Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.12.2008, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 13.12.2008, Qupperneq 74
 13. desember 2008 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is kl. 11 Afhúpun á minnisvarða um þrískipt- ingu ríkisvaldsins og meint umferð- arlagabrot Jóns Kristinssonar á Akureyri . Athöfnin fer fram á horni Þingvallastrætis og Byggðavegar þar nyrðra en umferðarlagabrotið rauf samtvinnun dóms- og framkvæmda- valds hér á landi. Eftir afhjúpunina er móttaka í húsakynnum Háskólans á Akureyri í Þingvallastræti 23. Í vikunni hófust æfingar á verki Söru Kane, Rústað (Blasted) sem frumsýnt verður á Nýja sviði Borgarleikhússins 30. janúar. Sýn- ing verksins markaði tímamót þegar það var frumsýnt 1995 í Royal Court-leikhúsinu í London. Kane var þá 24 ára gömul og skipt- ust gagnrýnendur og leikhús- áhugafólk í tvær fylkingar um ágæti verksins. Sumir spöruðu ekki gífuryrðin og býsnuðust yfir því að verkið væri ekki boðlegt. Aðrir hömpuðu leikskáldinu unga. Margt í viðtökunum minnti á harkalegar viðtökur fyrstu verka Pinters og Osbornes á sjötta ára- tugnum og viðtökunum sem Saved eftir Edward Bond fékk á sínum tíma á sjöunda áratugnum. Fram- lag Söru Kane til leikhúsbók- menntanna er í dag talið einstakt og verk hennar sem voru partur af bresku „In-yer-face“- bylgjunni hristu duglega upp í bresku leik- húslífi og voru sýnd víða. Íslensk leikhús hafa ekki til þessa ráðist í sviðsetningar á verkum Söru Kane. Þar til nú. Auk Rústað mun Borg- arleikhúsið standa fyrir leiklestrum á öllum verk- um hennar á starfsárinu. Í samstarfi við Endur- menntunarstofnun verður hleypt af stokkunum nám- skeiði í santímaleikrit- un með höfuð- áherslu á verk skáldsins. Blasted, eða Rústað, eins og það heitir í íslenskri þýðingu Guðrúnar Vilmundar- dóttur, gerist á hóteli í vestrænni borg þar sem borgarastyrjöld er í uppsiglingu. Það er ofbeldis- kennt svo ekki sé meira sagt og ofboðs- legt þótt atburðir á sviðinu eigi sér margar samsvaranir í sígild- um verkum, einkum Grikkja. Ingvar E. Sigurðsson leikur burð- arhlutverk sýningarinnar en auk þess munu Björn Thors og Kristín Þóra Haraldsdóttir leika í sýning- unni. Kristín Eysteinsdóttir hlaut Grímuna sem leikstjóri ársins árið 2008 og setur nú upp sitt fyrsta verk sem fastráðinn leikstjóri við Borgarleikhúsið. Leikmynd og búninga gerir Börkur Jónsson en Þórður Orri Pétursson lýsir. Tón- list gerir Frank Hall. Námskeið um samtímaleikritun í samstarfi við Endurmenntunar- stofnun Háskóla Íslands Í tengslum við sýninguna býður Endurmenntunarstofnun í sam- vinnu við Borgarleikhúsið, upp á námskeið í samtímaleikritun með sérstaka áherslu á verk Söru Kane. Una Þorleifsdóttir listahá- skólakennari fjallar á námskeið- inu almennt um Söru Kane, ein- kenni verka hennar og áhrif þeirra á leikritun og leikhúsið almennt. Magnús Þór Þor- bergsson, leiklistarfræð- ingur, tekur síðan sérstak- lega fyrir hvernig „in-yer-face“-bylgjan sem fylgdi í kjölfar Rústað náði fótfestu í Berlín og víðs vegar um Evrópu. Kristín Eysteinsdótt- ir leikstjóri fjallar svo um Rústað og uppfærslu sína. pbb@ frettabladid.is Rústað á svið LEIKLIST Ingvar Sigurðsson leikur stærsta hlut- verkið í Rústað, blaðamanninn hundingslega sem mætir örlögum sínum á hótelher- bergi í ótilgreindri borg. Í dag opnar Atli Heimir Haf- steinsson ljósmyndasýningu í Skotinu hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi. Atli var í hópi ungra norrænna ljós- myndara sem valdir voru til þess að taka þátt í verkefninu North- ern Cities Project - skipulagt af Norrænu ljósmyndamiðstöðinni í Oulu, Finnlandi. Markmið verk- efnisins var að fanga anda sex norðlægra borga í Skandinavíu og Rússlandi árið 2004. Listamennirnir fengu frjálsar hendur og ferðuðust milli borg- anna Tromsö í Noregi, Oulu og Tornio í Finnlandi, Murmansk og Syktivar í Rússlandi og Happar- anda í Svíþjóð í leit að myndefni. Verkefnið endaði svo í sýningu sem sýnd var víðs vegar í Skand- inavíu árið 2005. Það er því Ljós- myndasafni Reykjavíkur sér- stakur heiður að frumsýna efnið á Íslandi. Sýningin í Skotinu er hluti af þessu verkefni Atla og má þar sjá afrakstur vinnu hans við að ferð- ast til ofangreindra borga, banka upp á hjá fólki og fá það til að sitja fyrir á ljósmyndum. Til- gangur hans var að draga upp raunsæja mynd af fólkinu og þeirra híbýlum í hverri borg fyrir sig og ná þannig fram per- sónulegri sýn á menningu þjóð- anna. Sýningin skiptist í tvo hluta. Annars vegar í myndvarpasýn- ingu þar sem má sjá fólkið fyrir framan heimili sín og hins vegar sýningu á verkum á vegg, sem Atli skilgreinir sem eins konar tilraun til þess að lýsa borg í einni mynd. Atli Már Hafsteinsson hefur á undanförnum árum unnið sem auglýsingaljósmyndari á Íslandi og má sjá dæmi af þeirri starf- semi hans á síðunni www.dund.is. Atli lærði ljósmyndun hjá Kristj- áni Pétri Guðnasyni í Skyggnu- Myndverk og hefur sýnt víðs vegar bæði innanlands og utan. - pbb Norðlægar borgir LJÓSMYNDIR Ein mynda Atla úr ferða- lagi hans um norðlægar borgir MYND LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/ ATLI HEIMIR HAFSTEINSSON > Ekki missa af síðustu sýningu á Utan gátta í kvöld kl. 20 í Þjóðleik- húsinu. Nýdönsk á Nasa Laugardaginn 13. desember Sérstakir gestir: Dynamo Fog Miðaverð 1500 kr. P IP A R • S ÍA • 8 2 3 3 6 Sýningin er opin milli 16 -18 fram að jólum eða eftir samkomulagi í síma 898 7172. Málverkin má einnig sjá á heimasíðunni www.peturgautur.is Að venju verða ný málverk á veggjum, veitingar og djazzzzzz… Þér og þínum er boðið á jólasýningu á vinnustofu Péturs Gauts, laugar- daginn 13. desember kl. 16 – 19. Með jólakveðju, Pétur Gautur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.