Fréttablaðið - 13.12.2008, Síða 38

Fréttablaðið - 13.12.2008, Síða 38
38 13. desember 2008 LAUGARDAGUR Á sdís Rán er óneitan- lega fræg á Íslandi en samt klóra sumir sér í hausnum og spyrja fyrir hvað. Ásdís Rán kannast alveg við þær raddir en er fljót að kveða þær niður: „Ég hef gert ótrúlega margt, líklega meira en flestir á mínum aldri. Ég stofnaði fyrsta fyrirtækið mitt um tvítugt, ég hef haldið ótal módelkeppnir, sett upp tískusýningar og hina ýmsu viðburði, komið fullt af stelpum á framfæri á Íslandi og erlendis. Rekið umboðsskrifstof- una mína IceModels og svo hef ég verið með Hawaiian Tropic í Sví- þjóð og Noregi. Með þessu hef ég ferðast mikið út af vinnunni. Og svo má ekki gleyma að ég á líka þrjú börn og eiginmann.“ Bloggsíðan þín er mikið lesin, hvers vegna heldur þú að svo sé? „Ég held bara að fólk hafi gaman af því að lesa hana eins og því finnst gaman að lesa Séð og heyrt. Það er tilbreyting frá gráum hversdagsleikanum.“ Ásdís Rán bloggar um sjálfa sig og líf sitt sem undanfarið hefur verið frek- ar skrautlegt. Hún flutti í haust til Búlgaríu með manninum sínum, Garðari Gunnlaugssyni fótboltamanni, sem þar leikur með búlgarska liðinu CSKA Sofia. „Ég hef vakið mjög mikla athygli þar, sem byrjaði þegar búlgarskir blaðasnápar voru að rannsaka Garðar og komust að því að konan hans var módel.“ Þau hjónin eru áberandi í skemmtanalífinu í Búlgaríu og umgangast alls konar fólk þar, þar á meðal þá frægustu og rík- ustu þar í landi. „Ég hef fengið mörg athyglisverð tilboð í Búlg- aríu, til dæmis um gerð sjón- varpsþáttar og svo hefur mér verið boðið að byrja að þjálfa þá ríku og frægu í líkamsrækt. Ég veit ekki hvað ég geri, þetta er í skoðun,“ segir Ásdís Rán sem sjálf vinnur að því að opna Karen Millen-verslun í Sofiu, en hún hefur mikið dálæti á því fata- merki. „Ég er að fara að hitta eig- endurna í London á næstu dögum, þeir eru spenntir. Það eru rosa tækifæri í Búlgaríu í verslun, ein- hver heppinn á eftir að græða mikinn pening þar.“ Ræktin, jákvæðni og hollur matur Þó að Búlgarar hafi tekið Ásdísi opnum örmum byrjaði dvölin samt ekki vel, Ásdís lenti á spít- ala út af blöðru á eggjastokkun- um, fékk innvortið blæðingar og var mjög veik. „Ég var skorin upp og nú er ég komin með „keisara- ör“, ég sem slapp við það þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum þrjár fæðingar.“ Læknar ráð- lögðu henni að hvíla sig í að minnsta kosti þrjá mánuði, en eftir sex vikur hafði hún fengið nóg og var farin að taka léttar æfingar í ræktinni. „Það virkaði alveg fyrir mig, núna er ég orðin hress,“ segir Ásdís Rán sem seg- ist dugleg að hreyfa sig og hefur mikinn áhuga á heilsu og hreyf- ingu. „Ég kann þetta allt saman. Ég er samt ekkert ýkt í þessu, fer kannski í ræktina þrisvar í viku,“ segir Ásdís. „Það skiptir líka máli að vera jákvæður og hafa gaman af því að hreyfa sig. Svo borða ég hollan mat, maturinn í Búlgaríu er mjög hollur, einfaldur og ekk- ert brasaður. Við förum oft út að borða þar, það er eiginlega jafn dýrt og að elda heima, eða ódýrt öllu heldur.“ Búlgaría er sannarlega öðru- vísi land að búa í en sænska vel- ferðarríkið. „Það er rosaleg spill- ing þarna, ef þú þarft á einhverju að halda þá stingurðu bara pening á réttan aðila. Umferðin þarna er svo annar kafli, það virðir enginn umferðarreglurnar, maður bara keyrir og notar flautuna og reynir að komast á leiðarenda.“ Ásdís Rán hefur ekki beinlínis skýringu á því hvers vegna hún hefur slegið í gegn í Búlgaríu eins og hún orðar það. En útlitið á svo sannarlega upp á pallborðið hjá Búlgörum og hún sýnir blaða- manni nýjasta tölublaðið af búlgörsku útgáfunni á tímaritinu Max. Þar er hún á forsíðunni og í tíu síðna viðtali með myndum af sér léttklæddri. „Þetta er best selda tölublað Max frá upphafi, ég seldi meira en Monica Bell- uci,“ segir hún og er auðvitað hin ánægðasta. „Það hefur alltaf verið svona, ég sel flest allt vel og fjölmiðlar þrífast náttúrlega á því,“ segir Ásdís Rán. Dæmd ranglega En hvernig er lífið í frægðarsólinni, Ekki fræg fyrir ekki neitt Ásdís Rán Gunnarsdóttir hefur lengi verið í sviðsljósinu, hún er fyrirsæta, hefur staðið fyrir módelkeppnum og hún heldur úti vinsælu bloggi. Svo er hún móðir og eiginkona. Sigríður Björg Tómasdóttir mælti sér mót við Ásdísi Rán sem sagði henni meðal annars frá áhuga Hollywood, fyrirætlunum um að opna Karen Millen-búð í Búlgaríu og frægðinni á Íslandi og annars staðar. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N ÁSDÍS RÁN Segist hafa fengið mörg athyglisverð tilboð í Búlgaríu. Ég hef gert ótrúlega margt, líklega meira en flestir á mín- um aldri. Ég stofnaði fyrsta fyrirtækið mitt um tvítugt, ég hef haldið ótal módelkeppnir, sett upp tískusýningar …
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.