Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 18
18 15. nóvember 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is UMRÆÐAN Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar um verðtryggð lán Verðtryggðar skuldir heimilanna eru nú rúmir 1.400 milljarðar króna og hækka um tugi milljarða um hver mánaðamót. Seðla- bankinn spáir að verðbólga aukist enn og fari yfir 20% í upphafi næsta árs. Verðtryggðar skuldir heimilanna munu því áfram hækka og áfram verður gengið á eignir fólks og kaupmáttur skertur. Í ljósi þessa þarf engan að undra að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vilji að verðtrygging verði afnumin. Verðtryggingin er ekki einungis óréttlát, hún er einnig andstæð eignarréttarákvæði stjórnarskrár- innar. Segjum sem svo að ég safni tveimur milljón- um króna fyrir útborgun í 20 milljóna króna íbúð og taki 18 milljónir að láni. Eftir að ég kaupi íbúðina tekur við verðbólgutíð eins og sú sem nú stendur yfir og ársverðbólga reynist 15%. Verðtryggingin gerir það að verkum að höfuðstóll og afborganir lánsins hækka mikið og aðeins einu ári eftir að ég keypti íbúðina og lagði út tvær milljónir af eigin fé er lánið komið í 20,8 milljónir! Tveggja milljón króna eignaskerðing hefur því orðið í krafti verðtryggingaráhrifa og ég sit eftir með eintómar skuldir þrátt fyrir að hafa borgað af láninu í heilt ár. Ég hef því verið sviptur eign minni. Fólki er nauðugur einn sá kostur að koma sér og sínum þaki yfir höfuðið, enda er húsaskjól slík grundvallarnauðsyn að hún er tilgreind í Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hér á landi hefur leigumarkaðurinn verið ónýtur og húsnæð- isverð hækkaði um 84% frá árinu 2003 til 2007. Laun flestra héldu ekki í við þá verðhækkun. Þorri fólks hefur því neyðst til að taka sér há lán til að koma sér þaki yfir höfuðið og á húsnæðislánamarkaði eru verðtryggð lán það eina sem býðst. Það má því ljóst vera að taka verðtryggðra lána hlýtur í flestum tilvikum að vera þvinguð en ekki frjáls og valkvæð, og þannig andstæð grundvallar- reglum samningaréttar og undirstöðurökum eignarréttarverndar. Verðtrygging er ekki náttúrulögmál. Hún er sá skattur sem lagður er á almenning hér á landi til að viðhalda dvergvöxnum gjaldmiðli og til að bæta upp fyrir mistæka peningastjórn. Örlög fjölda lántak- enda ráðast í verðbólgutíð næstu mánaða og því verður að breyta eða afnema verðtryggingu lána. Réttlætiskennd almennings og stjórnarskráin bjóða ekki upp á annað. Höfundur er ríkisstarfsmaður. Brot á stjórnarskrá GUÐMUNDUR HÖRÐUR GUÐMUNDSSON Á síðustu árum hefur berlega komið í ljós að leikjagleði eldist ekki af fólki. Óvissuferðir hafa til dæmis færst í vöxt og eru með ýmsu móti. Þær geta endað í berjamó, leikhúsi í Lundúnum, sundlaug í nágranna- bæ, hestaferð, eða á sólarströnd. Slíkar ferðir eru skemmtilegt fyrirbæri, sérstaklega fyrir þá sem njóta þess að láta koma sér á óvart. En til eru þeir, sem jafnvel við slíkar aðstæður vilja vita hvert þeir eru að fara og hvers vegna. Við Íslendingar höfum nú verið drifnir í óvissuferð sem enginn var búinn undir. Ferðin er allt annað en þægileg og fagurgræn tún hvergi í augsýn, en það er óvissan um áfangastað sem bítur. Nýr akur Í umróti dagsins er áhugavert að sjá almenning vakna af værum blundi og sérstaklega gaman hvað listamenn þjóðarinnar eru vakandi og virkir. Það þýðir ekki endilega að maður sé sammála öllu sem rætt er og ritað, en framlag þeirra gerir umræðuna beittari og litríkari. Listamenn stíga gjarnan fram á sviðið þegar þjóð þeirra lendir í þrengingum og við ber að það hafi í för með sér beina þátttöku í stjórnmálum. Kannski leynist íslenskur Havel í skálda- hópnum, hver veit. Þau hamskipti hafa orðið á Íslendingnum að nú horfir hann með stakri velþóknun á litla og sparneytna bíla og reiðhjól. Lúxusjeppar eru ekki lengur stöðutákn. Efnahagsmál eru mál málanna og menn sitja límdir yfir viðtalsþáttum og fréttum þar sem hver sérfræðingurinn eftir annan tjáir sig um leiðir og lausnir. Ekki ber öllum saman og það ruglar þá sem ekki eru sterkir á efnahags- sviðinu, en þyrstir í að fá botn í stöðuna og heyra um úrræði sem duga. Þrátt fyrir allt þetta er mörgum hálfpartinn létt við að sjá aftur fram á þjóðfélag sem það skilur, þar sem stærðir og leikreglur eru innan ramma venjulegs lífs. Þegar umgjörð samfélagsins rofnar eins og nú hefur gerst, opnast ný tækifæri. Nýr akur fyrir skapandi hugsun og sterkan vilja verður til. Sé tómarúm við slíkar aðstæður getur allt gerst. Áskrift að stjórnmálaflokkum er liðin tíð. Öflugt samskiptakerfi Félagskerfi nútímans er afar áhugavert. Á árum áður þegar karlar voru á vinnumarkaðnum en konur framkvæmdastjórar heimilisins litu vinir og nágrannar inn í tíma og ótíma til að ræða málin en krakkarnir léku sér saman á götum og í görðum. Eftir að konur urðu virkir þátttakendur á vinnumarkaðnum og börnin fóru á dagheimili og í leikskóla sjást krakkar ekki í útileikjum í íbúðarhverfum og óvæntar heimsóknir vina hafa nánast lagst af. Konur og karlar eiga sín samskipti á vinnustöðum, golfvöll- um, í ræktinni og víðar. Alls kyns kvennahópar hafa sameinað kraftana og standa vörð um hagsmuni sína og sjónarmið. Óneitanlega meira spennandi félagskerfi en hversdagsspjall við konurnar í næstu görðum meðan verið er að hengja út þvottinn. Þó veit ég um konur sem tækju snúru- spjallið fram yfir fundi og frama ættu þær þess kost. Þegar bloggið og fésbókin koma til sögunnar verður til annars konar samskiptakerfi. Samræða hefst milli fólks á öllum aldri og af báðum kynjum. Milli almennings og forystumanna. Fólk tjáir sig um hvaðeina sem því kemur í hug á Netinu, ókunnugt fólk tekur undir eða andmælir og kunningsskapur verður til. Sjálfstraust vex og aðrir miðlar vekja athygli á því sem er áhugavert. Þó að slúður og óhróður finnist á þessu samskiptaneti býður það upp á mikla hvatningu og uppörvun og er mun áhrifa- meira í umræðunni en fólk áttar sig á. Opinber mótmæli eru eðlileg viðbrögð við óbærilegu ástandi sem enginn skilur og mun heilbrigðari en að leggjast í doða og aðgerðaleysi. En þegar þess er krafist að skipt sé um áhöfn í miðjum brimgarðinum, án þess að vera með sambærilegan mannskap til að taka við, kemur mér í hug maður sem var borgarstjóri í Reykjavík á ofanverðri síðustu öld. Þegar einn borgarfulltrúinn gerði honum lífið leitt með sífelldum árásum í ræðu og riti vegna málaflokks sem hann fullyrti að væri forkastanlega illa sinnt, leysti hann málið með því að setja mann- inn yfir viðkomandi nefnd. Eftir það heyrðist hvorki hósti né stuna um þetta málefni, en ekkert var heldur gert í nefndinni það sem eftir lifði kjörtímabilsins. Sem stendur erum við öll á sama báti. Áttavitinn er týndur og veðurspáin lofar ekki góðu. Margt bendir til þess að við verðum öðruvísi á leiðarenda en í upphafi ferðar. En núna ríkir óvissan ein. Óvissuferð JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | Leiðin framundan Ekkert maraþonhlaup Jón Axel Ólafsson ofurbloggari segir á heimasíðu sinni í gær að líklega hefði franska stjórnarbyltingin aldrei orðið ef bloggið hefði verið komið til sög- unnar árið 1789. Vill hann meina að reiðir franskir byltingarsinnar hefðu fengið útrás á bloggsíðum sínum og skilið heykvíslarnar eftir heima. Með sömu rökum mætti segja að ef Forngrikkir hefðu haft aðgang að tölvupósti væri maraþonhlaupið ekki til. Herör gegn óbragði Starfsfólk innheimtufyrirtækja hefur í nógu að snúast þessa dagana. Íslendingar setja hvert metið á fætur öðru í skuldasöfnun þó að enginn þori að spá fyrir um hverjar heildarskuldirnar séu í raun og veru. Eitt er þó víst að skuldabaggi almennings eykst með hverjum degi og aðgerðir innheimtufyrirtækjanna fylgja. Nú ber svo við að innheimtufyrirtækið Intrum Justitia býður upp á mintur í sérmerktum álboxum. Því má spyrja hvort mintunum sé ætlað að losa fólk við óbragðið af greiðslun- um? Allir í röð Borið hefur á auknum ólátum í miðborg Reykja- víkur að undanförnu og vilja menn tengja það við gremju lands- manna yfir ástandi efnahagsmála. Þeim sem hyggjast haga sér illa skal rétti- lega bent á 5. grein lögreglusamþykktar fyrir Reykjavíkurborg þar sem segir að þegar fjölmenni safnist saman á almannafæri skuli fólk að jafnaði raða sér þannig að þeir, sem fyrstir koma, fái fyrstir afgreiðslu. Fari borgar- arnir ekki eftir þessu eiga þeir á hættu að löggan mæti og taki á málum. olav@frettabladid.is F ormaður Sjálfstæðisflokksins hefur boðað til landsfund- ar í janúarlok til þess að taka ákvörðun um afstöðuna til Evrópusambandsins. Segja má að þessi ákvörðun komi vonum seinna. Hún er málefnalegt og gott skref. Niður- staðan er ekki gefin. Ljóst er á hinn veginn að hún mun hafa afgerandi áhrif á þróun íslenskra stjórnmála og framtíðar- stöðu Íslands á hvern veg sem hún verður. Fram til þessa hefur afstaða Sjálfstæðisflokksins til Evrópu- sambandsins byggst á hagsmunamati. Það hefðu því verið skýr svik við kjósendur ef ekki hefði verið talið að efni stæðu til end- urmats eftir það sem á undan er gengið. Reyndar má segja að ljóst hafi verið um nokkurn tíma hvert stefndi og endurmat væri óhjákvæmilegt. Skiptar skoðanir innan flokksins skýra væntan- lega þá varfærnistefnu sem fylgt hefur verið. Eðlilegt er að spyrja hvað gerist ef landsfundur Sjálfstæðis- flokksins hafnar aðild. Ekki er sjálfgefið að það leiði til tafar- lausra stjórnarslita. Ástæðan er sú að Samfylkingin á eins og sakir standa ekki kost á öðru stjórnarsamstarfi sem líklegra er til að taka á þessu viðfangsefni. Hins vegar væri þá komin upp eins konar stjórnarkreppa með því að ríkisstjórnin væri þá stefnulaus í peningamálum. Með því að segja nei myndi landsfundur Sjálfstæðisflokksins skera á sterkustu líftaugar flokksins. Þær liggja inn í atvinnulífið og verkalýðshreyfinguna. Trúlega myndi hann þá þróast úr breið- fylkingu allra stétta yfir í þröngan hægri flokk. Hætt er við að stjórnarmyndunarkostir yrðu við svo búið að sama skapi þröngir. Verði svarið já á flokkurinn möguleika á að treysta á ný böndin við helstu baklönd sín. Möguleikarnir á að kalla til baka þá kjósendur sem hann hefur verið að missa að undanförnu ættu að aukast. Með forystu um endurreisn á grundvelli nýrrar peningastefnu og aðildar að Evrópusambandinu er líklegt að Sjálfstæðisflokkur- inn gæti tryggt sér áframhaldandi ríkisstjórnarsetu að kosning- um loknum. Eins og sakir standa verður ekki séð að annars konar stjórnarmynstur væri líklegt til að koma málinu heilu í höfn. Af stjórnskipulegum ástæðum eru kosningar nauðsynlegar fyrr en síðar áður en þeirri sjóferð lýkur. Síðan spyrja menn: Klofnar Sjálfstæðisflokkurinn við þetta endurmat? Segi hann nei bendir flest til að stór hluti kjósenda hverfi annað. Klofningur verður að teljast fremur ólíklegur þó að svarið verði já. Víst er að hann yrði aldrei eins alvarlegur eins og atkvæðaflóttinn. Þriggja manna bankastjórn Seðlabankans sýnist hafa beitt öllum pólitískum áhrifamætti sínum síðustu vikur til þess að koma í veg fyrir samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og sam- komulag við Breta. Flest bendir til að það hafi verið liður í þeirri pólitík bankans að verja framtíð krónunnar og hindra hugsanlega aðild að Evrópusambandinu. Fróðlegt verður því að fylgjast með hvernig bankastjórnin beitir sér á næstu vikum bæði opinberlega og á bak við tjöldin. Á endanum ræður þjóðin í allsherjaratkvæðagreiðslu. Þó blasir við að í raun ráðast úrslitin um aðildarumsókn á þeim aukalands- fundi Sjálfstæðisflokksins sem nú hefur verið boðað til. Staða Íslands í alþjóðasamfélaginu í framtíðinni mun öðru fremur velta á þeirri ákvörðun. Af sjálfu leiðir að umræðan næstu vikur verð- ur að öllum líkindum annað og meira en innanbúðaríhugun. Eftir mikilvæginu ætti hún að verða þjóðarumræða. Já eða nei: Þjóðarumræða ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.