Fréttablaðið - 13.12.2008, Síða 44

Fréttablaðið - 13.12.2008, Síða 44
44 13. desember 2008 LAUGARDAGUR 800 g hreindýralund olía og smjör til steikingar Þverskerið kjötið. Hitið olíu og smjör saman á pönnu og snöggsteikið við háan hita. Kjötið þarf mjög stuttan steikingartíma og skal aðeins brúnast að utan. TÍMÍAN-KARTÖFLUMÚS: 1 kg bökunarkartöflur 50 g smjör mjólk eftir þörfum salt sykur 2 msk. steinselja, fínt söxuð lauf af 6-8 greinum af fersku tímíani Sjóðið kartöflurnar í vatni þar til þær verða meyrar eða bakið þær í ofni við 200°C í u.þ.b. klukkutíma. Skafið innan úr hýðinu með skeið og stapp- ið gróft með gaffli. Stappið smjörið saman við. Þynnið músina með mjólk eftir smekk og bragðbætið með salti, sykri, steinselju og tímíani. SÚKKULAÐISÓSA: 25 g ósaltað smjör 1 rauðlaukur, fínt saxaður 1 lítið chili-aldin, fræ- hreinsað og fínt saxað 4-6 sveppir, meðalstórir, saxaðir 150 ml rauðvín 100 ml nauta- eða villi- bráðarsoð 2 tímíangreinar 1 lárviðarlauf salt og pipar 45 g Síríus Konsum 70% súkkulaði Hitið smjörið á pönnu og látið laukinn krauma í smástund. Bætið chili og sveppum á pönnuna og mýkið við meðal- hita í u.þ.b. 3 mínútur. Hellið svo rauðvíninu og soðinu út í. Bætið tímíaninu og lárvið- arlaufinu við. Látið suðuna koma upp og sjóðið niður kröftuglega þar til helmingur vökvans er eftir. Hellið sósunni gegnum sigti yfir í hreinan pott. Saltið og piprið. Skerið súkkulaðið í litla bita og bætið því út í smátt og smátt. Hrærið stöðugt í á meðan. Bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Haldið heitu. SMJÖRSTEIKTIR SVEPPIR: 3 msk. smjör 250 g sveppir, skornir til helminga salt og pipar Hitið smjör á pönnu og steikið sveppina. Saltið og piprið. Haldið þeim heitum. Búið til beð á miðjum diskin- um úr kartöflumúsinni, dreifið sveppunum umhverfis. Hellið sósunni yfir sveppina. Setjið kjötið ofan á kartöflumúsina. Saltið og piprið. O kkur langaði til þess að gera splunkunýja súkkulaðibók með nýjum uppskriftum,“ útskýrir Inga Elsa Berg- þórsdóttir en hún og maður hennar, Gísli Egill Hrafns- son ljósmyndari, hafa meðal annars unnið fyrir Gestgjafann og gáfu út súkkulaðibók í samstarfi við Maritzu Poulsen fyrir um fjórum árum. Inga Elsa segist hafa smit- ast af matarbakteríunni þegar hún var í námi í grafískri hönnun í Frakklandi. „Það var ekki hægt annað enda hugsa Frakkar allan liðlangan daginn um mat og matar- gerð. „Frakkar eru líka mjög framarlega í öllu því sem snýr að súkkulaði og nota þá mikið af dökku súkkulaði með háu kakó- innihaldi. Ég vildi einmitt notast mikið við slíkt súkkulaði í þessari bók og kenna Íslendingum að nota beiska súkkulaðið.“ Hluti bókarinnar fjallar um súkkulaði- notkun í matargerð í stað þess að nota það bara í eftirrétti og kökur. „Uppskriftirnar eru settar fram á þann hátt að fólk geti prófað sig sjálft áfram og leikið sér með hráefnið,“ útskýrir Inga Elsa sem mælir jafnframt með því að fólk setji súkku laði- spæni í piparkvörn og noti kvörnina óspart út á drykki eða mat. „Það má ekki gleyma því að súkkulaði er bráðhollt, sérstaklega fyrir konur, þar sem það inniheldur and- oxunarefni sem virka sem gleðigjafi á heilann. Upplagt fyrir skammdegið!“ Logandi heitt ástarsamband ELDHEITT SÚKKULAÐI handa 4 DRYKKUR SEM SLÆR Á HROLL OG KULDA 200 g Síríus Konsum 70% súkkulaði, saxað 2 dl vatn, sjóðandi heitt 6 dl mjólk 8 negulnaglar 4 kanilstangir ögn af cayenne-pipar ½ dl sykur 1 dl rjómi 1 tsk. vanilludropar Setjið súkkulaði og vatn í skál og látið standa í 5 mínútur. Hrærið í þar til súkkulaðið leysist upp. Setjið mjólk, negulnagla, kanilstangir og cayenne-pipar í pott og hitið að suðu. Þeytið brætt súkkulaðið saman við mjólkurblönduna með písk. Bætið sykrinum út í og hitið að suðu. Látið malla við hægan hita í 5 mínútur. Takið neg- ulnaglana og kanilstangirnar upp úr, skolið kanilstangirnar og notið þær til að skreyta drykkinn með þegar hann er borinn fram. Bætið rjómanum út í ásamt vanilludropum og hitið að suðu. CAYENNE-RJÓMI: 1 dl rjómi 1 msk. flórsykur ¼ tsk. vanilludropar ögn af cayenne-pipar Blandið öllu saman í skál og þeytið þar til rjóminn fer að þykkna. Setjið rjómann ofan á súkkulaðið, skreytið með kanil- stöng og berið fram strax. HÖRPUDISKUR MEÐ SÚKKULAÐIBALSAMEDIKI handa 6 FÍNGERÐUR OG FALLEGUR FORRÉTTUR SEM GAMAN ER AÐ BERA FRAM. SÚKKULAÐIBALSAMEDIKIÐ ER PUNKTURINN YFIR I-IÐ. HREINDÝR MEÐ TÍMÍAN-KARFTÖFLUMÚS OG SÚKKULAÐISÓSU LAGSKIPT SÚKKKKULAÐIMÚS MEÐ JARÐARBERJUM OG KÍVÍI GLÆSILEGUR EFTIRRÉTTUR SEM GAMAN ER AÐ BÚA TIL. ÞEIM SEM VILJA FARA EINFÖLDU LEIÐINA ER ALVEG ÓHÆTT AÐ BERA MÚSINA STAKA FRAM MEÐ ÁVAXTAMAUKINU TIL HLIÐAR. Hjónin Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson eru miklir matgæðingar og gáfu nýverið út hina glæsilegu bók „Súkku- laðiást“ í samstarfi við Nóa-Síríus. Anna Margrét Björnsson fékk að ræna nokkrum girnilegum uppskriftum í aðdraganda jóla. 18-24 risahörpudiskar olía til steikingar gott blandað salat, helst með dilli safi úr 1 límónu salt og pipar Setjið örlítið af matarolíu á pönnu og hitið þar til rýkur af henni. Steikið hörpudiskinn í um 1 mínútu á hvorri hlið. Setjið heitan hörpudiskinn á salatskreytta diska. Dreypið límónusafa yfir. Saltið og piprið eftir smekk. Dreypið að lokum sírópinu í kringum hörpudiskinn. Berið strax fram. SÚKKULAÐISÍRÓPIÐ: 1½ dl balsamedik 3 msk. hunang 30 g Síríus Konsum 70% súkkulaði Hitið saman balsamedik og hunang í litlum potti, látið sjóða í 2- 3 mínútur á háum hita og hrærið vel í á meðan. Bætið súkkulaðinu út í og hitið að suðu. Takið pottinn af hitanum og hrærið þar til súkkulaðið er bráðnað. Látið sírópið kólna niður í stofuhita. 200 g Síríus Konsum 70% súkkulaði 50 g smjör, mjúkt 3 egg, aðskilin 100 ml rjómi 25 g flórsykur 3 kíví 200 g jarðarber ristaðar heslihnetur til skreytingar Bræðið súkkulaðið ásamt smjörinu í vatns- baði. Aðskilijð eggin og stífþeytið eggjahvít- urnar. Blandið eggjarauðum, rjóma og flórsykri saman í annarri skál. Hrærið eggjarauðublönd- una saman við brædda súkkulaðið. Blandið stífþeyttu eggjahvítunum varlega saman við súkkulaðið með sleikju. Látið músina kólna aðeins. Afhýðið kívíið og maukið það. Maukið einnig jarðarberin. Takið 6 há og mjó glös og setjið 3 tsk. af jarð- arberjamauki á botninn á hverju glasi; notið teskeið með löngu skafti. Setjið súkkulaðimús- ina í sprautupoka með löngum stút og spraut- ið svolitlu af henni í hvert glas. Setjið 3 tsk. af kívímauki ofan á súkklaðimúsina og sprautið síðan öðru lagi af súkkulaðimús ofan á. Skreytið glösin með hnetum. Raðið glösun- um á bakka og og kælið músina í minnst 2 klukkustundir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.