Fréttablaðið - 13.12.2008, Síða 70
62 13. desember 2008 LAUGARDAGUR
timamot@frettabladid.is
Eiginmaður minn,
Örn Clausen
hæstaréttarlögmaður,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni að kvöldi
11. desember. Útförin auglýst síðar.
Guðrún Erlendsdóttir
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
Helga Þorsteinssonar
fyrrum skólastjóra og bæjarritara á Dalvík,
Skálagerði 4, Akureyri.
Guðrún Bergsdóttir og fjölskyldur.
HANNES HAFSTEIN RÁÐHERRA
ANDAÐIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ
1922
Heill sé hugur og snilli,
heill sé ráði og dáðum.
Heill sé hendi’ og anda,
heiður um foldu breiðist.
Hannes Hafstein var eitt af
þjóðskáldum Íslands, sýslu-
maður á Ísafirði og fyrsti ráð-
herra landsins.
MERKISATBURÐIR
1947 Breski togarinn Dhoon
strandar undir Látra-
bjargi og var tólf mönnum
bjargað við mjög erfiðar
aðstæður.
1981 Wojciech Jaruzelski lýsir
yfir herlögum í Póllandi.
1988 Sjötug kona í Reykjavík
fær stærsta happdrættis-
vinning sem þá hafði sést
á Íslandi, 25 milljónir í
Happdrætti Háskólans.
1996 Fyrsta skóflustungan að
Grafarvogslaug er tekin
2006 Þrír ítalskir verkamenn
slasast þegar tvær járn-
brautarlestir skella saman
við gerð Kárahnjúkavirkj-
unar.
Vígt var nýtt orgel í Hall-
grímskirkju í Reykjavík
þennan mánaðardag árið
1992 og var það stærsta
hljóðfæri á Íslandi á þeim
tíma. Það er um 17 metrar
á hæð, vegur um 25 tonn
og í því eru 5.200 pípur.
Smíði þess kostaði um 100
milljónir króna. Fjárins var
að miklu leyti aflað með
almennum samskotum.
Margar fjölskyldur tóku sig
saman um að borga eina
og eina pípu og einnig létu
margir minningargjafir um
ástvini renna í orgelsjóðinn.
Þýska fyrirtækið Klais
Orgelbau smíðaði hið volduga hljóðfæri og for-
stjórinn, Hans-Gerd Klais,
kom til landsins við afhjúp-
un orgelsins sem fór fram
22. október. Hann lagði
eyrun við leik Harðar Ás-
kelssonar organista og lýsti
því síðan yfir að hljómurinn
væri eins og vonast hefði
verið til.
Hallgrímskirkja er 74,5
metra há. Útlit og gerð org-
elsins taka mið af bygging-
arstíl kirkjunnar. Orgelhús-
ið er tilkomumikið, enda á
fjórum hæðum, smíðað úr
eik og með tvöfaldan gler-
vegg að baki. Gera þurfti
nokkrar breytingar á kirkj-
unni til að hljómur þess yrði sem fegurstur.
ÞETTA GERÐIST: 13. DESEMBER 1992
Orgel vígt í Hallgrímskirkju
„Eimskipafélagið gefur út almanak að
venju. Það er einn af föstum punktum
í starfsemi félagsins og veggskreyting-
um íslensku þjóðarinnar,“ segir Ólafur
William Hand, kynningar- og markaðs-
stjóri Eimskipafélags Íslands.
Almanakið fyrir 2009, sem er ný-
komið út, er hið 80. í röðinni því útgáf-
an hófst árið 1928. „Það var með fyrstu
samfélagslegu verkefnum félagsins
að gefa út almanök og senda til hlut-
hafa sinna sem voru dreifðir um land-
ið. Í mörg ár höfum við líka sent þau
til allra sem óskað hafa eftir og al-
menningur hefur getað komið á skrif-
stofur félagsins og fengið eintök sér
að kostnaðarlausu. Síðustu daga hefur
fólk streymt í móttökuna á Korngörð-
um, húsið við hliðina á Vöruhótelinu, til
að ná í þennan glaðning,“ segir Ólafur
ánægður og bætir við: „Verðmæti hafa
breyst mikið gegnum tíðina. Þó held ég
að flestir fagni því enn að fá almanak
Eimskips frítt, einkum eldra fólkið sem
ólst upp við það.“
Eimskip hefur ávallt lagt mikið upp
úr fallegum myndum á almanökunum
sem margir af þekktustu ljósmyndur-
um landsins hafa átt heiður að. Nýjasta
útgáfan er prýdd myndum eftir Ragnar
Axelsson. Þær eru af tólf fossum. Tákn-
rænt því Eimskip nefnir skip sín eftir
þeim. Þetta eru til dæmis Gullfoss,
Goðafoss, Brúarfoss, Laxfoss, Trölla-
foss og Lagarfoss. Þar eru líka litlar
myndir af fyrstu skipunum sem báru
þessi nöfn og saga þeirra í stuttu máli.
Hvorutveggja úr bókinni Skipasagan í
sjötíu og fimm ár sem Hilmar Snorra-
son skráði fyrir Eimskip í tilefni af 75
ára afmæli félagsins. „Þannig að fólk
hefur eitthvað að lesa á veggnum, ann-
aðhvort til að rifja upp eða fræðast um
í fyrsta skipti,“ bendir Ólafur á.
Næsta ár verða 95 ár liðin frá stofn-
un Eimskipafélags Íslands sem hefur
verið kallað Óskabarn þjóðarinnar og
margir landsmenn fjárfestu í til að
greiða fyrir flutningum. Í tilefni af-
mælisins er ætlunin að halda veglega
sýningu á öllum almanökum félagsins
í sal Sjóminjasafnsins á Grandagarði í
janúar. „Fyrstu dagatölin voru þannig
að listamenn voru fengnir til að teikna
myndir af skipunum og mála þær en
á seinni árum hefur íslenskt lands-
lag verið í forgrunni,“ segir Ólafur og
vill gjarnan koma því á framfæri að
eina almanakið sem vantar í safnið er
það fyrsta, frá 1928. Ef einhver lumar
á því eða öðrum markverðum munum
frá félaginu er honum akkur í að fá þá
að láni.
Dagatalið fyrir 2009 er gefið út í
20.000 eintökum. Þar af fara 5 til 6.000
út í heim sem landkynning. Þó eru það
Íslendingar sem það tengist fyrst og
fremst enda á það sinn fasta nagla í
flestum eldhúsum landsins. „Við próf-
uðum að hafa almanakið á þverveginn
en breyttum strax aftur yfir í hangandi
brot því húsmæður kvörtuðu sáran yfir
því að það þyrfti að mála vegginn upp
á nýtt. Hann var orðinn gulnaður undir
því gamla.“ gun@frettabladid.is
ALMANAK EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS: KEMUR ÚT Í 80. SKIPTI
Almanakið á sinn fasta nagla
í flestum eldhúsum landsins
MEÐ ALMANÖKIN KRINGUM SIG „Einn af föstum punktum í starfsemi félagsins og veggskreytingum íslensku þjóðarinnar,“ segir Ólafur William,
kynningar- og markaðsstjóri Eimskips. FRÉTTABLAÐIÐ/GVASala á engli vonar hefst
nú í fimmta sinn. Hluti
af söluverði hans renn-
ur til Krabbameinsfélags
Íslands og verður nýttur
til að styðja við Ráðgjaf-
arþjónustuna sem veit-
ir ókeypis ráðgjöf til sjúk-
linga og aðstandenda.
Það er Verslun Guðlaugs
A. Magnússonar að Skóla-
vörðustíg 10 í Reykja-
vík sem selur Engilinn en
framleiðsla hans hófst árið
2004 í tilefni af 80 ára af-
mæli verslunarinnar. Eng-
illinn sem er gerður úr handpóleruðu messing er hannaður
af Hönnu S. Magnúsdóttur, barnabarni Guðlaugs. Hann er
merktur ártalinu 2008.
Engill vonar
ENGILL VONAR Hluti af ágóða rennur
til Krabbameinsfélagsins.
Starfsmenn Múlalundar gerðu sér glaðan dag í vikunni
og gæddu sér á hangikjöti og tilheyrandi. Í Múlalundi eru
framleiddar fjölmargar íslenskar vörur en þar starfar fólk
sem á við einhvers konar fötlun að stríða. Múlalundur, sem
er í Hátúni, var stofnaður árið 1959 og verður fimmtíu ára á
næsta ári. Hann er því elsti og stærsti verndaði vinnustað-
ur landsins.
Jólamatur í Múlalundi
GÓÐUR MATUR Nokkrir starfsmenn Múlalundar njóta matarins.
AFMÆLI
LÁRUS GRÍMSSON
tónlistarmaður er
fimmtíu og fjögurra
ára í dag.
LÍSA PÁLSDÓTTIR
dagskrárgerðarkona
er fimmtíu og fimm
ára í dag.
ÓLI G.
JÓHANNSSON
myndlistarmaður
er sextíu og þriggja
ára í dag.
90 ára afmæli
Níræð er í dag
María Ágústsdóttir,
nú til heimilis á Dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri. María er ættuð
frá Geiteyjarströnd í Mývatnssveit.
Eiginmaður hennar var Sigurður G.
Jóhannesson kennari.