Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 81
66 15. nóvember 2008 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Það er í nógu að snúast hjá Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara Íslandsmeistara Vals síðustu þrjú ár, sem vinnur nú hörðum höndum að því að setja saman lið hjá Kristianstad fyrir fyrsta tímabil sitt sem þjálfari í sænsku úrvalsdeildinni. Elísabet tók við sænska liðinu á dögunum og hefur síðan farið á fulla ferð í leikmannamál liðsins. „Leikmannamálin ganga upp og niður. Þetta er harður heimur. Ég tók við liði þar sem nánast hver einasti leikmaður var samningslaus og það er yfirleitt þannig í Svíþjóð. Það er einhver menning hér í kvenna- boltanum í Svíþjóð að leikmenn skrifa bara undir eins árs samn- ing. Þetta er því meira mál en ég bjóst við. Maður er vanur því á Íslandi að eiga alltaf hálfan hópinn á samningi,“ segir Elísabet en leik- menn minni liðanna vilja ekki skrifa undir lengri samninga því þær vilja eiga möguleika á að fara til stærri liða. „Þetta er miklu erf- iða en ég bjóst við en að sama skapi skemmti- legt. Ég mun ekki ganga að neinu vísu allt tíma- bilið,“ segir Elísabet sem er ekkert að örvænta. „Það eru flestir af mínum lykilleikmönnum búnir að skrifa undir samninga þannig að það er kannski ekki vandamál en ég verð að vera með hóp,“ segir Elísabet. „Ég er reyna að komast til botns í því hvaða leikmönnum ég held frá síð- asta ári áður en ég fer að hjóla í einhverja leikmenn,“ segir Elísabet sem viðu- kennir að hún hafi samt verið að kanna landslagið. „Ég er búin að ræða við leik- menn, bæði innan og utan Svíþjóðar. Þetta er full vinna allan daginn. Ég hef ákveðið fjár- magn til að vinna með og ég hef frjáls- ar hendur innan þess ramma,“ segir Elísa- bet. Hún hefur unnið með sama kjarna hjá Val undanfarin fimm ár en þarf núna að læra inn á nýtt lið og nýja leik- menn. „Það er púsluspil að finna út hvað hentar lið- inu. Það erfiðasta fyrir mig er að ég þekki liðið ekki nægilega vel og er að liggja yfir myndbönd- um til þess að finna út hvernig leikmenn mig vantar. Það er líka svolítið vandamál,“ segir Elísa- bet. Elísabet hefur meðal annars talað við þrjá íslenska leikmenn, Hólmfríði Magnúsdóttur, Guðnýju Björk Óðinsdóttur og Maríu Björgu Ágústdóttur. „Ég er búin að vera í viðræðum við þrjá íslenska leikmenn en það er ekkert af því í höfn. Ég ætla að ganga frá því á næstu dögum og reikna með að þetta verði klárt um miðja næstu viku,“ segir Elísabet en María skrifaði undir nýjan samning við KR í gær. Hún er samt með klausu um að hún megi fara erlendis fái hún gott tilboð. Elísabet hefur hjálpað Guðbjörgu Gunnars- dóttur mikið við að vinna sig út úr meiðslum sínum en Elísabet segir aldrei hafa verið mikl- ar líkur á því að Guðbjörg Gunnarsdóttir kæmi til Kristianstad. „Við ræddum þetta. Við höfum átt gott sam- starf síðustu fimm ár og þetta var því alveg í deiglunni. Ég hvatti hana samt að fara til Djurgården því það var eitthvað sem hana hafði dreymt um,“ segir Elísabet sem er því enn markmannslaus. „Mér hefur verið gert það alveg ljóst að liðið vantar markmann og vinstri kantmann og það liggur því beinast við að ég sé búin að ræða við þessa leikmenn,“ segir Elísabet sem hefur ekki talað við Þóru Björgu Helgadóttur, sem hefur gefið það út að hún sé að leita sér að liði. Auk Guðbjargar er Margrét Lára Viðardótt- ir í samingaviðræðum við eitt af stærstu liðum Svíþjóðar, Linköping, en Elísabet segir gott að þessar knattspyrnudætur sínar séu að stefna hátt. „Leikmenn sem ég hef unnið með hérna heima hafa möguleika á einhverju stærra en ég hef upp á að bjóða. Ég ætla því ekki að fara að tala þær inn á einhverja vitleysu,“ segir Elísabet þótt að hún hefði vissulega þegið lið- styrkinn, enda framundan krefjandi tímabil. Elísabet vonast til þess að leikmannamálin fari að skýrast en hún flytur til Svíþjóðar um áramótin og sænska úrvalsdeildin hefst síðan í byrjun apríl. Það verður gaman að sjá hversu margir íslenskir leikmenn verða þá komnir í raðir Kristianstad. ooj@frettabladid.is Vantar markmann og vinstri kant Elísabet Gunnarsdóttir segir leikmannamálin hjá Kristianstad vera miklu erfiðari en hún bjóst við. Hún liggur nú yfir myndböndum til þess að greina hvers konar leikmenn liðið vanti fyrir komandi tímabil. FULL VINNA Elísabet Gunnars- dóttir er á fullu í sím- anum þessa dagana að vinna í leikmanna- málum sænska liðsins Kristianstad. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI KR-ingar hafa unnið sjö fyrstu leiki sína í Iceland Express deild karla sem er jöfnun á félagsmeti yfir bestu byrjun liðsins í úrvalsdeild en liðið vann einnig sjö fyrstu leikina 2001-02. Það vekur athygli að KR-ingar hafa unnið fjóra af leikjum sínum með 15 stigum eða meira en jöfnustu leikirnir hafa verið á móti liðum sem mætt hafa vængbrotin til leiks. Þrír minnstu sigrar KR-liðsins hafa verið á móti liðum sem hafa saknað lykilmanns í umræddum leik á móti KR. Snæfell lék án landsliðsmannsins og fyrirliðans/ þjálfarans Hlyns Bæringssonar í DHL-Höllinni, Grindavík lék án leikstjórnanda síns, Arnars Freys Jónssonar og Stjarnan var án miðherja síns og fyrirliða, Fannars Freys Helgasonar. - óój BESTU BYRJANIR KR Í ÚRVALSDEILD KARLA: 7 sigrar - 0 töp 2008-09 7 sigrar - 0 töp 2001-02 5 sigrar - 0 töp 1990-91 4 sigrar - 0 töp 1978-79 3 sigrar - 0 töp 1989-90 3 sigrar - 0 töp 1988-89 KR jafnaði félagsmet sitt: Hafa aldrei byrjað betur LÍKA MEÐ SÍÐAST Jón Arnór Stefánsson var einnig í aðalhlutverki þegar KR vann síðast 7 fyrstu leiki sína. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar auglýsir: P I P A R • S ÍA • 8 21 61 Styrkir til að efla rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála Landsvirkjun er orkufyrirtæki sem leggur grunn að nútíma lífsgæðum. Fyrirtækið stefnir að því að verða öflugt á alþjóðavettvangi og starfar af ábyrgð í anda sjálfbærrar þróunar. Landsvirkjun er helsti raforkuframleiðandi á Íslandi og í forystu fyrir byggingu orkuvera sem hafa verið meðal stærstu framkvæmda á landinu. Landsvirkjun styðst við fjölbreytt rannsóknarstarf á sviði náttúruvísinda, verkfræði og orkumála, og rekur umfangsmikla fjármálastarfsemi á alþjóðamarkaði. Hjá Landsvirkjun og dótturfélögum starfa rúmlega 200 manns með fjöl- breytta menntun. Landsvirkjun vill vera í fararbroddi í framsækinni stjórnun og leggur áherslu á jafnrétti og tækifæri til starfsþróunar. Markmið sjóðsins er að veita styrki til námsmanna og rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Styrkveitingar sjóðsins miða að því að gera fjárframlög Landsvirkjunar til rannsókna skilvirkari og sýnilegri, og tryggja að þær rannsóknir sem sjóðurinn styrkir samrýmist umhverfisstefnu Landsvirkjunar. Auglýst er eftir umsóknum um námsstyrki og verkefnastyrki. Styrkir til nemenda í meistara- eða doktors- námi: Styrkir til efnilegra nemenda sem áforma eða stunda meistara- eða doktorsnám á sviði umhverfis- eða orkumála. Styrkir til rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála: Almenn rannsóknarverkefni á sviði umhverfis- og orkumála. Styrkir eru veittir til hluta þess kostnaðar sem hlýst af vinnu sérfræðinga, þátttöku meistara- og doktorsnema, og öðrum útgjöldum. Að þessu sinni eru í heild allt að 46 m.kr. til ráðstöfunar, allt að 38 m.kr. til rannsóknarverkefna á sviði umhverfis- og orkumála, og allt að 8 m.kr. til styrkja fyrir 10–15 nemendur í meistara- og doktorsnámi. Umsækjendur þurfa að leggja fram lýsingu á rannsóknarverkefni sínu, og rökstuðning fyrir því að verkefnið tengist markmiðum sjóðsins. Tengingar við umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um þau gögn sem fylgja eiga umsókn er að finna á vefsíðu Landsvirkjunar, www.lv.is. Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skila rafrænt á netfang sjóðsins: orkurannsoknasjodur@lv.is. Fyrirspurnir má senda á netfangið orkurannsoknasjodur@lv.is. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2009. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trún- aðarmál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.