Fréttablaðið - 13.12.2008, Síða 6

Fréttablaðið - 13.12.2008, Síða 6
6 13. desember 2008 LAUGARDAGUR VINNUMARKAÐUR Ríkisstjórnin legg- ur til í sparnaðaraðgerðum sínum að fresta nokkrum stórum fram- kvæmdum, fyrst og fremst í vega- málum og höfnum, en líka nokkr- um stökum byggingum, til dæmis Stofnun Árna Magnússonar og fangelsinu á Litla-Hrauni auk þess sem hægir á undirbúningi varð- andi nýja sjúkrahúsið. Þá seinkar flugvél og varðskipi Landhelgis- gæslunnar og greiðslum þannig frestað. Alls fer 41 milljón króna í framkvæmdir ríkisins á næsta ári. Þorbjörn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar, telur mestu skipta að ríkisstjórnin ákveði sem fyrst og eigi síðar en fljótlega eftir áramót í hvaða fram- kvæmdir á vegum ríkisins verði farið og hvenær það verði gert þannig að fyrirtækin viti hvað er fram undan og hvenær. Þannig taki færri uppsagnir gildi. Erfið- ara sé fyrirtækin að fara í gang ef starfsmenn eru hættir vegna upp- sagna. „Það skiptir máli hvenær þetta fjármagn verður nýtt, í hvers konar verkefni og að það liggi fyrir sem allra fyrst þannig að fyrirtækin sjái hvað er fram undan. Það er jákvætt að fara í vinnuaflsfrekar framkvæmdir en það þarf að koma fljótt fram hvern- ig á að nýta þessa peninga því það gæti haft áhrif á uppsagnirnar,“ segir hann. Þorbjörn bendir á að það sé óheppilegt ef framkvæmdaáform ríkisstjórnarinnar verði ekki tilbú- in fyrr en í sumar eins og ekki sé óalgengt. „Þá stöndum við frammi fyrir því að fólk verður atvinnu- laust í marga mánuði og þá verður erfiðara að ná þessu í gang. Því er mikilvægt að deila þessum framkvæmdum út fljótlega,“ segir hann. Gylfi Arn- björnsson, for- seti ASÍ, telur að horfur séu á meira en 50 pró- senta atvinnu- leysi í byggingar- geiranum á næsta ári. Það þýðir að annar hver maður, sem starfar við byggingaframkvæmdir, verði atvinnulaus. Þorbjörn telur að miðað við 11 þúsund starfsmenn, eins og séu starfandi í geiranum í venjulegu árferði, geti atvinnu- leysi numið 30-40 prósentum. Það miðist við að 3-4.000 manns missi vinnuna á næsta ári. Geir H. Haarde forsætisráð- herra hefur sagt að máli skipti hvernig framkvæmdum ríkisins verði beitt til að hönnun leggist ekki af í landinu. Horfur eru á 70 prósenta atvinnuleysi meðal arki- tekta. Í kreppunni í Finnlandi var 40 prósenta atvinnuleysi hjá þeirri stétt. ghs@frettabladid.is Frestar fangelsi og hægir á sjúkrahúsi Horfur eru á allt að 50 prósenta atvinnuleysi í byggingargeiranum á næsta ári. Ríkisstjórnin þarf að negla niður tímasetningu framkvæmda sem fyrst. Erfið- ara sé fyrir hjólin að byrja að snúast ef starfsmenn eru hættir. FRESTAR NOKKRUM BYGGINGUM Ríkisstjórnin áformar að fresta framkvæmdum í vegamálum og við hafnir landsins en líka nokkrum byggingum, til dæmis fangelsinu á Litla-Hrauni og undirbúningi við nýja hátæknisjúkrahúsið í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. ÞORBJÖRN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTI Skilanefnd Landsbank- ans segist í tilkynningu hafa sent skattrannsóknarstjóra öll gögn sem nefndinni eru tiltæk og óskað var eftir. Málið varðar fyrirspurn til bankanna þriggja um aðkomu þeirra eða dótturfélaga að, eða viðskipti við, félag í Lúxemborg. Í tilkynningunni segir að Landsbanki Íslands hf. hafi ekki átt í neinum viðskiptum við umrætt félag. Skilanefndin hafi ekki undir höndum upplýsingar sem varða viðskipti einstakra viðskiptavina við dótturfélag bankans í Lúxemborg. Þá segir að skilanefndin hafi svarað skil- merkilega og innan fresta öllum erindum frá skattrannsóknar- stjóra. - kóp Skilanefnd Landsbankans: Segist hafa skil- að öllum gögn- um til skattsins STANGVEIÐI „Vísitölutryggðar hækkanir á veiðileyfum eru ekki boðlegar og þær verður að taka úr sambandi á meðan efnahags- kreppan gengur yfir. Allir verða að leggjast á árarnar svo komast megi hjá markaðslegu hruni sem engum er hagur í,“ segir í ályktun stjórnar Landssambands stanga- veiðifélaga sem hvetur veiðifélög og veiðiréttareigendur til að semja við leigutaka um að lágmarka tjón sem fyrirsjáanlegt sé við núverandi aðstæður. - gar Ályktun stangaveiðifélaga: Lágmarki tjón LAXÁ Í KJÓS Aftengja þarf vísitölutrygg- ingu veiðileyfa segja stangaveiðimenn. SARK, AP Á litlu Ermasundseyj- unni Sark, þar sem íbúar eru rétt um 600, voru haldnar þingkosn- ingar á miðvikudaginn, þær fyrstu í sögu eyjunnar. Afleiðing- arnar urðu þær að hundrað manns missa vinnuna á einu bretti. Ástæðan er sú að tvíbura- bræðurnir David og Frederick Barcley, sem reka nánast öll fyrirtæki á eyjunni, ákváðu að fara burt í fússi með allan sinn rekstur eftir að eyjarskeggjar höfnuðu þeim í kosningunum. Barcley-bræður eru sannkall- aðir auðjöfrar. Þeir eiga til dæmis Ritz-hótelið í London og dagblaðið Telegraph. - gb Þingkosningar á Sark: Barcleys-bræð- ur farnir í fússi BANDARÍKIN, AP Lagafrumvarp um að koma fjórtán milljörðum Banda- ríkjadala, andvirði um 1.600 millj- arða króna, í neyðarfjárhagsaðstoð til bandarísku bílarisanna þriggja, GM, Ford og Chrysler, strandaði í öldungadeild Bandaríkjaþings í fyrrakvöld. Síðasta von fyrirtækjanna er nú bundin við að George W. Bush Bandaríkjaforseti ákveði án til- stillis þingsins að útvega þeim bráðalán til að afstýra þroti. Tals- menn Hvíta hússins greindu frá því í gær að forsetinn væri að íhuga að nota fé úr 700 milljarða dala björgunarsjóði fyrir fjármála- kerfið til að hjálpa fyrirtækjunum. Forsvarsmenn GM og Chrysler hafa sagt að gjaldþrot blasi við ef fyrirtækin fái ekki fjárhagsfyrir- greiðslu áður en árið er úti. Ford kvað vera lítið eitt betur statt. Lagafrumvarpið féll eftir að slitnaði upp úr viðræðum þing- manna, sem voru tregir til að styðja frumvarpið, við fulltrúa verkalýðs- félags bílaverkamanna. Hópur þingmanna repúblikana hafði kraf- ist þess að verkamenn bílaverk- smiðjanna tækju á sig umtalsverða kjaraskerðingu sem lið í björgun fyrirtækjanna, en því hafnaði verkalýðsfélagið. „Plan B er forsetinn,“ sagði Carl Levin, þingmaður frá Michigan. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeild- ar þingsins, sagði að aðgerðir af hálfu Bush forseta væru nú „eini haldbæri valkosturinn.“ - aa Bandaríkjaþing náði ekki samkomulagi um bráðaaðstoð við bílaiðnaðinn vestra: Síðasta vonin bundin við Bush STÖRF Í UPPNÁMI Verkafólk í verksmiðju Chrysler í Warren í Michigan fer af vaktinni. Þrjár milljónir starfa eru í húfi í bandarískum bílaiðnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ferð þú í jólaköttinn í ár? Já 41,1% Nei 58,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu sátt (ur) við skattahækkun ríkisstjórnarinnar? Segðu þína skoðun á vísir.is EFNAHAGSMÁL „Það er mjög sérstakt að ríkisstjórnin hafi sérstaklega búið til aðgerð sem felur í sér að þessi hópur eigi að bera einhvern sérstakan skatt,“ segir Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ, um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um 10 prósenta skerðingu bóta almannatrygginga. Ríkisstjórnin ákvað að undan- skilja lágmarkstekjuviðmið frá skerðingunni og segir Gylfi líklegt að um 15 þúsund manns njóti góðs af því. „Ég ætla ekki að rengja Jóhönnu [Sigurðardóttur félags- málaráðherra] um það en það eru 35 þúsund manns sem lenda í skerð- ingunni, sem fá ekki hækkunina og sá hópur býr líka við fátækt,“ segir Gylfi. Hann segir um 50 þúsund manns þiggja bætur frá lífeyris- tryggingakerfinu svo augljóst sé að um æði stóran hluta bótaþega sé að ræða. „Okkar gagnrýni beinist ekki að þeim sem fengu. Okkar gagnrýni beinist að því að það eru 35 þúsund elli- og örorkulífeyrisþegar sem ekki fá þá hækkun sem þeir áttu rétt á,“ segir Gylfi. Hann segir almannatryggingalöggjöfina gera ráð fyrir verðtryggingu á lífeyri, að þeir sem eru á bótum eigi að fá hækkun sem nemur breytingum verðlags.“ Ákvörðun ríkisstjórnar- innar þýði að í stað þess að lág- marksbætur almannatrygginga hækki í tæplega 178 þúsund krónur á mánuði verði þær ríflega 163 þús- und krónur eða 15 þúsund krónum lægri á mánuði. „Það er gagnrýnivert að ríkis- stjórnin telji að elli- eða örorkulíf- eyrisþegar sem fá 150 til 200 þús- und á mánuði séu með svo háar bætur að þeir eigi ekki að fá hækk- un,“ segir Gylfi. - ovd Forseti ASÍ gagnrýnir skerðingu á hækkunum bótaflokka almannatrygginga: Ríkisstjórnin skattleggur bótaþega GYLFI ARNBJÖRNSSON Gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að skattleggja þá sem síst skyldi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M KJÖRKASSINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.