Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 73
58 15. nóvember 2008 LAUGARDAGUR „Okkur datt því í hug að fá smá styrk frá Frón fyrir útgáfupartíið okkar,“ segir Ragnar Davíð úr hljómsveitinni Skorpulifur, sem heldur útgáfuteiti á Dillon í kvöld í tilefni af útkomu plötunnar Heimabrugg. „Við erum með lag sem heitir Kremkex og höfðum samband við markaðsstjóra Frón til að fá nokkra kremkexpakka fyrir partíið. Í tölvupóstinum lét ég fylgja tengil inn á vefsíðu okkar þar sem ég hafði sett inn logo og mynd af kremkexpakka. Þeir spurðu þá hvort ég hefði fengið leyfi fyrir birtingunni og ég viðurkenndi að svo hefði ekki verið svo þeir báðu mig vinsam- legast að taka auglýsinguna út og sögðu að hún passaði ekki við markaðsstefnu fyrirtækisins,“ segir Ragnar sem fékk ekkert kremkex í kjölfarið. „Ég er ekkert að erfa þetta við þá og á sjálfur smá kremkex sem ég ætla að bjóða fólki upp á í kvöld,“ bætir hann við. „Í útgáfupartíinu ætlum við að nota nöfnin á lögunum okkar sem þema. Eitt lagið heitir til dæmis Eldur og ís, svo það verða eldgleypar á staðnum og fyrir lagið Rósóttar nærbuxur hand- málaði ég rauðar rósir á hvítar blúndunærbuxur sem verða til sölu á staðnum,“ segir Ragnar. Útgáfupartíið hefst klukkan 21 í kvöld og aðgangur er ókeypis. -ag Fengu ekkert kremkex GEFA ÚT HEIMABRUGG Frændurnir Hannes Þór Baldursson og Davíð Bald- vinsson skipa Skorpulifur sem heldur útgáfupartí á Dillon í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Kínverjar eiga sér langa hefð frjórrar frásagnarlistar. Þessi veglega bók geymir perlur úr kínverskum sögum fyrri alda sem hjörleifur svein- björnsson hefur valið og þýtt handa íslenskum lesendum. Ósvikinn skemmtilestur. safaríkar sögur Strákarnir í Jeff Who? eru orðnir leiðir á öllu þessu la,la,la,la. Nýjasta plata þeirra er full af grípandi diskópoppi á meðan hvergi bólar á „singalong“-köflum í anda ofurslagarans Barfly. Jeff Who? átti án efa vinsælasta lag ársins 2006, Barfly, þar sem fólk söng með í grípandi loka- kaflanum eins og sjálft Hey Jude væri risið upp frá dauðum. Félag- arnir Elli og Baddi játa að vin- sældir lagsins hafi haft áhrif á gerð nýju plötunnar. „Það var ekki farið í „singalong-kafla“. Við vildum leita að öðru „elem- enti“ og útsettum til dæmis meira fyrir raddanir. Við lögðum líka meiri áherslu á poppmelód- íur,“ segja þeir. „Við vorum ekki í stuði fyrir la,la,la,la-„singalong- ið“. Það var ágætis pakki en hann er búinn.“ Gríðarlegar vinsældir Jeff Who? steig fram á sjónar- sviðið fyrir jólin 2005 með plöt- unni Death Before Disco og vakti mikla athygli, sér í lagi fyrir Barfly. Sveitin fékk þrenn verð- laun fyrir lagið á Hlustendaverð- launum FM957 í fyrra og ein á Íslensku tónlistarverðlaununum. Þrátt fyrir vinsældirnar spil- aði Jeff Who? nánast ekkert allt síðasta ár og lítið framan af þessu. Bæði vildu þeir hvíla sig og aðdáendur sína eftir mikla spilamennsku auk þess sem ákvörðun Tobba um að hætta í sveitinni spilaði inni í. „Það var hægara sagt en gert að finna hljómborðsleikara sem mætti okkar kröfum,“ segir Elli. „Ef sumir hefðu gubbað því út úr sér að Valdi væri mögulegur kostur þá hefðum getað byrjað hálfu ári fyrr að spila,“ segir hann og horf- ir ásökunaraugum á Badda. Og þeir félagar bæta við alvöruþrungnir: „Það hefðu verið mistök að hamra járnið á meðan það væri heitt eins og útgefend- urnir vildu til dæmis að við gerð- um. Við þurftum bara þennan tíma til að gera plötu sem okkur fannst nógu góð.“ Ekkert ofurband Elli og Baddi eru sammála því að Jeff Who? hafi þroskast síðan síðasta plata kom út og það eigi að koma í ljós á nýja gripnum. „Spilamennskan er miklu betri og sándið er miklu betra. Það er meira lagt í þetta, meira um dúll- ur. Síðasta plata var fyrsta plat- an okkar og þá var ekki eins og við hefðum stofnað eitthvað súperband úr öðrum hljómsveit- um. Við æfðum líka ótrúlega mikið og við teljum að það hafi skilað sér.“ Jeff Who? fékk góða hjálp við strengjaútsetningar frá Banda- ríkjamanninum Anton Patzner, sem hefur unnið með hljómsveit- inni Bright Eyes, og saxófónleik- aranum Hauki Gröndal, auk þess sem Axel „Flex“ Árnason, sem hefur unnið með Mammút og Bang Gang, sá um upptökustjórn. Sameinaðist hópurinn um að búa til þétta plötu þar sem poppi og diskó töktum er blandað saman á smekklegan hátt. Söngkonan Esther Talía Casey syngur dúett á móti Badda í lag- inu Alain. Fetar hún í fótspor Ágústu Evu Erlendsdóttur sem söng á síðustu plötu. „Við leit- umst dálítið við að fá kvenleika inn í þetta. Baddi er með svo djúpa og karlmannlega rödd og hún fær að njóta sín svo vel á móti Esther, sem lyftir laginu upp,“ segir Elli. Meik ekki aðalmálið Jeff Who? hefur á ferli sínum spilað á þrennum tónleikum í New York og einu sinni í Dan- mörku. Þeir félagar eru opnir fyrir frekari landvinningum, komi eitthvað skemmtilegt upp á borðið. „Sveit eins og við höfum bara ákveðinn aðdáendahóp á Íslandi en maður er raunsær. Þetta er ævintýramennska. Meik og ekki meik skiptir ekki öllu máli. Þetta er meira gaman en meik,“ segir Baddi og Elli bætir við: „Við erum að safna sögum í sarpinn fyrir barnabörnin og fá reynslu í reynslubankann.“ Þeir segja enska sönginn ekk- ert hafa með meik í útlöndum að gera. „Það er hægt að vera flott- ur úti og syngja á íslensku eins og Sigur Rós. Þetta fer eftir því hvað hentar tónlistarstílnum. Þetta þróaðist bara svona hjá okkur og var ekki einu sinni rætt. Ef þetta gengur upp er það bara gott mál því þú getur klúðrað enskum texta alveg eins og íslenskum.“ Vantar tónleikastað Eftir að hafa minnst á útgáfutón- leika sína á Nasa 28. nóvember fer spjallið út í skort á góðum íslenskum tónleikastað af svip- aðri stærðargráðu og Organ. Að því búnu kveðja þeir Elli og Baddi og halda út í íslensku óvissuna með flotta plötu í far- teskinu. Þessir strákar eru komn- ir til að vera. freyr@frettabladid.is Þreyttir á „singalong“ - pakkanum ÞRÖNGT MEGA SÁTTIR SITJA Hljómsveitin Jeff Who? kramin inni í keflvískum kagga. Frá vinstri: Bjarni Hall, Valdimar Kristjónsson, Þormóður Dagsson, Ásgeir Flosason og Elís Pétursson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hljómsveitin Jeff Who? vakti verðskuldaða athygli fyrir fyrstu plötuna sína Death Before Disco sem kom út haustið 2005. Sú plata var full af grípandi popprokkslög- urum og fékk ágætar viðtökur en sveitin sló ekki almennilega í gegn fyrr en árið eftir þegar eitt lagið af henni, Barfly, náði vinsældum á öllum helsu útvarpsstöðvum landsins. Síðan hefur verið beðið eftir næstu plötu með nokkurri óþreyju og nú, þremur árum og einni liðsmannabreytingu eftir fyrri plötuna, er hún loks komin. Einn helsti styrkleiki Jeff Who? á fyrri plötunni var hæfileiki þeirra félaga til að semja hreint ótrúlega grípandi og upplífgandi rokklög. Sá hæfileiki er greinilega enn til staðar. Jeff Who? er full af lögum sem límast á heilann á manni og létta lund. Þar á meðal má nefna fyrstu tvö smáskífulög- in, She’s Got The Touch og Con- gratulations, en líka lög eins og The Great Escape, Everyday is Always the Same, You and Me og Last Chance to Dance. Tónlistina á plötunni væri hægt að kalla beint framhald af tónlist- inni á fyrri plötunni. Af einhverj- um ástæðum kemur orðið „brit- pop” fljótlega upp í hugann þegar maður ætlar að fara að lýsa henni. Lögin eru nokkuð fjölbreytt þó að ákveðin stuðformúla (diskóbassi, gítarriff og sing-along viðlög) sé nokkuð áberandi. Það hefur tekist ágætlega að ljá hverju lagi sitt sérkenni. Á fyrsta lagið, Congrat- ulationss setja harmóníusöngur og strengjaleikur sterkan svip, annað lagið The Great Escape er í dansrokkstíl með kúabjöllu og öllu tilheyrandi og gæti sómt sér ágæt- lega við hliðina á lögum LCD Soundsystem. Í því er líka flott saxófónsóló. Þriðja lagið byrjar á New Order-hljómi og þannig mætti halda áfram að telja upp. Lokalagið In the End er svo alveg eitt á báti. Byrjar á rólegu orgel- spili en tekur svo á rás þegar á líður. Það er oft talað um að það sé erfitt að fylgja eftir vel heppnuð- um frumsmíðum. Jeff Who? er búin að taka sér góðan tíma í þessa „erfiðu plötu númer tvö“ en útkoman er líka býsna góð og gefur fyrri plötunni ekkert eftir. Trausti Júlíusson Fleiri lög til að fá á heilann TÓNLIST Jeff Who? Jeff Who? ★★★★ Önnur fín popp- rokkplata, full af lögum sem límast á heilann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.