Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 58
42 15. nóvember 2008 LAUGARDAGUR GÓÐ VIKA / SLÆM VIKAFRÉTTAGETRAUN VIKUNNAR Á Á Á Á B B B B C D D D D DD D D D D D D EE E E E E E E F F F F F F F G G G G G G G G H H H H H H H H H H H H H H H H I I I I I I J J J J KK K K K K KK K K K K KK K K L L L L L L L L L LL L L L M M M M M M M N N N A A A A AA A A A A É É É É É Í ÍÍ O O O O O O Ó Ó Ó ÓÓ Ó Ó P P P P P P P P QQ R R R R R R R R R R S S S S S S S S S S S S S S S T T T T T T T T T U U U U U U U Ú Ú V V V V V V V V V V X Y Y Y Y Y Ý Ý Ý Ý Ý Ý Þ Æ Æ Ö Ö Ö VETTLINGAR LOPAPEYSA ULLARSOKKAR ÚLPA HÚFA STÍGVÉL BOLUR TREFILL SNJÓR SLYDDA FROST KALT HÁLKA SVELL GRÝLUKERTI Ð Ð Ð FINNDU ORÐIN Orðin geta verið á ská, upp, niður, afturábak eða áfram. 1. Hvaða hús var málað rautt aðfaranótt fimmtudags? 2. Eftirtekt vakti að landsliðsmaður í fótbolta verður ekki með í vináttuleik gegn Möltu í næstu viku. Hver er það? 3. Hver sagði í vikunni „Ég myndi fagna slíkri ákvörðun,“ um hugsanlega launalækkun? 4. Hverjir lögðu til um síðustu helgi að taka einhliða upp nýja mynt? 5. Hver er sendiherra Frakka á Íslandi? 6. Gerviútgáfa af hvaða þekkta erlendu dagblaði var gefið út og dreift í síðustu viku? 7. Hver lagði til 60 prósent skatt á útstreymi fjármagns yfir tíu milljónum? 8. Hvaða atorkukonur færðu Geir H. Haarde í vikunni hugmyndir um hvernig greiða megi veg sprotafyrirtækja? 9. Hvað var nýtt við útsendingu Skjás eins á fimmtudag? 10. Hver er að gefa út plötu með lögum Vilhjálms Vil- hjálmssonar? 11. Hver er umdeildur formaður VR? 12. Hvað hafa margar konur komið í dvöl hjá Kvennaat- hvarfinu, það sem af er ári? 13. Hvaða matvöru er óttast um að verði skortur á á vormánuðum? 14. Hver er leikstjóri leikritsins Vestri eina, sem sýnt er af Leikfélagi Reykjavíkur? 15. Hvaða þingmaður sagði af sér í vikunni? Góð vika fyrir... ... Geir H. Haarde. Forsætisráð- herra hefur tekist að eyða kvíðahnútum þeim sem fylgt hafa boðuðum blaðamannafundum hans. Vegna algers tíðindaleysis þeirra. Hvað kemur það til dæmis landsmönnum við að Flokkurinn ætli að flýta landsfundi sínum um fáeina mánuði og setja Evrópu- málin í nefnd? Í alvöru? Reyndar fer að líða að því að kvíðahnútur fari að vaxa vegna einmitt tíðindaleysisins sem fylgir þessum fundum. Að unglingarnir hafi hitt naglann á höfuðið með nýrri sögn – „að haardera” í merking- unni að fljóta sofandi að feigðarósi. En... den tid, den sorg. ... nýjan sendiherra. Ingibjörg Sólrún skar niður þróunaraðstoð og réði vinkonu sína úr Kvennalistanum og fyrrverandi pólitískan aðstoðarmann úr borginni og skipaði hana sendi- herra. Auðvitað á Kristín Árnadóttir ekki að gjalda þess að vera vinkona Ingibjargar og því er þetta hárrétt ákvörðun hjá utanríkisráðherra. Alveg frábært að sýna skrílnum sem hangir á Austurvelli að á Íslandi sé einkavinavæðingin enn á fullu gasi. ... Dr. Spock. Tveir ungir innbrotsþjófar brutust inn í Hljóðfærahúsið í vikunni. Þar er allt morandi í rándýru góssi, svaðalegum Stratocaster-gíturum og milljóna króna hljóðgerv- lum, svo eitthvað sé nefnt. Þjófarnir höfðu þó engan áhuga á svoleiðis fánýti og höfðu ekki annað á brott með sér en tvær tuðrur fullar af Dr. Spock-bolum og gulum hönskum. Rythma-par sveitarinnar vinnur í búðinni og sveitinni þykir þetta einn stærsti heiður sem einni hljómsveit getur hlotnast. Slæm vika fyrir... ... þingmann af Suðurlandi. Aum- ingja Bjarni Harðarson að kunna svona illa á póstforritið sitt. Hann hefði náttúrlega komist upp með ráðabruggið gegn Valgerði ef allir fjölmiðlar landsins hefðu bara ekki fengið sendinguna. Málið gefur innsýn í hugsunarhátt íslenskra stjórnmálamanna, og ekki síst viðbrögðin: Fyrst var Bjarni hundfúll yfir því að fjölmiðlar skyldu ekki gera eins og hann bað þá um og þegja um bréfið, næst reyndi hann að segja bréfið vera „grín“ á milli sín og aðstoðarmannsins. Allt kom fyrir ekki og hann sagði af sér þing- mennsku. ... fyrrum auðmann. Björgólfur Guðmundsson mætti hálfgugginn í gapastokkinn hjá Sigmari, ekki einu sinni í teinóttu, og reyndi að útskýra sitt mál. Hann axlar sína ábyrgð en samt er ekkert honum að kenna. Hann skilur ekkert í þessum ofurlaunum sem bankinn var að greiða ofurmönnunum, svona eftir á hyggja, og var nú bara á venjulegum launum sjálfur, þannig lagað séð. Einmitt. Hver á ekki enskt úrvalsdeildarlið nú til dags? ... útvarpsstjóra. Óvenjuafgerandi álit samkeppniseftirlits frá í gær verður að teljast flenging á beran rass Páls Magnússonar sem hefur rekið RÚV sem einkafyrirtæki sé og argað siðlausri auglýsingadeild sinni froðufellandi á markaðinn. Samkeppniseftirlitið segir Pál ekki hafa starfað í samræmi við reglur sem ríkja um stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Þetta hlýtur að reynast umhugsunarefni fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þrátt fyrir að þetta ætti að vera hverjum hugsandi manni ljóst og þrátt fyrir ítrekaðar ályktanir landsfundar um RÚV. En eitt er að vera í orði og annað á borði eins og vitað er innan Flokksins. Hæstiréttur Indlands hefur nú skorið upp úr með að höfundur Hávamála hafði rétt fyrir sér. Að vísu snerist dómsmálið ekki um sannleiksgildi hinnar fornu norrænu speki, en dómsorðið er engu að síður staðfesting á henni. Hinir indversku lögspekingar komust nefnilega að þeirri niðurstöðu að orðstír væri hluti af rétti fólks til lífs og frelsis. Allt sem kastar rýrð á þann orðstír verði því að hafa stoðir í raunveruleikanum. „Orðstír manns sem hnepptur er í varðhald bíður hnekki, jafnvel þótt honum sé síðar sleppt,“ segir í úrskurðinum, sem dómararnir Altamas Kabir og Markandey Katju rituðu. Soli J. Sorabjee, fyrrum ríkissaksókn- ari, flutti málið fyrir hæstarétti og dómararnir féllust á röksemdir hans um að orðstír væri órjúfanlegur hluti af lífsgæðum og frelsi fólks. Á Indlandi þykir lögreglan beita fangelsunum í of miklum mæli. Lögreglan hendir mönnum inn fyrir hina minnstu glæpi og þeim er síðan sleppt, sumir áminntir, aðrir ekki. Úrskurður hæstaréttar er áminning til lögreglunnar um að virða réttindi borgaranna. Hæstiréttur hefur einnig minnt dómara landsins á að það að neita fólki um lausn gegn tryggingu, áður en það er dæmt, sé ekki rannsóknartæki til að auðvelda lögreglu starf sitt. Þessi úrskurður hins indverska dómstóls ætti ekki að koma Íslending- um á óvart. Nú á tímum, þegar landsmenn eru hvattir til faðmlaga, að umfaðma menningu sín og hafa íslenska tungu í hávegum, eru Hávamál að sjálfsögðu á hvers manns vörum: Deyr fé,/deyja frændur,/deyr sjálfur ið sama./En orðstír/deyr aldregi/ hveim er sér góðan getur. Hvort Indverjarnir hafi haft þessar línur í huga þegar úrskurðurinn var felldur skal ósagt látið, en ljóst er að boðskapurinn er sá sami. Þetta mætti löggjafavaldið á Íslandi hafa í huga. Í 90. grein laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008 segir: „Nú verður uppþot eða fjölmennar óeirðir brjótast út sem hafa haft eða gætu haft í för með sér líkamsmeið- ingar eða stórfelld eignaspjöll og ekki verður með vissu bent á hinn seka eða hina seku og er þá lögreglu heimilt að handtaka hvern þann sem nærstaddur er og ástæða er til að gruna um refsiverða háttsemi.“ Hvern þann sem nærstaddur er. Það er spurning hvort indversku dómararnir myndu samþykkja þetta, því þeir vita sem er að orðstír þess sem handtekinn er bíður hnekki. Og höfundur Hávamála vissi vel að orðstír deyr aldregi. Orðstír deyr aldregi 1. Valhöll 2. Eiður Smári Guðjohnsen 3. Ólafur Ragnar Grímsson 4. Heiðar Már Guðjónsson og Ársæll Valfells. 5. Olivier Mauvisseau 6. The New York Times 7. Lilja Mósesdóttir 8. Björk Guðmunds- dóttir og Svafa Grönfeldt 9. Einungis stillimynd var sýnd 10. Friðrik Ómar 11. Gunnar Páll Pálsson. 12. 115 konur 13. Kæstur hákarl 14. Jón Páll Eyjólfsson 15. Bjarni Harðarson HORFT ÚT Í HEIM Kolbeinn Óttarsson Proppé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.