Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 40
Hátíðarfatnaðurinn frá Gerry Weber og Taifun komin GLÆSIJAKKAR Í SKÆRUM LITUM Opið virka daga 10-18 laugardaga 11-15 „Þetta er í fyrsta skipti sem við erum með handverksmarkað og einnig erum við með fleiri hópa sjálfboðaliða en við höfum áður verið með,“ segir Dögg Guð- mundsdóttir, verkefnastjóri Kópa- vogsdeildar Rauða kross Íslands. „Markaðurinn hefur alltaf verið fatamarkaður en á þessari önn ákváðum við að reyna eitthvað nýtt og hafa handverksmarkað.“ Kópavogsdeildin er í vinadeild- arsamstarfi við deild Mapútó-hér- aðs í Mósambík og því mun allur ágóði markaðsins renna til þeirra deildar. Mósambík er lýðveldi í sunnanverðri Afríku með landa- mæri að Suður-Afríku, Svasílandi, Tansaníu, Malaví, Sambíu og Simbabve. Landið fékk sjálfstæði árið 1975 eftir vopnaða baráttu, en Mósambík var portúgölsk nýlenda fram að því Að sögn Daggar er markaður- inn tvískiptur. „Annars vegar er handverk sjálboðaliða Rauða krossins sem hafa verið hjá okkur og hins vegar handverk frá Mós- ambík. Prjónaðar peysur, vett- lingar, sokkar, og þæfðir treflar blandast mósambískum batík- myndum, töskum, hálsfestum og armböndum.Unglingar í ung- mennastarfinu hjá okkur bjuggu líka til brjóstsykur og hópur yngri barna skreytti bæði jólakort og jólamerkimiða sem verða til sölu,“ segir hún. Auk þess að vera með almennan markað verður einning uppboð í salnum. „Við verðum með þögult uppboð á nokkrum hlutum frá Mósambík á lágmarkstilboði sem fólk getur boðið í.“ Markaðurinn er lokaverkefni sjálfboðaliðaáfanga nemenda við Menntaskólann í Kópavogi og er haldinn einu sinni á önn. „Ágóðinn hefur áður runnið í almennan hjálparsjóð Rauða krossins en núna erum við með þrengri fókus á þessu,“ segir Dögg. Handverksmarkaðurinn verður haldinn í dag í húsi Kópavogsdeild- ar Rauða krossins að Hamraborg 11 á annari hæð. Markaðurinn verð- ur opinn frá klukkan 10.00 til klukk- an 18.00, og er tilvalinn staður fyrir jólagjafainnkaup til styrktar góðu málefni. agnesosk@frettabladid.is Armbönd og ullarvettlingar Kópavogsdeild Rauða kross Íslands stendur fyrir handverksmarkaði í húsnæði sínu í Hamraborg þar sem ýmislegt handverk verður til sölu til styrktar Rauða kross-deildinni í Mapútó-héraði í Mósambík. Prjónaðar peysur, teppi, vettlingar og sokkar verða til sölu á handverksmarkaði Rauða krossins. Ungir sjálfboðaliðar sáu um að raða öllu upp fyrir daginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TÍSKUSÝNING verður haldin í innisundlaug Laug- ardalslaugar klukkan 8.00 í kvöld. Nemendur á fataiðn- braut Tækniskólans standa fyrir sýningunni í samstarfi við Unglist. Dagur orðsins er yfirskrift dagskrár í Hólavallagarði og Grafarvogskirkju á sunnudag. Hún er tileinkuð séra Friðriki Friðrikssyni á 140 ára fæðingar- afmæli hans. Dagskráin hefst klukkan 9 með minningarstund í Hólavallagarði við Suðurgötu, þegar blómsveigur verður lagður á leiði séra Friðriks og Karlakórinn Fóstbræður syng- ur, en fulltrúar Vals, KFUM og KFUK, Hauka og Bandalags íslenskra skáta taka þátt. Frá Hólavallagarði færist dag- skráin yfir í Grafarvogskirkju þar sem flutt verða þrjú erindi um séra Friðrik frá klukkan 10 til 10.40, en erindin flytja Þórarinn Björnsson guðfræðingur, Hilmar Foss, löggiltur skjalaþýðandi, og Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttastjóri og skáld. Dagskránni lýkur með messu klukkan 11 þar sem prestar Grafarvogskirkju þjóna fyrir alt- ari og þrír kórar syngja. Á sama tíma er sunnudagaskóli í kjallara kirkjunnar og boðið upp á léttar veitingar að messu lokinni í safn- aðarsal. - þlg Í minningu séra Friðriks Dagskrá Dags orðsins fer að stórum hluta fram í Grafarvogskirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.