Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.12.2008, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 13.12.2008, Qupperneq 34
34 13. desember 2008 LAUGARDAGUR Þ að voru ákveðnir punktar í lífinu sem mér fannst benda til þess að núna væri rétti tíminn til að líta um öxl. Þegar útgef- andinn kom að máli við mig og spurði hvort ég væri ekki til í alls- herjar upprifjun var ég ekki alveg til í það í upphafi, en hugsaði svo málið í tvo mánuði og ákvað að slá til. Þetta eru orðin ansi mörg ár að baki,“ segir Gunnar Þórðarson um tilurð hinnar nýútkomnu bókar, Hljómagangur, þar sem Jón Hjart- arson skráir sögu þessa eins virt- asta og vinsælasta dægurlagahöf- undar íslenskrar tónlistarsögu. Varð að vera heiðarlegur Eðli málsins samkvæmt er giftu- samur tónlistarferill Gunnars, frá því hann barði bumbur með skóla- hljómsveit í Keflavík til klass- ískra stórtónleika í Alsace í Frakk- landi fyrr á þessu ári, fyrirferðarmestur í Hljómagangi. Lesendur eru leiddir í ljós um nánast ævintýralegar vinsældir Hljóma á mektarárum þeirrar sveitar, tilraunir til að sigra heim- inn sem ekki gengu upp og þá óreiðu sem oft og tíðum virðist fylgja þessum starfsvettvangi. En í bókinni segir Gunnar líka frá lífi sínu utan sviðsins og hljóð- versins á hreinskilinn hátt. Meðal annars kemur í ljós að flókin fjöl- skyldutengsl og hneykslismál af ýmsu tagi virðast hafa loðað við forfeður Gunnars í báðar ættir, og ljóst að þeir „hafa ekki verið við eina fjölina felldir í ástarmálum“, eins og komist er að orði í bókinni. Einnig gerir Gunnar grein fyrir því að nú síðari ár hafi komið í ljós að hann er ekki líffræðilegur faðir elstu dóttur sinnar af fyrra hjónabandi, þótt hann líti á sig sem pabba hennar og afa strák- anna hennar eftir sem áður. Blaða- manni leikur forvitni á að vita hvort ekki hafi tekið á að ljóstra opinberlega upp um svo viðkvæm mál í ættinni og einkalífinu. „Þetta var tvíbent reynsla, því ekki á allt heima í svona bók. En mér fannst ég þurfa að vera heið- arlegur, því annars hefði ég allt eins getað sleppt þessu,“ segir Gunnar. „Í sambandi við þessar upplýsingar um ætt mína þá tók nú ekki svo á að segja frá þeim því svo margir vissu af þessu fyrir, og auðvitað allir í ættinni. Sú saga er dálítið tragísk, en í rauninni ekkert einstök. Það gerðist svo margt skrýtið hérna áður fyrr.“ Ekki í neinum fjölmiðlaslag Í gegnum ferilinn hefur Gunnar gjarnan komið almenningi fyrir sjónir sem fremur hógvær og jafnvel hlédrægur maður. Í Hljómagangi vekur Þorsteinn Eggertsson, hirðskáld Hljóma, athygli á þeirri skoðun sinni að sú ímynd sé á misskilningi byggð. Gunnar hafi verið einn aðaltöffar- inn í félagahópnum í Keflavík í byrjun sjöunda áratugarins og sé auðvitað töffari enn þá, þótt hann hafi kosið að halda sig til hlés. Skrifar tónskáldið undir þessa persónulýsingu? „Ég var mjög uppátækjasamur sem barn og unglingur, eiginlega hálfgerður villingur. En þannig var bara stemningin í Keflavík á þessum árum. Þetta var mikið fjörtímabil,“ segir Gunnar, og bætir við að óhjákvæmilega hafi hann róast með árunum. „Ég er alls ekki hlédrægur. Ég kann þó illa við að ota mér fram og er ekki í neinum fjölmiðla- slag.“ Gunnari er tíðrætt um sinn gamla heimabæ Keflavík. Þar bjó hann með fjölskyldu sinni í þrett- án ár og kynntist meðal annars þeim Rúnari Júlíussyni bassaleik- ara og Erlingi Björnssyni gítar- leikara, sem síðar mynduðu uppi- stöðuna í Hljómum ásamt Gunnari. „Keflavík mótaði mig. Ég ólst upp í ótrúlega skemmtilegum hópi, fullum af eldhugum. Það var ekkert ómögulegt hjá þessum ungu mönnum og konum. Margir litu niður á Keflavík á þessum árum, þótti bærinn lágmenning- arsvæði vegna nálægðarinnar við Kanann og fleira, en þetta var skemmtilegur staður.“ Gunnar tekur einnig fram að fráleitt allir íbúar bæjarins hafi verið sáttir við nærveru Kanans. „Það voru gallharðir kommúnist- ar í Keflavík eins og annars staðar,“ segir hann og hlær. Allt nema níu til fimm Keflavík reyndist fyrirtaks upp- eldisstaður fyrir unga menn sem dreymdi um frægð og frama í tón- listarbransanum, enda smitaðist Gunnar snemma af músíkbakterí- unni. „Ég ákvað það ungur, líklega sextán eða sautján ára, að gera allt sem í mínu valdi stæði til að festast aldrei í níu til fimm vinnu. Fyrir mér var þetta spurning um að hafa gaman af lífinu, að hlakka til að fara á fætur á hverjum morgni,“ segir Gunnar, og bætir við að á sínum tíma hafi valið staðið á milli starfs í blikk- smiðju eða gítarleiks. Það val hafi reynst ein- staklega auðvelt. „Þegar ég byrjaði að spila í hljómsveitum varð ég minn eigin herra í stað þess að taka við skipunum allan daginn. Auðvitað var það ofsaleg frekja að hugsa svona, en þetta sat alveg fast í mér. Ekki þar fyrir að ég tók minn pakka í vinnu eins og aðrir, byrj- aði til dæmis að bera út blöð tíu ára gamall eins og tíðkaðist á þessum árum. Það gat líka verið dálítið púl að læra á hljóðfæri. En ég fann draumadjobbið, þægilega innivinnu, og hef verið í því síðan,“ segir Gunnar, sem sér greinilega ekki eftir þeim fram- tíðarákvörðunum sem teknar voru suður með sjó fyrir hartnær hálfri öld. Óheilbrigður vettvangur Hljómar öðluðust fordæmalausar vinsældir á Íslandi og urðu þjóð- þekktir menn á unga aldri. Skyldi mikil pressa hafa fylgt þessari miklu athygli? „Við vorum svo ósköp jarðbundn- ir allir að við höfðum bara gaman af þessu. Hljómatíminn var rosa- lega skemmtilegur, sá besti sem ég hef átt í bransanum, en þetta var allt öðruvísi Ísland á þessum árum. Það var ekkert sjónvarp, þannig að oft þegar við spiluðum úti á landi var fólki jafn mikið í mun að skoða okkur og heyra í okkur,“ rifjar Gunnar upp. „Það var allt miklu frumstæðara. Einfaldara líf, og að mörgu leyti heilbrigðara.“ Hann telur allar aðstæður í tón- listarlífi landsins hafa gjörbreyst síðan Hljómar stigu sín fyrstu spor á frægðarbrautinni. „Það er erfitt að vera ungur tónlistarmaður í dag. það eru svo marg- ir um hituna. Landið er yfirfullt af tónlistar- mönnum, sem er jákvætt í sjálfu sér. En þetta er lítið þjóðfélag,“ segir Gunnar. Hann telur góðæri síðustu ára hafa haft slæm áhrif á geirann og sér, þrátt fyrir allt, glitta í eitthvað jákvætt í yfir- standandi kreppu. „Þetta var orðið þannig að enginn gat gert neitt nema að hafa sponsor frá einhverj- um banka eða slíku. Ef okkur í Hljómum hefði dottið í hug að láta ein- hvern sponsora okkur á sínum tíma hefðu aðdáendurnir hrein- lega gefið frat í okkur. Það átti bara ekki við. Í þessu efnahagsástandi hlýtur þetta að breytast, og það er gott. Þessi samruni viðskipta og tónlistar er óheilbrigður og í raun hlægilegur.“ Hringnum lokað í Liverpool Hljómar héldu lokatónleika sína í Cavern-klúbbnum í miðborg Liverpool, hinum sama og fóstraði sjálfa Bítlana á upphafsárunum, í byrjun júní. Þetta var í annað sinn sem Hljómar tróðu upp á þessum sögufræga stað, en áður höfðu „íslensku Bítlarnir“ leikið þar árið 1964. Gunnar segir vart hægt að hugsa sér meira viðeigandi loka- punkt fyrir feril sveitarinnar. „Við vorum nú eiginlega hættir, en Jakob Frímann Magnússon stakk þeirri hugmynd að okkur að loka hringnum á Bítlaslóðum. Eftir á að hyggja er ég honum afar þakklátur fyrir það.“ Gunnar fór hamförum á sviðinu í Cavern-klúbbnum og var mál manna að sjaldan eða aldrei hefði gítaristinn sést í jafn miklu stuði á sviði. „Það var svo rosalega góð til- finning í loftinu. Það er erfitt að útskýra hvað gerðist, en þetta var frábært. Það kviknaði á einhverju. Við vissum allir að Rúnar var orð- inn dálítið kraftlítill, þannig að við hífðum þetta saman og það tókst svona vel,“ segir Gunnar. Kynntist Rúnari níu ára Talið berst að Rúnari Júlíussyni sem féll frá fyrir aldur fram í síð- ustu viku af völdum hjartaáfalls. Uppgötvast hafði hjartagalli í Rúnari fyrir tólf árum og gekkst hann meðal annars undir stóra aðgerð. Gunnar segir það mikið áfall að hafa misst þennan góða vin sinn og samstarfsmann til margra ára. „Ég vissi að Rúnar gekk ekki heill til skógar, en átti ekki von á því að hann færi svona snemma. Þetta var allt of snemmt, og það er afar sárt að missa hann. Ég hitti hann fyrst þegar við vorum níu ára í skólanum í Keflavík og þetta var ótrúleg vegferð sem við fórum saman.“ Gunnar ber föllnum félaga sínum afar vel söguna, eins og reyndar flestir aðrir. „Hann var bara svo góður maður hann Rúnar. Mjög vel gerður. Ég man til dæmis ekki eftir því að hafa nokkurn tíma séð hann reið- an. Hann bjó yfir miklu jafnlyndi. Foreldrar Rúnars voru nú ekki alls kostar sátt við að hann færi í tónlistarbransann, en þau hefðu verið stolt af honum,“ segir Gunn- ar. Hann bætir við að gömlu fóst- bræðurnir hafi verið ólíkir á margan hátt. „Rúnar var miklu meiri rokkari og performer en ég. Ég var meira í bakgrunninum. En við vorum alltaf vinir. Menn fara sínar leiðir eins og gengur, en böndin milli okkar slitnuðu aldrei þótt við höfum einungis hist endrum og eins síðustu árin. Ég sakna hans.“ Alltaf báðum megin Hin síðari ár hefur Gunnar snúið sér í auknum mæli að því að semja sígilda tónlist. Verður áframhald á því? „Ég hef mjög gaman af því að semja klassíska músík. Hún ögrar mér, en veitir mér um leið meira frelsi en poppið. Ég hef reyndar alltaf gaman af góðu popplagi líka. Maður er alltaf báðum megin,“ segir Gunnar. Inntur eftir því hvort nýjar plötur séu væntanleg- ar segir Gunnar að það verði að koma í ljós. „Það er aldrei að vita hvað gerist.“ Misstum Rúnar allt of snemma Í hinni nýútkomnu bók Hljómagangur er farið yfir æviferil Gunnars Þórðarsonar, höfundar margra af helstu perlum íslenskrar dægurlagasögu. Kjartan Guðmundsson ræddi við Gunnar um tónlistina, tíðarandann og nýlegt fráfall góðs vinar. GLÆSILEGUR FERILL Gunnar, sem hér er fyrir framan heimili sitt í Vesturbænum, hefur búið á Hólmavík, í Keflavík og Reykjavík og segist því líta fyrst og fremst á sig sem Íslending. Af þeim aragrúa laga sem hann hefur samið á ferlinum er hann ánægðastur með „Þitt fyrsta bros“ og „Vetrarsól“, sem bæði komu út á sólóplötunni Himinn og jörð árið 1981. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Rúnar var miklu meiri rokkari og performer en ég. Ég var meira í bakgrunninum. En við vorum alltaf vinir,“ segir Gunnar um Rúnar Júlíusson heit- inn. Hér taka félagarnir lagið ásamt Helgu Völu Helgadóttur á lokatónleikum Hljóma í Cavern-klúbbnum í Liverpool. ➜ HRINGNUM LOKAÐ FRÉTTABLAÐIÐ/JAKOB BJARNAR GRÉTARSSON Þessi sam- runi við- skipta og tónlistar er óheilbrigður og í raun hlægilegur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.