Fréttablaðið - 13.12.2008, Síða 1

Fréttablaðið - 13.12.2008, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 500013. desember 2008 — 341. tölublað — 8. árgangur TÓNLIST Sópransöngkonunni Björgu Þórhallsdóttur hefur verið boðið að syngja einkennissöng enska knattspyrnuliðsins Liver- pool, You´ll Never Walk Alone, á heimavelli þess, Anfield Road, á næsta ári. Einnig stendur til að hún snæði kvöldverð með spænska knattspyrnustjór- anum Rafael Benítez eftir leikinn. „Þetta er Mekka fótboltans er það ekki? Það er mikill heiður að vera boðið þetta,“ segir Björg. Bróðir hennar, þingmaðurinn Höskuldur Þórhallsson sem er mikill Liverpool-aðdáandi, ætlar á völlinn og hlakkar hann mikið til. „Ef það er einhvern tímann tilefni til að fara þá er það þarna,“ segir hann. - fb / sjá síðu 86 Björg Þórhallsdóttir söngkona: Boðið að syngja á Anfield Road BJÖRG ÞÓR- HALLSDÓTTIR dagar til jóla Opið til 22 11Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá10 -15 EVRÓPUMÁL Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson, þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, vilja að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópu- sambandið og að ákvörðun um inn- göngu verði borin undir þjóðar- atkvæði. Þetta kemur fram í grein sem þeir skrifa í Fréttablaðið í dag. Bjarni og Illugi telja að til lengri tíma muni krónan reynast okkur fjötur um fót. Ákvörðunin um Evr- ópusambandsaðild megi hins vegar ekki eingöngu snúast um gjaldmið- ilsmál heldur þurfi að kanna málið frá öllum hliðum. Þær sérstöku aðstæður sem nú eru uppi kalla þó á að ráðist verði í aðildarviðræður og í kjölfarið taki þjóðin öll ákvörðun um málið. Í aðildarviðræðunum beri að hafa hagsmuni Íslendinga gagnvart ESB í fyrirrúmi með það að leiðarljósi að ná sem víðtækastri sátt um niðurstöðuna. Þá segja tvímenningarnir að atburðir síðustu mánaða hafi dregið úr trausti fólks á stjórn- málamönnum, stjórnskipulaginu og stofnunum ríkisins. Brýnt sé að endurheimta það traust, til dæmis með því að breyta kosn- ingafyrirkomulaginu í þá átt að efla tengsl á milli kjósenda og kjörinna fulltrúa og skerpa á ábyrgð þeirra sem fara með vald. - bs/ sjá síðu 32 Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson vilja að þjóðin kjósi um ESB-samning: Vilja aðildarviðræður við ESB SADDAM VIRKAÐI VINALEGUR Börkur Gunnarsson talar um dvöl sína í Bagdad LAUGARDAGUR Ekki fræg fyrir ekki neitt Fótboltaeiginkonan Ásdís Rán segir að markaðssetningin á henni sjálfri sé úthugsuð. HELGARVIÐTAL 38 heimili&hönnunLAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2008 ● ANDREJ STATSKIJLitháísk hönnun ● NÓTT DRAUMANNASjónhverfi ngar Skertzo ● INNLIT Í HLÍÐUNUMSkrapað og sparslað VEÐRIÐ Í DAG FYLGIR Í DAG 56 FROST UM HELGINA Í dag verður víðast hæg breytileg átt. Skýjað norðaustast annars bjart með köfl- um. Hætt við lítilsháttar snjómuggu með ströndum syðra. Frost 0-10 stig, mildast syðst. VEÐUR 4 -5 -2 -4 -5 -6 Í MINNINGU RÚNARS Útför Rúnars Júlíussonar var gerð frá Keflavíkurkirkju í gær. Útförinni var sjónvarpað og var meðal annars sýnt frá henni í Fríkirkjunni í Reykjavík, sem var þéttsetin. Að athöfn lokinni gátu gestir skrifað nafn sitt í gestabók til minningar um einn ástsælasta tónlistarmann landsins. Sjá síðu 4 FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BANKAR Eigendur séreignarsparn- aðar hjá Íslenska lífeyrissjóðnum, sem Landsbankinn rekur, töpuðu fimmtungi af eign sinni á fyrstu ellefu mánuðum ársins óháð því hversu áhættusama ávöxtunarleið þeir höfðu valið. Nafnávöxtun Íslenska lífeyris- sjóðsins var neikvæð um tuttugu prósent á fyrstu ellefu mánuðum ársins óháð ávöxtunarleið. Leiðin sem ber mesta áhættu skilaði 20,4 prósent neikvæðri ávöxtun sam- anborið við 20,1 prósent þar sem áhættan átti að vera lítil sem engin. Ingólfur Guðmundsson, stjórn- arformaður sjóðsins, segir að dregið hafi verið úr áhættu í öllum ávöxtunarleiðum á undanförnum árum með því að selja innlend og erlend hlutabréf. „Í staðinn voru keypt innlend skuldabréf því þau þóttu spennandi ávöxtunarleið og voru talin gulltrygg. Það sem ger- ist með setningu neyðarlaganna er að leikreglunum er breytt eftir á. Innlánin, óháð fjárhæð, eru með ríkisábyrgð en skuldabréfin skilin eftir. Það er í rauninni skýringin á þessu.“ Ingólfur segir sorglegt að öruggustu ávöxtunarleiðir sjóðs- ins hafi farið jafn illa út úr hruni bankanna og raun ber vitni. Sjóðfélagar velja fjárfestingar- leiðir sem hafa mismunandi vægi hlutabréfa, skuldabréfa og inn- lána. Mesta áhættu tekur sá sem velur leið þar sem vægi hlutabréfa er mikið. Leið byggð á skuldabréf- um og innlánum er talin örugg. Öruggasta sparnaðarleið líf- eyrissjóðs Landsbankans saman- stóð eingöngu af innlendum skuldabréfum í árslok 2007. Þar af voru skuldabréf fjármálastofnana um sautján prósent. Sjóðsfélagar voru þrjátíu þúsund 2007. Eign sjóðsins var um þrjátíu milljarð- ar. Athygli vekur að samanburðar- hæfar sparnaðarleiðir Frjálsa líf- eyrissjóðsins, sem rekinn er af eignastýringu Kaupþings, skilar mun betri niðurstöðu en Lands- bankinn. Öruggasta leiðin skilar 23,1 prósent nafnávöxtun. Ástæð- an er að Kaupþing lagði meiri áherslu á kaup á ríkisskuldabréf- um en skuldabréfum fjármála- stofnana og fyrirtækja, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ávöxtunarleiðir Almenna lífeyr- issjóðsins, sem er í vörslu Glitnis, skiluðu allar neikvæðri ávöxtun á tímabilinu. Sú áhættuminnsta 5,4 prósentum en 20,5 prósent þar sem áhættan var mest. - shá Tapa fimmtungi sparnaðar á öruggustu ávöxtunarleiðinni Þúsundir Íslendinga töpuðu fimmtungi af séreignarsparnaði sínum hjá Landsbankanum á árinu. Skipti þá engu hversu örugg ávöxtunarleið var valin. Mikill munur er á útkomu lífeyrissjóða gömlu bankanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.