Fréttablaðið - 13.12.2008, Side 16

Fréttablaðið - 13.12.2008, Side 16
16 13. desember 2008 LAUGARDAGUR 1400 snúninga þvottavél WA73140 Hljóðlát með íslensku stjórnborði og leiðarvísi. 7 kílóa hleðsla sérlega notendavæn. LED-skjár. Hurðarop: 33 cm. Mál (BxHxD): 85 x 60 x 60 cm. Gorenje þvottavél Reykjavík . Borgartún 24 . Sími 562 4011 Akureyri . Draupnisgata 2 . Sími 460 0800 Reyðarfjörður . Nesbraut 9 . Sími 470 2020 Reykjanesbær . Hafnargata 52 . Sími 420 7200 P IP A R • S ÍA • 8 23 11 Morðið á hinum fimmtán ára Alex Grygoropoulos síðastliðinn laugardag var aðeins kornið sem fyllti mælinn í Grikklandi. Kostas Kyriakopoulos, blaðamaður hjá gríska dagblaðinu Eleftherotypia, segir að áföll og hneykslismál hafi skekið þjóðfélag- ið um nokkra hríð en ríkisstjórnin hafi aldrei brugðist við vandanum. Á laugardaginn, þegar lögreglumaðurinn Epameinondas Korkoneas myrti ungmennið, var langlundargeð Grikkja uppurið. „Hér brann allur Pelopsskagi í sumar og ekkert var gert,“ segir Kyriakopoulos. „Hér hafa komið upp ótal spillingarmál og ekkert er gert við þeim heldur og svo var þessi fimmtán ára nemandi myrtur og Kostas Karamanlis forsætisráðherra kemur fram í fjölmiðlum, lætur stórkallalega en bregst að öðru leyti ekki við. Þetta sættir fólk sig ekki við. Árið 1985 kom upp svipað mál þegar fimmtán ára gamall nemandi beið bana. Þá var Andreas heitinn Papand- reou forsætisráðherra og hann lét alla yfirmenn lögreglunar taka hattinn sinn. Það er eitthvað þessu líkt sem þjóðin er að bíða eftir en Karamanlis hugsar um það eitt að koma vel fyrir í fjölmiðlum en lætur að öðru leyti líkt og hann sé ekki til.“ Það sem hefur aukið enn fremur á reiði fólks er að lögreglumaðurinn Epameinondas hefur þótt svívirða minningu fórnarlambs síns í málsvörninni með því að segja að hann hafi verið fótboltabulla sem hafi sífellt verið til vandræða og ekki tollað í skóla. „Því hafa skólayfirvöld og þeir sem til hans þekktu vísað á bug. Þvert á móti var þetta rólegur og vænn drengur,“ segir Kyriakopoulos. „Því er þannig komið að nemendur vilja helst tjá reiði sína á öllu sem minnir á lögregluna. Þess má geta að stofnuð hefur verið síða á fésbókinni sem heitir „fokkaðu þér Epameinondas“ og um 40 þúsund manns hafa skráð sig á hana.“ Rannsókn hefur leitt í ljós að byssukúlan sem hæfði Grygoropoulos hafi haft viðkomu í vegg eða götunni. Kyriakopoulos segir Grikki finna litla friðþægingu í því. „Þú miðar bara ekkert byssu að ungmennum, punktur basta,“ segir hann. Óeirðirnar halda áfram í Aþenu þótt þær séu ekki jafn miklar og um síðustu helgi og á mánudag. Einnig láta nemendur reiði sína í ljós með margs konar uppákomum í stærstu borgum landsins. Georg Papandreou, leiðtogi sósíalistaflokksins PASOK og jafnframt sonur Andreasar, hefur sagt ríkisstjórn hægriflokksins Nýtt lýðveldi óstjórn- hæfa og hvatt til kosninga. jse@frettabladid.is Grískur blaðamaður segir gríska þjóð æfa vegna aðgerðaleysis stjórnvalda: Aðgerðaleysið er að trylla fólkið EKKI ERU ÞÓ ALLIR AÐ ÆSA SIG Þótt ekki sé rótt í miðborg Aþenu þessa dagana lætur þessi aldni maður ekki á neinu bera. AFP Í LJÓSUM LOGUM Óeirðalögreglan hefur þurft að þola miklar raunir undanfarið. Eiginlega eldraunir. AP Í REYK Menn mæta vel búnir til mótmælaaðgerðanna. AFP ÞESSI GATA ER EKKI GREIÐ Gatan við hlið þinghússins í Aþenu er hvorki greið mótmæl- endum né öðrum. AFP KOSTAS KYRIAKOPOULOS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.