Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 65
50 15. nóvember 2008 LAUGARDAGUR Á morgun verður dagskrá í Þjóð- minjasafni Íslands helguð sýn- ingunni Þjóðin, landið og lýð- veldið. Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna, en að auki verður sýning á kvikmynd- um Vigfúsar Sigurgeirssonar, sem sýndar voru á heimssýning- unni í New York árið 1939. Fram- lag Vigfúsar Sigurgeirssonar (1900-1984) til íslenskrar menn- ingarsögu er margþætt. Hann var einn fremsti ljósmyndari Íslendinga um miðbik 20. aldar og frumkvöðull í íslenskri kvik- myndagerð. Ljósmyndir Vigfúsar voru sýndar í Hamborg, New York, Kaupmannahöfn og Reykjavík. Ljósmyndabók hans Ísland í myndum var fyrsta ljósmynda- bókin eftir Íslending og hann varð einnig fyrstur Íslendinga til að gefa út bók með ljósmyndum í lit. Íslandskvikmyndir hans voru sýndar á heimssýningunni í New York 1939, en kunnastar af kvik- myndum hans eru leiknu þjóð- háttamyndirnar Í jöklanna skjóli og Í dagsins önn. Dagskráin á morgun er tví- þætt: kl. 15 mun Inga Lára Bald- vinsdóttir, fagstjóri ljósmynda, leiða gesti um sýninguna og kl. 16 verður kvikmynd Vigfúsar Sigurgeirssonar frá heimssýn- ingunni í New York árið 1939 sýnd. Sýningin tekur um 30 mín- útur. - pbb Vigfúsarsýning á morgun LJÓSMYNDIR Sveinn Björnsson, forseti Íslands, í Keflavík lýðveldissumarið ásamt börnum úr móttökusveitinni MYND VIGFÚS SIGURGEIRSSON/ÞJOÐMINJASAFN ÍSLANDS Íslenski dansflokkurinn heldur til Frakklands á mánudaginn kemur til að sýna á Festival Les Boréales í Caen. Flokkurinn sýnir þar alls fimm verk á tveimur kvöldum og og hefur Festival Les Boréales tekið upp hugmynd ÍD um „fjöl- skyldusýningu“ þar sem seinna kvöldið er sett saman dagskrá með verkum sem höfða sérstaklega til ungs fólks. Fyrra kvöldið, hinn 20. nóvem- ber, verður hið verðlaunaða verk Kvart eftir Jo Strömgren sýnt og einnig Happy New Year eftir Rui Horta. Seinna kvöldið, þann 22. nóvem- ber, þar sem þemað er fjölskyldu- sýning, verða þrjú verk á dag- skránni, Critic´s Choice eftir Peter Anderson, Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfsdóttur og Enda- stöð eftir Alexander Ekman. Það er vert að vekja athygli á því að verk Ólafar Ingólfsdóttur, Mað- urinn er alltaf einn, er nú tíu ára og því elsta verkið á verkefnaskrá Íslenska dansflokksins og það verk sem flestir dansara flokksins hafa lært. Lokasýning verður hér á Íslandi á tveimur af þeim verkum sem verða sýnd í Frakklandi á sunnu- daginn. Þetta eru verkin Kvart eftir Jo Strömgren og Endastöð eftir Alexander Ekman sem eru sýnd undir nafninu Dans-andi. - pbb Dansflokkurinn í útrás LISTDANS Happy New Year eftir Rui Horta. MYND: ÍD/GOLLI HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 15. nóvember 2008 ➜ Skrúðganga 17.00 St. Martinsdagurinn Hollvinasam- tök þýska bókasafnsins í samvinnu við Bókasafn Hafnarfjarðar standa fyrir skrúð- göngu í miðbæ Hafnafjarðar. Lagt verður af stað frá Bókasafninu, Strandgötu 1. ➜ Tónleikar 16.00 Fjölskyldutónleikar Fífilbrekku- hópurinn ásamt skólakór Varmárskóla og Gradualekór Langholtskirkju, flytja vinsæl lög Atla Heimis Sveinssonar í hátíðarsal Vamárskóla við Skólabraut, Mosfellsbæ. 21.00 Better Days Blues Kristj- ana Stefánsdóttir og hljómsveit verða með tónleika á Café Rósenberg við Klapparstíg. 22.00 Hljóm- sveitirnar Sudd- en Weather Change, Miri og What about verða með tónleika á Bar 11, Laugavegi 22. Aðgangur ókeypis. ➜ Hönnun DUODU - Norsk prjónahönnun Sýning á glæsilegum prjónuðum kvenfatnaði í Norræna Húsinu, Sturlugötu 5. Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17. ➜ Listahátíð Unglist - Listahátíð ungs fólks stendur yfir 7.-15. nóv. Ókeypis er á alla viðburði. Nánari upplýsingar á www.unglist.is. 16.00 Verðlaunaafhending Myndlista- maraþonsins. 20.00 Tískusýning í Laugardalslaug- inni. ➜ Myndlist Í Gallerí Ormi stendur yfir sýning á mál- verkum eftir Sigurjón Jóhannsson list- málara og leikmyndateiknara, af helstu atburðum og persónum úr Njálssögu. Sögusetrið á Hvolsvelli, opið um helgar frá 11-17. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Síðastliðið sumar upp- lifðu menn óborgan- lega tíma í fréttaflutn- ingi, þegar stöðugt bárust fréttir af ferð- um ísbjarna á Íslandi. Þrátt fyrir að ferðum bjarnanna fylgdi mikil ógn var eitthvað sér- lega fyndið við frétt- irnar sem ruddust inn á vefmiðlana. Hvítir blettir í hlíðum urðu samstundis að ísbjörn- um þar til sannara reyndist. Einkum var gaman að sjá hvernig þjóðtrú og draumar fengu byr undir báða vængi, enginn þorði að efast um þriðja björninn sem vafalaust væri á leiðinni til lands. Þetta sálarástand þjóðarinnar er kveikjan að sögu Þorgríms Þrá- inssonar, Þriðji ísbjörninn. Hér er á ferðinni galsafengin saga um fjölskyldu sem hefur greinilega fengið sinn skerf af góðærinu og skreppur norður í Skagafjörð á sérdeilis góðum jeppa og með fínasta húsvagninn sem hægt var að fá í búðinni í eftirdragi. Persónusköpun er grunn, sagt er frá fjórum syst- kinum og foreldrum þeirra. Þor- grímur er þekktur fyrir ástar- sögur sínar um unglinga og sá tónn höfundar er enn til staðar því foreldrarnir haga sér eins og ást- fangnir unglingar. Eins og titillinn ber með sér á ísbjörn sinn þátt í sögunni. Þorgrímur Þráins- son er ófeiminn við að horfast í augu við þær breytingar sem orðið hafa á ferðamáta margra. Þegar fjöl- skyldan keyrir norður í land horfa börnin á disk í stað þess að horfa út um gluggann. Hver og einn farþegi í bílnum er í sínum heimi og með sín heyrnartól, þá verður lítið um samræður. Þessi lýsing á ferðamáta er nauðsynleg í sög- unni til þess að hún geti haft nokkurn trúverðugleika. Í ferð- inni lendir fjölskyldan í ævintýri sem engan hefði órað fyrir og á sér enga hliðstæðu í raunveru- leikanum þó að aðrir þættir sög- unnar eigi það. Þriðji ísbjörninn er létt og kát saga fyrir krakka sem eru komn- ir vel af stað í lestri og hafa gaman af stuttum ærslasögum. Hildur Heimisdóttir Galsafengin ísbjarnarsaga BÓKMENNTIR Galsafengin fjölskylda Þorgrímur Þráinsson Þriðji ísbjörninn Forlagið ★★ ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON rithöfundur Sýning myndlistarkonunnar Hönnu Hlífar, „Munstur“ var opnuð í Gallerí Ráðhúsi á Akur- eyri í liðinni viku. Á sýningunni eru fjögur verk þar sem Hanna Hlíf vinnur með útsaum, en Hanna hefur áður unnið með gamalt handverk í verkum sínum. Færir hún hið gamla í nýjan búning og endurskoðar handbragð fyrri tíma. Sýningarsalurinn Gallerí Ráðhús er í Ráðhúsinu á Akur- eyri og er dags daglega fundar- salur bæjarstjórnar Akureyrar. Galleríið er þannig ekki venju- legt sýningarrými heldur vinnustaður sem hefur þetta sérstaka, listræna viðbótarhlut- verk. Hægt er að fara á sýning- una alla virka daga á milli kl.8 og 17 á meðan ekki standa yfir lokaðir fundir bæjarstjórnar. Sýningin stendur til 1. maí á næsta ári. - vþ Ný sýn á handverk GERÐUBERG www.gerduberg. is STEINA Vídeólistasýning Efri hæð Sýningin er opin 13-16. Sími 575-7700 – gerduberg@reykjavik.is SÍÐASTA SÝNINGARHELGI Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson sun. 16/11, örfá sæti laus Síðustu sýningar Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik sun. 16/11 örfá sæti laus Síðasta sýningarhelgi www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning. JVJ, DV lau 15/11 uppselt Aukasýningar komnar í sölu Sá ljóti Marius von Mayenburg Er hægt að vera of fallegur? EB, FBL lau. 15/11 uppselt Örfá sæti laus í nóvember Hart í bak Jökull Jakobsson Verk sem snertir okkur öll. EB, FBL lau. 15/11 uppselt Örfá sæti laus í desember Kardemommubærinn Leitin að jólunum Sýningar komnar í sölu. Tryggðu þér sæti!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.