Fréttablaðið - 13.12.2008, Síða 78

Fréttablaðið - 13.12.2008, Síða 78
70 13. desember 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson ...jólarauða rúskinnsskó með fylltum hæl. Þeir fást hjá Þráni skóara. ...hring úr skartgripalínu Sif Jakobs. Hann fæst í Leonard í Kringlunni.OKKUR LANGAR Í … ...lekkert seðlaveski frá Sævari Karli. Bindi þurfa ekki endilega að tengjast banka- starfsmönnum og teinóttum jakkafötum. Þau hafa einnig sett mark sitt á rokkið og listirnar og hönnuðir eins og Rag and Bone og Dior léku sér með ýmiss konar hálstau fyrir herrana. Það er til dæmis skemmtilegt að gera jakka- fötin grófari með því að ganga í uppháum eða reimuðum skóm við buxurnar og skella flottum, síðum klút um hálsinn. Lakkrísbindin mjóu klikka heldur ekki fyrir hávöxnu rokkara- týpurnar. - amb ROKK OG RÓL Svöl samsetning af leðurjakka, svartri skyrtu, bindi og sól- gleraugum hjá Christian Dior. KLASSÍSKT Grá þröng jakkaföt við skyrtu og svart bindi hjá bandarísku hönnuðunum Rag & Bone. Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454 silfur sjávar íslensk hönnun og handverk Ég er þess sannfærð að ekkert getur verið meira kitlandi fyrir konu en að verða „músa“ eða guðlegur innblástur fyrir tískuhönnuði, skáld, tónlistarmenn eða listamenn. Að vera svo afgerandi í skap- gerð, stíl, fegurð, fyndni eða jafnvel bólfærni að sá sem skapar fyllist af andargift. Margar músur listamannana hafa öðlast heimsfrægð í gegnum verk þeirra en þar má nefna fyrirsæturnar sem listamenn eins og Rossetti, Renoir, Picasso og Andy Warhol gerðu ódauðlegar í verkum sínum. Meira að segja Jeff Koons var innblásinn af eigin- konu sinni, klámstjörnunni ítölsku Cicciolinu. Til dæmis má nefna að „músa“ Warhols veitti ekki einungis listamanninum innblástur heldur „inspireraði“ heila kynslóð um fataval, klippingu og augnfarða. Í dag er ef til vill minna um músur listamanna en tískuheimurinn er uppfullur af þeim að vanda. Yves St Laurent var duglegur að finna „músur“ og þær frægustu voru auðvitað Loulou de la Falaise og Catherine Deneuve. Á þeim byggði hann sína sýn á hvernig nútímalegar kynþokkafullar konur áttu að lifa lífinu og klæða sig. Serge Gainsbourg samdi heilu plöturnar um bresku kærustuna Jane Birkin sem að sjálsögðu fékk líka að syngja með og sitja fyrir á plötuumslögum. John inspíreraði Yoko og Yoko inspírer- aði John og hvort um sig hefði varla orðið jafn frægt ef ekki hefði verið fyrir hitt. Frægasta tískufyrirmynd síðustu fimm ára er án efa breska fyrirsætan Kate Moss en hún er einmitt erkitýpa „mús- anna“ - býr í raun ekki yfir stórfenglegri fegurð en í staðinn hefur hún stórkostlega svalan persónulegan stíl, „atti- tjúd“ og kynþokka. Fleiri konur hafa komið sterkt inn í sviðsljósið sem tískufyrir- myndir en þar má nefna hinar bresku Amy Wine- house og Daisy Lowe og hinar frönsku systur Charlotte Gainsbourg og Lou Doillon. Svo eru auðvitað annars konar tískufyrirmyndir sem dúkka upp endrum og eins líkt og Baywatch stirnið Pamela Anderson en heilu kynslóðir kvenna klónuðu sig sem barmmiklar, ljósabrúnar, plokkaðar gervi- ljóskur í þröngum spandexfötum. Það væri athyglisvert að skoða íslenskt þjóðfélag og finna „músurnar“ okkar. Ætli þær einskorðist við Ásdísi Rán og Dorritt? Af músum og músum > KYNNING Á NÝJU KRONKRON VERKEFNI Nýju Kron by KronKron skórnir hafa vakið mikla athygli og verða til sýnis í KronKron í dag frá klukkan átta til ellefu um kvöldið. Gísli Galdur og Benni B-Ruff spila og veit- ingar verða í boði. GRÓFIR SKÓR Flott mótorhjólastígvél við jakkaföt hjá Rag & Bone. SPJÁTRUNGSLEGUR Þessi stílhreini smók- ing var sýndur fyrir vor og sumar 2009 hjá Rag & Bone. GAMALDAGS SLAUFA Skemmtileg útfærsla af klassískum jakkafötum hjá hönnuð- inum Chris Van Ashe hjá Dior. HÁLSTAU FYRIR HERRANA: Þröng jakkaföt, bindi og slaufur fyrir jólin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.