Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 56
40 15. nóvember 2008 LAUGARDAGUR Hvenær varstu hamingjusamast- ur? Er almennt glaðlyndur en varð sérstaklega hamingjusamur þegar ég kynntist vini mínum Jóni Gnarr 1985. Ef þú værir ekki tónlistarmaður hvað myndirðu þá vera? Þá væri ég versti myndlistarmaður samtím- ans. Eða rótari, það er starf sem ég hef alltaf öfundað eins og félagar mínir hafa fundið fyrir í gegnum tíðina. Er alltaf að troðast til að bera og vasast í dóti hljóðfæraleikar- anna og hef af því sérstaka unun, sérstaklega trommudóti. Hvað er það dýrasta sem þú hefur nokkurn tímann keypt þér? Fyrir utan húsnæði þá hef ég ekki hug- mynd. Örugglega einhver bölvuð vitleysa. Hvað er það versta sem nokkur hefur sagt við þig? Óskar Bergsson laug því upp á mig og félaga mína í HAM að samstöðutónleikarnir í Höllinni (í kvöld) væru útgáfutón- leikar okkar. Þetta er argasta þvæla þar sem við höfum ekki gefið neitt út síðan 2001 og það stendur ekki til. Þessir tónleikar eru haldnir til að stappa stáli í og þjappa saman þjóðinni á ögurstund og annað vakir ekki fyrir HAM. Auðvitað var þetta yfirklór hjá honum út af því að borgarráð synjaði styrkumsókn til tónleikanna en fyrr má nú vera Óskar, aðgát skal höfð í nærveru sálar og allt það. Ef þú byggir ekki í Reykjavík hvar myndirðu vilja búa? Ég er mjög hrifinn af Niteroi sem er iðan- aðarútborg Rio de Janeiro. Er einn- ig mjög skotinn í bænum Sigurd í Utah þó hann sé helst til eyðilegur fyrir minn smekk. Vildi annars helst búa á Fellsströnd við Hvamms- fjörð. Uppáhaldshljómsveit allra tíma og af hverju? Sparks af því að þeir eru svo undurfallegir og tón- listin þeirra svo skemmtileg og úthugsuð. Þeir búa líka til heims- ins fallegustu umslög og sýna sífellt á sér nýjar hliðar þegar kemur að útsetningum. Draumahelgin þín í einni setn- ingu? Núna um helgina verðum við á fullu við að líma saman umslög fyrir nýju Dr. Spock plöt- una svo hún komi út í næstu viku og síðan eru HAM að spila á sam- stöðutónleikum í Höllinni þannig að helgin verður draumur! Hvert er versta starf sem þú hefur nokkurn tíman gegnt? Eyddi einu sinni helgi í að reyna að selja mönnum áskriftir að Fiskifrétt- um. Það var ömurleg helgi og ekki tókst mér að fullvissa neinn um að hann þyrfti áskrift. Var kannski að hringja í fólk í vitlausu póst- númeri. Uppáhaldsstaðurinn þinn á jörð- unni? Lindargata í Reykjavík. Hvers konar tónlist hefur mest áhrif á þig og hvaða lag ertu að hlusta á mest í dag? Góð tónlist hefur mikil og góð áhrif á mig og slæm tónlist hefur líka mikil áhrif þó þau séu ekki alltaf góð. Í dag hlusta ég mikið á lagið His nibs með píanistanum Neil Cowley og tríóinu hans. Ef að þú ættir tímavél hvert myndurðu fara og af hverju? Til Atlantis nokkrum vikum áður en hún sökk. Er mjög forvitinn um arkitektúrinn þeirra. Er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku á nóttunni? Óskar Bergsson hélt fyrir mér vöku í nótt. Áttu þér einhverja leynda nautn? Já. Ef þú gætir breytt einhverju í fortíð þinni, hvað myndi það vera? Allt eða ekkert. Hvenær fékkstu síðast hlátur- skast? Missti algjörlega stjórn á mér á fimmtudaginn. Uppáhaldsbókin þessa stund- ina? Grotesque eftir japönsku skáldkonuna Natsuo Kirino er mögnuð lesning sem situr stað- fastlega í mér. Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Einars Arnar Benediktssonar. Hann er fyrir- mynd mín. Ég ætla að verða alveg eins og hann þegar ég er orðinn gamall. En hvaða núlifandi manneskju þolirðu ekki? Hvað er eiginlega með þennan íþróttaálf? Er hann góður eða vondur? Skil þetta ekki. Uppáhaldsorðið þitt? Úrættis. Hvaða eitt atriði myndi full- komna lífsgæði þín? Týnt lokaupp- gjörsatriði úr Dallas þar sem Miss Ellie risi upp frá dauðum og redd- aði málunum fyrir JR. Hvaða lagi verður þú að taka „cover“ af áður en þú deyrð? Mér skal takast að gera boðlega útgáfu af Hello eftir Lionel Richie áður en ég kveð þennan heim. Hvað verða þín frægu hinstu orð ? Uss, það er ekki neitt! Frændi minn … Hvað er næst á dagskrá? Skíta- túr Dr. Spock um næstu helgi í til- efni af nýju plötunni okkar Falcon Christ. Við ætlum m.a. að spila á Laugarvatni og í Stykkishólmi en ég hef aldrei spilað þar áður. Við spilum líka í Keflavík, Hafnarfirði og Reykjavík og í spinning-tíma í Sporthúsinu í Kópavogi sem er ný reynsla fyrir mig og verður örugg- lega æði. ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Óttarr Ólafur Proppé FÆÐINGARÁR OG HVAÐ GERÐ- IST MARKVERÐAST Á ÞVÍ ÁRI: 1968 Ég fæddist svo seint á árinu að ég missti af flestu sem gerðist það árið. Richard Nixon var kosinn forseti Bandaríkj- anna tveimur dögum fyrir fæð- ingu mína og hann var ennþá talsvert í umræðunni þarna þegar ég kom til. Þar af leiðir að ég hef frá fyrstu stundu verið í hringiðu umræðunar. STARFSFERILL Í HNOTSKURN: Starfaði í Efnalaug Hafnar- fjarðar um vikutíma á ungl- ingsárum og bý alltaf að þeirri reynslu. Greip í verkamanna- og sveitastörf með skóla en festist svo í bóksölu um tvítugt og hef starfað við hana síðan, til skiptis hjá Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar. Hef í hjáverkum starfað með nokkrum hljómsveitum; framan af var HAM virkust þeirra en upp á síðkastið hefur sápuóp- eran Dr. Spock átt hug minn mestallann. ■ Á uppleið Íslenskur bjór Kaldi, Skjálfti og Jökull, og auð- vitað Egils og Víking, íslensk framleiðsla, nöfnin flott, bragðið gott, hvað er hægt að biðja um meira? Bíltúrar Bensín lækkar í verði. Nátt- úran er ókeypis. Bíltúrar eru rómó. Maður er alla vega ekki í Karen Millen á meðan að tæma úr hillum. Fyrir alla muni sleppið samt að túra um á risajeppa, það er ekki rómó. Samstaða Fyrst mættu nokkur hundruð á Austurvöll, fyrir viku voru mótmælendur orðnir nokkur þúsund. Ekki er við öðru að búast en þeim fjölgi. Við erum líka öll í sama liði, liðinu sem er að fara á hausinn og því fyrr sem ráðamenn átta sig á því þeim mun betra, þá grípa þeir kannski til einhverra ráða. Húmor Guð blessi alla þá sem nenna að gera fimm mínútna myndbönd um kreppuna. Þetta er ljós í svartnætti okkar. Húmor er líka ókeypis. ■ Á niðurleið Lífrænt ræktað Aumingja allt fólkið með „óþolið“. Nú verður það að sætta sig við bjúgu og grísahakk þar sem graskögglarnir, kókosmjólkin og moldarfræin hafa rokið upp í verði. Múgæsingur „Þjóðin er reið!“, „Þetta er rétt að byrja!“ öskra alltaf sömu tíu kverúlantarnir viku eftir viku. Eitt er að mótmæla og sýna sam- stöðu, annað er að efna til uppþota og ofbeldis. Róum okkur og ræðum málin. Afsakanir og ásakanir Við bara vissum ekki neitt af því að þessi eða hinn sagði okkur ekki rétt frá.“ Auð- menn og ráðamenn eiga það sameig- inlegt að koma með hverja afsökun- ina á fætur annarri þessa dagana. Það er ekki smart og betra að axla bara ábyrgð og taka á vandanum. Berir leggir Við búum á Íslandi, hér er kalt og vindasamt og alls ekki veður til þess að vera á ferli í bænum berleggjaður eins og sumar kvenper- sónur virðast halda, um helgar að minnsta kosti. Ekki töff. MÆLISTIKAN Hamingjusamastur að kynnast Jóni Gnarr Tónlistarmaðurinn og bóksalinn Óttarr Proppé treður upp ásamt hljómsveitinni HAM í Laugardals- höllinni í kvöld. Anna Margrét Björnsson tók hann í þriðju gráðu yfirheyrslu og fékk að heyra um leyndar nautnir og hatur á íþróttaálfinum. ÓTTAR PROPPÉ, HAM-LIÐI OG SÖNGVARI DR. SPOCK. „Þessir tónleikar eru haldnir til að stappa stáli í og þjappa saman þjóðinni á ögurstund og annað vakir ekki fyrir HAM.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.