Fréttablaðið - 13.12.2008, Page 46

Fréttablaðið - 13.12.2008, Page 46
BARNABÓKAHÖFUNDAR lesa úr bókum sínum á desem- bermarkaði Íslenskrar hönnunar, handverks og nytjalistar á Laugavegi 172 um helgina. Höfundarnir eru Magnea J. Matthíasdóttir og Herdís Egilsdóttir. Á jólamarkaði í Gerðubergi má verða sér úti um ýmiss konar varning, hlýða á upplestur og kynna sér alþjóðlegan skipti- bókamarkað. Desembermarkaður, þar sem Breiðhyltingar og aðrir geta selt handverk, smákökur, leikföng, jólaskraut, jólakonfekt og fleira, verður starfræktur í Gerðubergi í dag milli klukkan 13 og 16. Jóla- stemningin verður þar allsráð- andi, leikin jólatónlist og boðið upp á jólalegar veitingar. Þá verður hægt að hlýða á upp- lestur fyrir börn og fullorðna á pólsku, taílensku og albönsku en auk þess verður alþjóðlegur skipti- bókamarkaður kynntur til sögunn- ar. Fólk er hvatt til þess að koma með bækur og tímarit á erlendum tungumálum og fá aðra bók í staðinn. - ve Alþjóðlegur markaður Kór Lágafellssóknar heldur sína níundu styrktartónleika á morg- un en ágóðinn rennur að þessu sinni til björgunarsveitarinnar Kyndils. Kirkjukór Lágafellssóknar, undir stjórn organistans Jónasar Þóris, heldur níundu styrktartónleika sína í röð og bera þeir yfirskrift- ina Jólaljós. Nýtt styrktarverkefni er valið fyrir hver jól og að þessu sinni rennur ágóði tónleikanna til björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. „Þessi hefð skapaðist þegar ég hóf störf sem organisti í Lágafells- sókn árið 1999 og hefur haldist síðan. Kórfélagar, sem eru 28 tals- ins, velja nýtt styrktarverkefni á hverju ári og reynum við að velja samtök sem hafa verið í umræð- unni og þurfa á stuðningi að halda,“ segir Jónas. Að venju leggur fjöldi góðra listamanna verkefninu lið. Má þar nefna Egil Ólafsson, Jóhann Frið- geir, Önnu Siggu, Örn Árnason og Margréti Árnadóttur. Eins er von á leynigesti. Slegið verður á marg- víslega strengi en megináhersla er lögð á jólatónlist. Tónleikarnir verða haldnir í Frí- kirkjunni sunnudaginn 14. desem- ber klukkan 17. Miðasala fer fram við innganginn og í safnaðarheim- ili Lágafellssóknar. - ve Sungið fyrir Kyndil Kórinn á aðventukvöldi í Lágafellskirkju. MYND/ARNDÍS BERNHARÐSDÓTTIR LINN Á jólamarkaðnum má verða sér úti um ýmiss konar varning. Allar nánari upplýsingar á www.tskoli.is og í síma 514 9000 Kvöldskóli Byggingatækniskólinn • Húsasmíði • Húsgagnasmíði • Málaraiðn • Tækniteiknun • Grunnnám tréiðna Hönnunar- og handverksskólinn • Listnámsbraut, almenn hönnun Raftækniskólinn • Grunnnám rafiðna • Rafeindavirkjun • Rafvirkjun - verknám Tæknimenntaskólinn • Almenn námsbraut Véltækniskólinn • VA - vélstjórn ≤ 750 Kennt í lotum Meistaraskólinn • Allar greinar Fjarnám Byggingatækniskólinn • Húsasmíði • Málaraiðn • Múraraiðn • Tækniteiknun Fjölmenningarskólinn • Íslenska fyrir nýbúa Tæknimenntaskólinn • Almenn námsbraut Upplýsingatækniskólinn • Tölvubraut • Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina Skipstjórnarskólinn • Skipstjórnarnám Raftækniskólinn • Rafeindavirkjun • Rafiðnabraut • Rafvirkjun Meistaraskólinn • Allar greinar • Staðbundnar lotur og fjarnám Diplómanám Endurmenntunarskólinn • Rekstur og stjórnun í atvinnulífinu - Útvegsrekstrarfræði - Flugrekstrarfræði - Almenn lína í rekstri og stjórnun - Rekstrarfræði • Lýsingarfræði • Lýsingarhönnun • Margmiðlunarskólinn Flugskóli Íslands Næstu námskeið • Bóklegt einkaflugmannsnámskeið • Bóklegt atvinnuflugmannsnámskeið • Flugkennaranámskeið • MCC námskeið Skráning hafin á www.flugskoli.is Nám til frambúðar Innritun í kvöldskóla og fjarnám lýkur 30. desember. Aðstoð við innritun verður dagana 29. og 30. desember frá kl. 16.00 - 19.00. Jólakjólar og falleg föt í jólapakkann opið alla daga til jóla Síðumúli 3, S. 553-7355

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.