Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.12.2008, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 13.12.2008, Qupperneq 20
20 13. desember 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 377 176 -0,84% Velta: 176 milljónir MESTA HÆKKUN ALFESCA 2,56% MAREL 0,53% MESTA LÆKKUN ATLANTIC PETROL. 8,82% BAKKAVÖR 8,73% CENTURY ALUM. 5,83% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,00 +2,56% ... Bakkavör 3,24 -8,73% ... Eimskipafélagið 1,31 -0,76% ... Exista 0,06 +0,00% ... Icelandair Group 13,20 +0,00% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 75,70 +0,53% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur- Burðarás 2,66 -2,56% ... Össur 96,60 -0,62% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 204,5 +2,04% „Ísland á að stíga inn úr kuldan- um og ganga í Evrópusamband- ið.“ Svo mælir dr. Terry Lacey, breskur hagfræðingur búsettur í Indónesíu, í grein sem hann ritar í vefmiðilinn The Palestine Chronicle í vikunni. Í grein sinni fjallar Lacey um hrun íslenska bankakerfisins og beitingu hryðjuverkalaga gegn Kaupþingi og Landsbankanum í Bretlandi. Hann bendir á að á sama tíma og Bretar þjarmi að Íslendingum vegna um átta milljarða punda innistæðna á reikningum íslensku bankanna hafi bresk stjórnvöld dælt nokkrum tugum milljarða inn í breskan bankageira til að koma bönkum til bjargar. Lacey segir beitingu laganna óráð hjá Bretum enda virðist gjörningurinn pólitískur skolla- leikur til að auka vinsældir Gor- dons Brown, forsætisráðherra, og breska Verkamannaflokksins. Virðist sem Bretar hafi verið í fullkomnum órétti og nýtt yfir- burði sína til að þvinga Íslend- inga til að borga brúsann. - jab Bretar beittu Íslendinga órétti BROWN Bretar beittu hryðjuverkalögum á íslensk stjórnvöld til að auka eigin vin- sældir, segir hagfræðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Var Lehman um að kenna? Fátt er enn vitað um ástæður þess að bresk stjórnvöld gripu til þess óyndisúrræðis að beita ákvæðum hryðjuverkalaga gegn Íslandi og Landsbankanum á dögunum með afleiðing- um sem allir þekkja. Markaðurinn hefur eftir háttsettum aðila í fjármálakerfinu að í Bretlandi sé nú viðruð sú kenning, að daginn fyrir fall bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers, hafi breskt útibú hans millifært tíu milljarða punda til Bandaríkjanna og fyrir vikið hafi tap Bretlandsdeild- arinnar orðið mun meira en ella hefði orðið. Þetta hafi síðan orðið til þess að umdeildum hryðjuverkalögum var beitt gegn Íslandi, þar sem bresk yfirvöld ætluðu að forðast í lengstu lög að slíkt henti nokkru sinni aftur. Hvers vegna Bretar ákváðu að refsa Íslendingum fyrir bandarískar syndir fylgir hins vegar ekki þessari sögu. Krónan gegn evru í Markaðnum Staða gjaldmiðilsins verður mjög til umræðu í Markaðnum á Stöð 2 í dag. Þar munu þau Heiðar Már Guðjónsson, Edda Rós Karlsdóttir og Kristján Vigfússon meðal annars ræða kosti og galla einhliða upptöku evru og þeir Óli Björn Kárason, Borgar Þór Einarsson og Sveinn Andri Sveinsson fjalla um viðskiptalífið og aðsteðjandi landsfund Sjálfstæðisflokksins. Athygli mun einnig vekja yfirlýsing Ármanns Kr. Ólafs- sonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks- ins, um hvað best sé að gera fyrir okkur Íslendinga í Evrópumálunum. Peningaskápurinn … Utanríkisráðherra segir pólitískan vilja fyrir því að skilanefndir höfði mál gegn Bretum vegna Landsbanka og Kaupþings. Iðnaðarráð- herra segir kostnað ekki skipta máli. Utanríkis- ráðherra setur hins vegar fyrirvara við kostnaðinn. „Ég tel að við eigum að styðja kröfu- hafana eða skilanefndirnar ef þær vilja sækja sinn rétt. Ég hygg að pólitískur vilji sé fyrir því,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, í við- tali við Fréttablaðið um mögulega málsókn bankanna gegn breskum stjórnvöldum. Hugsanleg málsókn ríkisins gegn Bretum vegna hryðjuverkalaga sé af öðrum toga. Hryðjuverkalögin hafi bæði beinst gegn Landsbank- anum og íslenskum stjórnvöldum og valdið Íslandi bæði fjárhagslegu og pólitísku tjóni á alþjóðavett- vangi. Frestur skilanefnda Landsbank- ans og Kaupþings til að höfða mál, vegna töku bankanna í byrjun okt- óber, rennur út 7. janúar. Þingmenn lýstu áhyggjum af stöðu mála í umræðum á Alþingi í gær. Breskir lögmenn sem kanna mál- sókn fyrir Kaupþing óttast að hún renni út í sandinn. Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismála- nefndar, sagði málið vera í höndum skilanefnda. Þær væru hluti framkvæmda- valdsins sem þurfi að skýra hvort pólitískur og fjár- hagslegur stuðningur verði við málið. „Ég ætla ekki að neita því að mér hefur þótt of mikið hik á stjórnvöldum í þessu máli.“ Hann bætti því við að slæmt væri að svo langt væri liðið án þess að lögfræðileg álitaefni hefðu verið skýrð nógu vel. Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra telur að fara eigi í mál. „Það eru skilanefndir bankanna sem eiga að reisa þetta mál og verða að gera það. Kostnaðurinn á ekki að skipta máli þar og það mun ekki skorta atbeina ríkisins í því efni.“ Ingibjörg Sólrún er hins vegar ekki eins afdráttarlaus um kostnað- inn. „Stuðningur okkar við skilanefndirnar má hins vegar ekki kosta hvað kosta vill. Það þarf að hafa í huga hvaða fjárhagslegar skuldbindingar geta falist í málsókn af þessu tagi.“ „Skilanefndirnar þurfa að gæta þarna hagsmuna gamla Kaupþings og kröfu- hafanna og í mínum huga er alveg ljóst að þeir ættu að fara þessa leið,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður við- skiptanefndar Alþingis. „Ljóst er að málaferli af þessum toga eru mjög kostnaðarsöm og í þeim er óhjákvæmilega fólgin óvissa um niðurstöðu. Að óbreyttu eru það kröfuhafar bankans sem þurfa að bera þann kostnað og taka þá áhættu sem af slíkum málaferl- um leiðir. Þeir hljóta því að eiga síð- asta orðið um það hvort af máls- sókn verður,“ segir skilanefnd Kaupþings í yfirlýsingu. ingimar@markadurinn.is Stjórnvöld vilja að Kaupþing fari í mál Á ALÞINGI Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Geir H. Haarde forsætis- ráðherra. Ingibjörg segir sitt hvað að nýju bankarnir höfði mál á hendur Bretum og að ríkið geri það vegna beitingar hryðjuverkalaga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BJARNI BENEDIKTSSON Áætlanir íslenskra stjórnvalda að útflutningur áls muni drífa áfram endurreisn efnahagslífsins eftir banka- hrunið mun taka lengri tíma en lagt var upp með. Þetta segir í áliti matsfyrirtækisins Fitch Ratings sem Seðlabankinn birti í gær. Matsfyrirtækið bendir á að endur- reisnin byggi á spám stjórnvalda um hátt álverð. Útlit sé fyrir að það gangi ekki alfarið eftir þar sem verð á áli hafi lækkað á heimsmörkuðum upp á síðkastið. Inn í það spilar almenn verðlækkun á hrávöru og uppbygging fleiri álvera víða um heim upp á síðkastið. Fitch bendir jafnframt á að útflutn- ingsverðmæti áls séu nú hærri en á fiski. Verðmæti þess nam 40 prósent- um af öllum útflutningi á fyrstu tíu mánuðum ársins samanborið við 27 prósent í fyrra. Fitch bendir á að á sama tíma og landið hafi orðið háðara álverði hafi heimsmarkaðsverð lækkað um 30 prósent. Áhætta sé því fólgin í því að leggja allt sitt á þróun álverðs. - jab Varasamt að veðja á álið Christer Villard, nýráðnum for- stjóra Kaupþings í Svíþjóð, hefur verið falið að selja bankann, sam- kvæmt frétt Dagens Industri. Vill- ard var einn forstjóra bankans 2001 til 2005. Salan mun vera gerð í samráði við stjórnvöld hér, en hún er sögð að undirlagi sænska seðlabankans og Lánastofnunar sænska ríkisins (Riksgälden). Þá kemur fram í frétt Dagens Industri að minnst tíu hafi gefið sig fram sem áhugasama um að kaupa bankann og því þurfi nýr forstjóri ekki að hafa áhyggjur af því að fá eitthvert hrakvirði fyrir hann. Hugsanlegir kaupendur eru flestir sagðir sænskir. - óká Kaupþing í Sví- þjóð í söluferli Kröfuhöfum gömlu bankanna eru um þessar mundir kynntur ferillinn við endurskipulagningu bankakerfisins, uppskiptingu bankanna og verðmat eigna þeirra, á fundum með skila- nefndum bankanna. Á vef Fjármálaeftirlitsins (FME) eru birtir verkferlarnir sem kröfuhöfum eru kynntir, en þeim er skipt í fimm hluta. Um er að ræða gagngert endurmat á eignum og skuldum nýju bankanna við upphaf starfsemi þeirra. „Aðferð- unum sem notaðar verða við þetta endurmat er ætlað að endurspegla þau verðmæti sem til langs tíma litið felast í eignum nýju bankanna, en ekki það verð sem fyrir þær fengist við þvingaða sölu við erfiðar mark- aðsaðstæður“, segir á vef FME. Þá er um að ræða sams konar endurmat á eignum og skuldum gömlu bankanna til viðmiðunar fyrir skilanefndirnar í starfi þeirra fyrir kröfuhafa. Gerðir eru fjárhagsreikningar fyrir hvern nýju bankanna við upphaf starfsemi þeirra, en í áætluninni kemur fram að ríkið leggi þeim til nýtt hlutafé upp á 385 milljarða króna í febrúarlok 2009. Hluti af endurskipulagningunni er svo einnig skilgreining og ákvörð- un á fjárhagsskuldbindingum nýju bankanna við gömlu bankana og endurskoðun regluumhverfis og framkvæmdar bankaeftirlits til þess að efla viðbúnað við hugsanlegum fjármálakreppum í framtíðinni. - óká Kröfuhöfum kynnt ferlið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.