Fréttablaðið - 15.11.2008, Page 65

Fréttablaðið - 15.11.2008, Page 65
50 15. nóvember 2008 LAUGARDAGUR Á morgun verður dagskrá í Þjóð- minjasafni Íslands helguð sýn- ingunni Þjóðin, landið og lýð- veldið. Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna, en að auki verður sýning á kvikmynd- um Vigfúsar Sigurgeirssonar, sem sýndar voru á heimssýning- unni í New York árið 1939. Fram- lag Vigfúsar Sigurgeirssonar (1900-1984) til íslenskrar menn- ingarsögu er margþætt. Hann var einn fremsti ljósmyndari Íslendinga um miðbik 20. aldar og frumkvöðull í íslenskri kvik- myndagerð. Ljósmyndir Vigfúsar voru sýndar í Hamborg, New York, Kaupmannahöfn og Reykjavík. Ljósmyndabók hans Ísland í myndum var fyrsta ljósmynda- bókin eftir Íslending og hann varð einnig fyrstur Íslendinga til að gefa út bók með ljósmyndum í lit. Íslandskvikmyndir hans voru sýndar á heimssýningunni í New York 1939, en kunnastar af kvik- myndum hans eru leiknu þjóð- háttamyndirnar Í jöklanna skjóli og Í dagsins önn. Dagskráin á morgun er tví- þætt: kl. 15 mun Inga Lára Bald- vinsdóttir, fagstjóri ljósmynda, leiða gesti um sýninguna og kl. 16 verður kvikmynd Vigfúsar Sigurgeirssonar frá heimssýn- ingunni í New York árið 1939 sýnd. Sýningin tekur um 30 mín- útur. - pbb Vigfúsarsýning á morgun LJÓSMYNDIR Sveinn Björnsson, forseti Íslands, í Keflavík lýðveldissumarið ásamt börnum úr móttökusveitinni MYND VIGFÚS SIGURGEIRSSON/ÞJOÐMINJASAFN ÍSLANDS Íslenski dansflokkurinn heldur til Frakklands á mánudaginn kemur til að sýna á Festival Les Boréales í Caen. Flokkurinn sýnir þar alls fimm verk á tveimur kvöldum og og hefur Festival Les Boréales tekið upp hugmynd ÍD um „fjöl- skyldusýningu“ þar sem seinna kvöldið er sett saman dagskrá með verkum sem höfða sérstaklega til ungs fólks. Fyrra kvöldið, hinn 20. nóvem- ber, verður hið verðlaunaða verk Kvart eftir Jo Strömgren sýnt og einnig Happy New Year eftir Rui Horta. Seinna kvöldið, þann 22. nóvem- ber, þar sem þemað er fjölskyldu- sýning, verða þrjú verk á dag- skránni, Critic´s Choice eftir Peter Anderson, Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfsdóttur og Enda- stöð eftir Alexander Ekman. Það er vert að vekja athygli á því að verk Ólafar Ingólfsdóttur, Mað- urinn er alltaf einn, er nú tíu ára og því elsta verkið á verkefnaskrá Íslenska dansflokksins og það verk sem flestir dansara flokksins hafa lært. Lokasýning verður hér á Íslandi á tveimur af þeim verkum sem verða sýnd í Frakklandi á sunnu- daginn. Þetta eru verkin Kvart eftir Jo Strömgren og Endastöð eftir Alexander Ekman sem eru sýnd undir nafninu Dans-andi. - pbb Dansflokkurinn í útrás LISTDANS Happy New Year eftir Rui Horta. MYND: ÍD/GOLLI HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 15. nóvember 2008 ➜ Skrúðganga 17.00 St. Martinsdagurinn Hollvinasam- tök þýska bókasafnsins í samvinnu við Bókasafn Hafnarfjarðar standa fyrir skrúð- göngu í miðbæ Hafnafjarðar. Lagt verður af stað frá Bókasafninu, Strandgötu 1. ➜ Tónleikar 16.00 Fjölskyldutónleikar Fífilbrekku- hópurinn ásamt skólakór Varmárskóla og Gradualekór Langholtskirkju, flytja vinsæl lög Atla Heimis Sveinssonar í hátíðarsal Vamárskóla við Skólabraut, Mosfellsbæ. 21.00 Better Days Blues Kristj- ana Stefánsdóttir og hljómsveit verða með tónleika á Café Rósenberg við Klapparstíg. 22.00 Hljóm- sveitirnar Sudd- en Weather Change, Miri og What about verða með tónleika á Bar 11, Laugavegi 22. Aðgangur ókeypis. ➜ Hönnun DUODU - Norsk prjónahönnun Sýning á glæsilegum prjónuðum kvenfatnaði í Norræna Húsinu, Sturlugötu 5. Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17. ➜ Listahátíð Unglist - Listahátíð ungs fólks stendur yfir 7.-15. nóv. Ókeypis er á alla viðburði. Nánari upplýsingar á www.unglist.is. 16.00 Verðlaunaafhending Myndlista- maraþonsins. 20.00 Tískusýning í Laugardalslaug- inni. ➜ Myndlist Í Gallerí Ormi stendur yfir sýning á mál- verkum eftir Sigurjón Jóhannsson list- málara og leikmyndateiknara, af helstu atburðum og persónum úr Njálssögu. Sögusetrið á Hvolsvelli, opið um helgar frá 11-17. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Síðastliðið sumar upp- lifðu menn óborgan- lega tíma í fréttaflutn- ingi, þegar stöðugt bárust fréttir af ferð- um ísbjarna á Íslandi. Þrátt fyrir að ferðum bjarnanna fylgdi mikil ógn var eitthvað sér- lega fyndið við frétt- irnar sem ruddust inn á vefmiðlana. Hvítir blettir í hlíðum urðu samstundis að ísbjörn- um þar til sannara reyndist. Einkum var gaman að sjá hvernig þjóðtrú og draumar fengu byr undir báða vængi, enginn þorði að efast um þriðja björninn sem vafalaust væri á leiðinni til lands. Þetta sálarástand þjóðarinnar er kveikjan að sögu Þorgríms Þrá- inssonar, Þriðji ísbjörninn. Hér er á ferðinni galsafengin saga um fjölskyldu sem hefur greinilega fengið sinn skerf af góðærinu og skreppur norður í Skagafjörð á sérdeilis góðum jeppa og með fínasta húsvagninn sem hægt var að fá í búðinni í eftirdragi. Persónusköpun er grunn, sagt er frá fjórum syst- kinum og foreldrum þeirra. Þor- grímur er þekktur fyrir ástar- sögur sínar um unglinga og sá tónn höfundar er enn til staðar því foreldrarnir haga sér eins og ást- fangnir unglingar. Eins og titillinn ber með sér á ísbjörn sinn þátt í sögunni. Þorgrímur Þráins- son er ófeiminn við að horfast í augu við þær breytingar sem orðið hafa á ferðamáta margra. Þegar fjöl- skyldan keyrir norður í land horfa börnin á disk í stað þess að horfa út um gluggann. Hver og einn farþegi í bílnum er í sínum heimi og með sín heyrnartól, þá verður lítið um samræður. Þessi lýsing á ferðamáta er nauðsynleg í sög- unni til þess að hún geti haft nokkurn trúverðugleika. Í ferð- inni lendir fjölskyldan í ævintýri sem engan hefði órað fyrir og á sér enga hliðstæðu í raunveru- leikanum þó að aðrir þættir sög- unnar eigi það. Þriðji ísbjörninn er létt og kát saga fyrir krakka sem eru komn- ir vel af stað í lestri og hafa gaman af stuttum ærslasögum. Hildur Heimisdóttir Galsafengin ísbjarnarsaga BÓKMENNTIR Galsafengin fjölskylda Þorgrímur Þráinsson Þriðji ísbjörninn Forlagið ★★ ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON rithöfundur Sýning myndlistarkonunnar Hönnu Hlífar, „Munstur“ var opnuð í Gallerí Ráðhúsi á Akur- eyri í liðinni viku. Á sýningunni eru fjögur verk þar sem Hanna Hlíf vinnur með útsaum, en Hanna hefur áður unnið með gamalt handverk í verkum sínum. Færir hún hið gamla í nýjan búning og endurskoðar handbragð fyrri tíma. Sýningarsalurinn Gallerí Ráðhús er í Ráðhúsinu á Akur- eyri og er dags daglega fundar- salur bæjarstjórnar Akureyrar. Galleríið er þannig ekki venju- legt sýningarrými heldur vinnustaður sem hefur þetta sérstaka, listræna viðbótarhlut- verk. Hægt er að fara á sýning- una alla virka daga á milli kl.8 og 17 á meðan ekki standa yfir lokaðir fundir bæjarstjórnar. Sýningin stendur til 1. maí á næsta ári. - vþ Ný sýn á handverk GERÐUBERG www.gerduberg. is STEINA Vídeólistasýning Efri hæð Sýningin er opin 13-16. Sími 575-7700 – gerduberg@reykjavik.is SÍÐASTA SÝNINGARHELGI Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson sun. 16/11, örfá sæti laus Síðustu sýningar Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik sun. 16/11 örfá sæti laus Síðasta sýningarhelgi www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning. JVJ, DV lau 15/11 uppselt Aukasýningar komnar í sölu Sá ljóti Marius von Mayenburg Er hægt að vera of fallegur? EB, FBL lau. 15/11 uppselt Örfá sæti laus í nóvember Hart í bak Jökull Jakobsson Verk sem snertir okkur öll. EB, FBL lau. 15/11 uppselt Örfá sæti laus í desember Kardemommubærinn Leitin að jólunum Sýningar komnar í sölu. Tryggðu þér sæti!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.