Fréttablaðið - 13.12.2008, Síða 24

Fréttablaðið - 13.12.2008, Síða 24
24 13. desember 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 EYGLÓ HARÐARDÓTTIR Í DAG | Samvinnuhreyfingin Íslenskur almenningur situr nú í brunarústum óhefts kapítalisma. Hin ósýnilega hönd hins frjálsa markaðar var eftir allt saman ekkert ósýnileg, hún var hreinlega ekki til. Sýnin um að sífellt væri hægt að stækka kökuna með því að ýta undir græðgi einstaklinganna reyndist vera draumsýn, fals eitt þar sem engin raunveruleg verðmæti voru sköpuð. Óheftur kapítalismi er hruninn líkt og kommúnisminn í lok síðustu aldar. Tími er til kominn að skoða aðra hugmyndafræði, sem byggir á raunverulegri verðmætasköpun þar sem fólk leggur saman þekkingu sína, reynslu og hags- muni til að ná ákveðnum sameigin- legum markmiðum. Það er kominn tími til að endurreisa samvinnu- hugsjónina á Íslandi. Í allt of langan tíma hefur samvinna verið ljótt orð í íslensku. Hugmyndafræðin á bak við samvinnustefnuna hefur týnst og meira að segja menn innan samvinnuhreyfingarinnar sjálfrar hafa týnt sér í frjálshyggjunni og græðgisvæðingu hins íslenska samfélags, eins og sorgardæmið um Samvinnutryggingar sýnir svo átakanlega. En fyrir hvað stendur samvinnu- stefnan? Að fólk geti náð meiri árangri með því að vinna saman en sem einstaklingar. Að eina leiðin til tryggja sanngirni í samfélaginu sé að dreifa valdi, án tillits til auðs, stéttar, kyns eða hörundslitar. Að vinna að því að hvetja til reksturs samvinnufélaga og annarra sameignarfélaga sem hafa hagsmuni meðlima að leiðarljósi fremur en það eitt að hámarka hagnað. Þar sem manngildi er sett ofar auðgildi. En hún er dáin, er það ekki? Samvinnumenn vilja vissulega ná árangri, en á grunni siðferðis- legra gilda og sterkrar samfélags- legrar vitundar. Þetta endurspegl- ast í viðhorfum þeirra gagnvart samfélaginu og umhverfinu. Gildin eru: sjálfshjálp, sjálfsábyrgð, lýðræði, jafnrétti, sanngirni og samstaða. Þessi gildi endurspeglast síðan í áherslum þeirra á sjálfsá- byrgð hvers og eins, lýðræðisleg- um vinnubrögðum, jafnrétti þar sem hver einstaklingur hefur eitt atkvæði, sjálfstæði, mikilvægi menntunar og upplýsinga til allra hagsmunaaðila, samvinnuanda og umhyggju fyrir samfélaginu sem þeir starfa í. En er samvinnuhreyfingin ekki dauð? Er hún ekki jafn útbrunnin og kapítalismi og kommúnismi? Á vefsíðu ICA (ica.coop), regnhlífar- samtaka samvinnumanna um heim allan kemur fram að alls standa að þeim 221 félagssamtök frá 87 löndum með meira en 800 milljónir meðlima. Félög sem starfa í anda samvinnustefnunnar má finna í landbúnaði, lánastarfsemi, sjávarútvegi, heilsugæslu, fasteignum, iðnaði, tryggingum, ferðaþjónustu, verslun, þróunarað- stoð og stjórnmálum. Meira að segja í hinu svokallaða höfuðvígi kapítalismans, Bandaríkjunum, sjá samvinnufélög í raforkufram- leiðslu 25 milljónum manna fyrir rafmagni, eiga helming raforkulín- anna og reka heilsugæslu, sem grundvallast á samvinnuhugsjón- inni, fyrir 1,4 milljónir fjölskyldna. Framsóknarflokkurinn á rætur sínar í samvinnuhreyfingunni. Í stefnuskrá hans segir m.a.: „Við viljum byggja efnahagslíf þjóðar- innar á markaðshagkerfi einka- rekstrar og samvinnurekstrar þannig að framtak einstaklinga og samtaka þeirra njóti sín til fulls.“ Í stefnuskránni segir líka „við setjum manngildi ofar auðgildi …“ En hvar hafa áherslur flokksins verið? Í stjórnartíð Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar voru meðal annars tveir bankar einkavæddir, eitt símafyrirtæki selt og hlutur ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja seldur. Markmiðið var að framselja eignir almennings til auðvaldsins í þeirri von að nokkrir brauðmolar dyttu af borðum hinna útvöldu til almúgans. Man einhver eftir hugmyndum um samvinnurekstur í heilbrigðis- þjónustu, skólakerfinu eða bönkunum? Leik-, grunn-, og framhaldsskólum sem reknir væru af kennurum og foreldrum? Heilsugæslu þar sem læknar og sjúklingar sameinuðust um reksturinn? Húsnæðisfélögum þar sem íbúar taka höndum saman til að tryggja sér húsnæði á sann- gjörnu verði? Skattalegri umbun til fyrirtækja sem sinna samfélags- legum verkefnum? Eða samvinnu- sparisjóðum þar sem markmiðið væri að lána peninga á sanngjörn- um kjörum til meðlima? Framsóknarflokkurinn þarf, eins og aðrir, að gera upp við kapítal- ismann sem ráðið hefur ríkjum síðustu tvo áratugi. Það gerir hann best með því að leita aftur til upprunans og hefja samvinnustefn- una, sem hann var grundvallaður á, til fyrri metorða. Samvinna, samstarf og samvinnurekstur mega ekki lengur vera bannorð í íslensku samfélagi. Höfundur er þingmaður Fram- sóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Aftur til samvinnu A ðeins eitt kom á óvart við endurskoðun fjárlaganna; að ekki skyldi gengið lengra í aðhaldsaðgerðum. Eftir sam- komulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er stærstum hluta fjárlagavandans skotið á frest. Þetta er því aðeins byrjunin. Bæði pólitísk og efnahagsleg rök standa til þess að taka með meiri krafti á vandanum strax. Aðhaldsaðgerðir kalla alltaf á gagn- rýni. Hætt er við að ríkisstjórnin taki hana út á þessu stigi í öfugu hlutfalli við umfang aðgerðanna. Það getur gert framhaldið erfið- ara. Viðskiptahalli undanfarinna ára hefur verið skýr vísbending um að til umskipta kæmi í rekstri ríkissjóðs. Vegna bankahrunsins eru þau hins vegar meiri en sjá mátti fyrir. Útilokað er að byggja rekst- ur ríkissjóðs á viðvarandi lántökum. Niðurskurður og hærri skatt- ar eru óhjákvæmilegir fylgifiskar þeirrar köldu staðreyndar. Margslunginn hagsmunareipdráttur fer fram þegar þannig stendur á. Eðlilega reynir hver að verja þá hagsmuni sem næst standa. Það má hins vegar ekki hræða stjórnvöld frá því að taka á vandanum. En á þeim hvílir sú ábyrgð að sýna fram á að skyn- samlegri forgangsröðun viðfangsefna sé fylgt. Hinir sem réttlæta meiri ríkissjóðshalla en að er stefnt eru ekki þeim vanda vaxnir að glíma við efnahagsvandann. Athygli vekur hversu stór hluti af því svigrúmi, sem ríkisstjórn- in hefur til skattahækkana, er notaður til þess að styrkja opinberan rekstur á afþreyingarstarfsemi í samkeppnisrekstri. Ef að líkum lætur hafa það verið þung spor fyrir ráðherra heilbrigðis-, félags- og tryggingamála þegar þeir gengu út af ríkisstjórnarfundinum þar sem sú forgangsröðun var ákveðin. Þjónustusvið þeirra eru sett skör lægra. Við aðstæður eins og þessar verða öll fyrirheit og loforð að víkja fyrir þeirri skyldu að ná jöfnuði í rekstri ríkisins, stofnana þess og fyrirtækja. Mistakist það er velferðarþjónustunni stefnt í hættu til langrar framtíðar. Tímabundnar þrengingar eru eins og sakir standa forsenda fyrir varanlegri velferðarvörn. Hörð gagnrýni Alþýðusambandsins á fjárlagaaðgerðirnar kemur lítið eitt á óvart. Þar á bæ er næg þekking á eðli vandans. Líkleg- asta skýringin er sú að forystumönnum þess þyki sem skort hafi á upplýsingagjöf og samráð af hálfu stjórnvalda. Að óreyndu er hitt ólíklegri skýring að þeir treysti sér ekki til ábyrgrar aðildar að þeim erfiðu ákvörðunum sem við blasa á öllum sviðum. Það er eitt af því sem á þó eftir að skýrast. Víst er að afstaða Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins getur ráðið miklu um hvernig endurreisnin tekst. Talsmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna aðgerðirnar með ólík- um hætti. Annað verður ekki ráðið af viðbrögðum formanns Fram- sóknarflokksins en að skilningur ríki á nauðsyn aðhalds. Forystu- menn VG telja hins vegar litlu skipta þótt ríkissjóðshallinn verði meiri. Það er ekki ábyrg afstaða. Ríkisstjórnin gerði rétt í því að ljúka strax í janúar ákvörðun- um um viðbótarskatta og niðurskurð til þess að ná fullum jöfnuði í ríkisrekstrinum. Þar kemur tvennt til. Best er að taka sársaukann út í einu lagi. Þjóðin þarf líka að vita hvort aðrir eru tilbúnir með ábyrgar lausnir. Það væri ógott að fá kosningar án þeirrar vitn- eskju. Erfiðar en nauðsynlegar aðgerðir: Sársaukann út strax ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Atvinna eða efniskaup? UMRÆÐAN Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar um borgarmál Fái borgin lánsfé til framkvæmda er mikilvægt að það verði nýtt með sem bestum hætti, að framkvæmdirnar séu nauðsynlegar og að þeim sé forgangsraðað þannig að hlutfall efniskostnaðar sé sem minnst á móti launakostnaði til að hægt sé að skapa sem flest störf. Samfylkingin og Vinstri græn munu róa að því öllum árum að tryggja að mannaflsfrekar viðhaldsframkvæmdir fái forgang umfram stofnframkvæmdir með hlutfallslega miklum efniskostnaði. Framkvæmda- og eignasvið hefur fengið heimild til að taka 6 milljarða að láni til framkvæmda. Það lán verður að líkindum kostnaðarsamt fyrir borgina, vegna þeirra aðstæðna sem nú eru á lánamarkaði. Sá kostnaður er réttlættur með því að mikilvægt sé að halda uppi atvinnustigi. Það er því óásættanlegt að meirihlutinn hyggist ekki setja mannaflsfrekar framkvæmdir í forgang. Á framkvæmdasviði hefur verið unnin áætlun um mannaflsfrek viðhaldsverkefni. Um er að ræða 350 nauðsynleg viðhaldsverkefni á vegum borgarinnar sem samanlagt er áætlað að kosti 2,2 milljarða króna og að af þeirri upphæð fari rúmlega 1,4 milljarðar í launakostnað, sem gæti skapað allt að 400 ársstörf. En þessar framkvæmdir eru ekki inni í drögum að fjárhagsáætlun borgarinnar, 6 milljarða framkvæmdalánið á allt að fara í svokallaðar stofnframkvæmdir. Fulltrúar minnihlutans hafa ítrekað óskað eftir því að framkvæmdir verði greindar eftir því hversu mannfrekar þær eru en án árangurs. Raunar var upplýst á síðasta fundi framkvæmdaráðs að það yrði ekki gert en að miða megi við að hvert starf kosti um 20 milljónir. Það má því gera ráð fyrir að hluti launa á móti efniskostnaði sé innan við 20 prósent. Þetta þýðir að fyrir 6 milljarða lán verða aðeins sköpuð 300 ársverk. Á sama tíma er áætlun um framkvæmdir sem kosta 2,2 milljarða og skapa um 400 störf stungið undir stól. Að leggja áherslu á mannaflsfrekar framkvæmdir er yfirlýst stefna borgarinnar og einn af hornsteinum þverpólitískrar aðgerðaráætlunar hennar. Okkur ber skylda til að gera það sem við getum til að skapa atvinnu. Minnihlutinn í borgarstjórn mun ekki sætta sig við að framkvæmdaláni, sem borgin fær vonandi, verði að stærstum hluta ráðstafað í efniskaup. Höfundur er borgarfulltrúi. SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR Heilbrigð skynsemi Göran Persson hefur verið í heim- sókn hér á landi. Einn þeirra sem vitna í speki Perssons er Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Á síðu sinni birtir hann tilvitnun í Persson sem hefst á þessum orðum: „Það er engin fræðigrein sem er jafn ofmetin og hagfræði, þetta snýst í reynd mikið um heilbrigða skynsemi.“ Hvort ætli hagfræðingur Geirs H. Haarde hafi beitt fræðigreininni eða almennri skynsemi í kreppunni? Sá er til vamms segir Björn grípur einnig á lofti ummæli Perssons um að það sé þörf á manni eins og Davíð Oddssyni í stjórn Seðlabank- ans. Björn gefur síðan Samfylking- unni langt nef þegar hann minnir á að Persson er „jafnaðarmaður og flokksbróðir samfylkingarfólksins“. Lofsyrðin sem hann víkur á Davíð eru því varla af flokkspólitískum rótum sprottin. Björn nefnir hins vegar ekki að Göran og Davíð eru nánir vinir til margra ára, til dæmis heimsóttu Göran og frú Davíð heim í Skerja- fjörðinn sumarið 2004, þegar sá síðarnefndi var að jafna sig eftir erfið veikindi. Samband Görans og Davíðs er fallegt dæmi um hvernig vináttan getur verið hafin yfir flokkspólit- ískar átakalínur. Og goðin falla Enginn er þó meiri aðdáandi Pers- sons en Andrés Jónsson almanna- tengill. Hann lýsti yfir ómældri aðdáun sinni á kappanum og sagðist halda „kúlinu illa“ í kringum hann. Ekkert mál að hitta Björk, en Pers- sons, úff, hann væri að „drepast úr spenningi“ yfir komu hans. Andrés hefur ötullega talað um að Davíð þyrfti að hverfa úr Seðlabank- anum. Hann lenti því í ákveðinni krísu þegar Persson lýsti yfir stuðningi við Davíð. Ætli hann þurfi að afneita goðinu? bergsteinn@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið | Sími 533 2220 | www.lindesign.is Íslenskur rúmfatnaður Tilboð á völdum íslenskum rúmfatnaði, allt að 20% afsláttur. Eigum yfi r 30 tegundir af íslenskum rúmfatnaði. Sængurfatnaðurinn frá Lín Design er ofi n úr bómullardamask og er því mjúkur, vandaður og einstaklega fallegur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.