu blaðsins, heldur sömu fjórir menntaskólavin- irnir og settu það á fót. Svo virðist sem Golfblaðið, sem Birtingur gaf út, sé lagst í dvala hvort sem það mun koma úr híði sínu í vor eða ekki. Hinn skeleggi golfáhugamaður, grínari og blaðamaður, Sveinn Waage, hefur nú mun- strað sig sem blaðamann á DV. Nýsköpun tungumálsins fer eink- um fram meðal unglinga sem nú munu vera að prufa nýja sögn: Að „haardera” í merkingunni að gera nákvæmlega ekki neitt. Bloggarinn, og fyrrverandi kennarinn, Gísli Ásgeirsson, fer hamförum núna og virðist sem efnahagsþrengingar hafi orðið til að vekja vísnasmiðinn í honum því nú er ort sem aldrei fyrr á síðu hans. Gísli gerir sér mat úr hugtakinu í leirburði sem hann kennir við alteregó sitt, Högna Más- son: Heilmargt átti hann að laga/haar- deraði alla daga./ Íslendinga allir klaga/úti í löndum skulda þeir./Heimt- ar fólkið: „Hættu, Geir.” -drg, jbg FRÉTTIR AF FÓLKI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.