Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 69
54 15. nóvember 2008 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Íslensk hönnun verður jólgjöfin í ár. Þetta upplýsti Rannsóknarsetur verslun- arinnar á árlegum fundi sínum í Borgartúni. Engin met verða slegin í jóla- verslun og íslenska þjóðin mun aldrei þessu vant sýna hagkvæmni og hagnýtingu þegar jólapakkarnir verða opnaðir á aðfangadag. „Menn eiga sennilega eftir að sleppa því að kaupa flatskjá handa fjölskyldunni og fjárfesta þess í stað í borðspili til að sameina hana,“ segir Emil B. Karlsson, forstöðu- maður Rannsóknarseturs verslun- arinnar. Jafnframt kom fram á fundinum að allar forsendur fyrir spá um jólaverslun væru í raun brostnar en verslunareigendur sjá þó ekki bara svart. „Við sjáum fram á að Íslendingar muni kaupa langflestar jólagjafir sínar hér á landi en það er töluverð breyting frá undanförnum árum,“ segir Emil. Kaupóðir útlendingar gætu svo reddað jólaversluninni fyrir horn. „Það hefur átt sér stað tölu- verð aukning í verslunarferðum útlendinga,“ segir Emil og nefndi sem dæmi að dýr tískufatnaður seldist nú sem aldrei fyrr. Sjötíu prósentum af honum væri hins vegar pakkað ofan í ferðatöskur útlendinga. Sögu hinna dýra og flottu jóla sem löngum hafa einkennt íslensku þjóðina er hins vegar lokið. Undan- farin ár hafa Íslendingar slegið hvert metið af fætur öðru í jóla- verslun en búast má því að þau met standi um ókomna tíð. Dýr hús- gögn, dýr raftæki og aðrar lúxus- vörur heyra sögunni til og fólk mun sýna hagkvæmni og hagnýtingu í jólainnkaupum sínum. Og þar kemur íslenska hönnunin sterk til leiks. Hér getur verið um að ræða fjölskylduspil, íslenskar ullarvörur og tískufatnað. „Þetta fellur mjög vel að þeim tíðaranda sem nú er, að þegar þrengir að velja Íslendingar sína eigin vöru fram yfir þá útlensku,“ segir Emil. - fgg LOPAPEYSUR OG FJÖLSKYLDUSPIL Lopapeysan, ullarsokkar og íslenskar tískuvörur gætu orðið innihald jólapakk- anna í ár. ÚTLENDINGAR GÆTU BJARGAÐ JÓLUNUM Útlendingarnir sem hingað koma í verslunarferðir gætu bjargað jólaversluninni í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Borðspil í stað flatskjáa > BÆTIR Á SIG Mischa Barton var gagnrýnd fyrir að vera of grönn þegar hún hóf feril sinn í þáttunum OC, en nú hefur umfjöllunin snúist við. Mis- cha er sögð hafa farið úr fata- stærð 8 upp í stærð 12 og sam- kvæmt heimildarmanni tímaritsins Look má rekja þyngdaraukning- una til streitu. Áhyggjur hennar af leiklistarferlinum eru sagðar valda því að hún borði mun meira nú en áður. Næsta Eurovision-keppni fer fram í Moskvu 16. maí. Valnefnd hefur nú valið fimmtán lög úr 217 inn- sendum sem berjast munu um hylli íslenskra sjónvarpsáhorfenda. Höf- undar laganna eru flestir alvanir Eurovision-forvalinu. Þeir eru Albert G. Jónsson, Einar Oddsson, Einar Scheving, Erla Gígja Þor- valdsdóttir, Grétar Sigurbergsson, Halldór Guðjónsson, Hallgrímur Óskarsson, Heimir Sindrason, Óskar Páll Sveinsson, Torfi Ólafs- son, Trausti Bjarnason og Valgeir Skagfjörð. Þrír af þessum eiga tvö lög í pottinum, þeir Hallgrímur, Heimir og Óskar Páll. Að auki á Örlygur Smári, sigurvegari keppn- innar í fyrra, eitt lag, en honum var boðið að vera með. Fjögur lög keppa í senn í beinni útsendingu frá myndveri Sjón- varpsins 10., 17., 24. og 31. janúar. Áhorfendur velja með símakosn- ingu tvö lög sem komast áfram í úrslitaþáttinn 14. febrúar. Flytjend- ur laganna verða kynntir síðar. - drg Þrettán höfundar semja sextán lög SEMUR TVÖ LÖG Í EUROVISION Í ÁR Óskar Páll Sveinsson hefur aldrei samið lög fyrir Eurovision áður, en hann er samt eini Íslendingurinn sem hefur unnið keppnina. Kanye West virðist ekki kunna vel við athygli ljósmyndara, en rapparinn var handtekinn snemma á föstudagsmorgun eftir að hafa ýtt myndvél í andlit ljósmyndara sem gerði tilraun til að smella af honum mynd. Atvikið átti sér stað eftir að Kanye yfirgaf Tup Tup- klúbbinn í Newcastle seint á fimmtudagskvöld. Hann var handtekinn þremur klukku- stundum síðar á Hilton hóteli sínu í Gateshead, en sleppt að lokinni yfirheyrslu. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem rapparinn á í útistöð- um við ljósmyndara, en svipað atvik átti sér stað í Los Angeles í september þar sem Kanye slapp einnig við ákæru. Handtekinn í annað sinn Rúmlega þriðjungur þeirra Bandaríkjamanna sem hafa horft á sakamálaþáttinn CSI: Crime Scene Investigation ætlar að hætta að horfa þegar persónan Gil Grissom hverfur á braut um miðbik þáttaraðarinnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem var gerð á netinu. William Peterson hefur leikið hinn ofurglögga Grissom undanfarin átta ár og svo virðist sem þátturinn muni hrapa í vinsældum án hans. Laurence Fishburne tekur við af Peterson í þættinum og sagðist 41 prósent aðspurðra ætla að gefa Fishburne tækifæri til að sanna sig áður en þeir myndu ákveða sig. Hinir endurgerðu þættir 90210 og Knight Rider urðu fyrir valinu sem mestu vonbrigðin í banda- rísku sjónvarpi á meðan tryllirinn 24 er sá þáttur sem áhorfendur bíða spenntastir eftir. Aðdáendur standa með Gil Grissom CSI Gil Grissom hefur farið á kostum í þættinum CSI undanfarin átta ár. Til- kynnt hefur verið að Laurence Fishburne taki við aðalhlutverkinu af William Peterson við misjafnar undirtektir. Borðspilið Ísland, sem kemur út á næstunni, gerir væntanlega tilkall til möndluverðlaunanna í ár. Spilið hefur að geyma 2.400 fjölbreyttar spurningar sem tengjast Íslandi og er því ætlað að vera íslensk útgáfa af hinu vinsæla Trivial Pursuit. Myndform dreifir spilinu en höfund- ur spurninganna er Magnús Þorlákur Lúðvíksson, sem kann sitthvað í leikjum sem þessum því hann vann spurninga- keppnina Meistarinn sem var háð á Stöð 2 á síðasta ári. „Það má segja að þetta hafi verið verkefni sem kom upp í hendurnar á mér í sumar. Konseptið af spilinu kemur frá útlöndum. Það hefur verið gefið út sambærilegt spil á hinum Norðurlöndunum og í Bretlandi og vakið mikla lukku,“ segir Magnús Þorlákur. „Því fannst mönnum tilvalið af fara með þetta heim til Íslands enda hefur þetta fræðslugildi og er skemmti- legt.“ Magnús, sem leggur stund á hagfræði í Háskóla Íslands, er sjálfur ekkert spilafrík en hefur þó gaman af góðum spilum. „Ég á til að verða ansi æstur þegar ég spila Risk eða eitthvað þannig. Eins og gefur að skilja hef ég mjög gaman af því að spila spurningaspil. Fyrir fólk sem hefur gaman af því er þetta spil mjög fín viðbót í safnið. Núna þegar við erum orðin svolítið einöngruð er kannski gott að einbeita sér að því sem er íslenskt og þjóðlegt og þetta spil er það.“ Magnús er skynsamur því hann passaði sig á því að leggja verðlaunafé sitt úr Meistaranum, fimm milljónir, ekki í hlutabréf. „Það liggur að stórum hluta inni á bankabók þrátt fyrir að skatturinn hafi tekið svolítið af mér og lífernið hafi kannski verið aðeins hærra en það var fyrir,“ segir hann. - fb Meistarinn semur spurningar MAGNÚS ÞORLÁKUR LÚÐVÍKSSON Samdi spurningarnar fyrir borðspilið Ísland. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Geðheilbrigðismál fræðsludagar Valdefling í verki - Haukahúsinu, Ásvöllum, Hafnarfirði 20. - 21. nóvember Álftanes, Garðabær Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær Seltjarnarnes Fundarstjórar:- Bæjarstjórarnir: Jónmundur Guðmarsson, Haraldur Sverrisson, Lúðvík Geirsson Fimmtudagurinn 20. nóvember Föstudagurinn 21. nóvember 08:50 – Lára Björnsdóttir, félagsmálaráðuneytinu 09:00 – Valdefling í verki – Auður Axelsdóttir, forstöðumaður 09:40 – Að lifa í voninni – Hallgrímur Björgvinsson, Hugarafli 09:50 – Kaffi 10:10 – Valdefling í þjónustu – Sigríður Kristjánsdóttir, SMFR 10:25 – Viðhorf almennings – Jón Gunnar Bernburg, dósent 10:40 – Ég og NsN – Nanna Þórisdóttir, verkefnisstjóri 10:55 – Fjölsmiðjan samfélagslegt fyrirtæki – Þorbjörn Jensson 11:10 – Stefnumótun Straumhvarfa – Þór Þórarinsson 12:00 – Matur 12:50 – Hvað virkar að mati notenda – Elín Ebba, dósent 13:30 – Tjáning mikilvægasta verkfæri mannsins– Kári Halldór 13:45 – Þórdís Guðjónsdóttir, forstöðumaður Lækjar 14:00 – Geðfræðsla – Steindór J. Erlingsson, verkefnisstjóri 14:15 – Ester Landmark, notandi í Læk Hafnarfirði 14:25 – Umræður og fyrirspurnir 08:50 – Lúðvík Gestsson, bæjarstjóri 09:05 - Geðbaráttumál -Elín Ebba Ásmundsdóttir,dósent 09:50 - Kaffi 10:05 - Aðstandandi 10:20 - Styrkleikar - Auður Axelsdóttir, forstöðumaður 11:00 - Stuðningur í umhvefinu - Kolbrún Haukdal Jónsdóttir 11:15 - Hörður Gunnarsson, skáld 11:30 - Þráinn Bertelsson, rithöfundur 12:00 - Matur 13:00 - Umræður og Vinnusmiðjur Fræðsludagarnir eru öllum opin og aðgangur ókeypis. nánari upplýsingar: www.hugarafl.is og www.smfr.is NUDD Verð frá 1690.- Selásbraut 98 110 Árbæ S:577 3737
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.