Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 38
 15. nóvember 2008 LAUGARDAGUR2 „Margmiðlunarskólinn er undir Upplýsingatækniskólanum sem er hluti af Tækniskólanum. Margmiðl- unarskólinn er skóli á hærra skóla- stigi. Þetta er ekki framhaldsskóli heldur viðbótarnám til háskólaein- inga og inntökuprófin í þennan skóla eru stúdentspróf eða sam- bærilegt nám, það er útskrift úr framhaldsskóla,“ útskýrir Bjargey Gígja Gísladóttir, skólastjóri Upp- lýsingatækniskólans. Nám í Margmiðlunarskólanum er tveggja ára nám og kennd er margmiðlunarfræði, hreyfimynda- gerð, þrívíddarhönnun og viðmóts- hönnun, sem er vefsmíði og veffor- ritun. „Námið endar á því að nemendur sérhæfa sig í hreyfi- myndagerð, þrívíddarhönnun eða margmiðlun og vefforritun,“ segir Bjargey og bætir við að námið sé mjög verklegt. „Við vinnum með verkefnin eða „konseptið“ alla leið þannig að nemandinn endar með fullbúið verkefni sem er eins konar útskriftarverkefni. Það eru þrjár verklegar annir og síðasta önnin er þá vinnustofa undir leiðsögn kenn- ara og snýst þá um lokaverkefnið,“ segir Bjargey og nefnir að á hverju hausti séu teknir inn um það bil 36 nemendur og eru nemendur flestir á bilinu 20 til 30 ára en enginn yngri en 18 ára þar sem það er aldurstak- markið. Núna eru um sextíu nem- endur í skólanum. Að sögn Bjargeyjar hafa kynja- hlutföllin verið nokkuð jöfn og hafa frekar jafnast út heldur en hitt. „Þetta nám hentar ekki síður stelp- um mjög vel og þeim þykir námið spennandi. Stúlkum hefur fjölgað og þá sérstaklega í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum en núna held ég að það sé nokkuð jöfn skipting, kannski ívið fleiri strákar.“ Fjölbreytt störf standa til boða að námi loknu og oftast ganga nem- endur Margmiðlunarskólans að störfum vísum strax eftir útskrift. „Hugbúnaðarhúsin taka við tölu- vert mörgum við vefsmíðar og við- mótshönnun. Svo er það þrívíddin og þar eru fyrirtæki eins og Gagar- ín, CCP, Latibær og Eve Online en auk þess er mikil þrívíddarvinna í auglýsingum og slíku. Yfirleitt hefur verið beðið eftir þessum krökkum og flestir eru komnir með vinnu áður en þeir útskrifast,“ segir Bjargey ánægð. hrefna@frettabladid.is Nám í sýndarveruleika Í Tækniskólanum má finna fjölbreyttar námsbrautir og skóla. Margmiðlunarskólinn er þar á meðal en nemendur þurfa að ljúka námi á framhaldsskólastigi áður en þeir hefja þar nám. Nám í Margmiðlunarskólanum býður upp á fjölbreytt störf, til dæmis við tölvuleikinn Eve Online. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Bjargey segir nemendur Margmiðlunarskólans hingað til hafa gengið að störfum sem vísum að námi loknu. HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG ÍSLANDS heldur nokkur örnámskeið í dag frá klukkan 12 til 16. Meðal þess sem þátt- takendur geta lært að búa til eru heklaðar jólaseríur, brjóstsyk- ur og þæfðar jólakúlur og jólahjörtu. Tæknimenntaskólinn • Almenn námsbraut • Náttúrufræðistúdent - Flugtækni • Náttúrufræðistúdent - Skipstækni • Náttúrufræðistúdent - Raftækni • Náttúrufræðistúdent - Véltækni • Stúdentspróf af list- og starfsnámsbrautum • Tæknistúdentspróf (frumgreinanám) Byggingatækniskólinn • Veggfóðrunar- og dúklagningabraut • Tækniteiknun • Múrsmíðabraut • Málarabraut • Húsgagnasmíðabraut • Húsgagnabólstrun • Húsasmíðabraut • Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina Ný t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.