Fréttablaðið - 13.12.2008, Side 81

Fréttablaðið - 13.12.2008, Side 81
LAUGARDAGUR 13. desember 2008 73 Hljómsveitin Sigur Rós hefur stutt við bakið á góðgerðasjóði sem nefnist The Eye Fund. Sjóðurinn var stofnaður af fjölskyldu Bretans Simon Sherry sem lést úr augnsjúkdómi. David, bróðir Simons, starfar í tónlistar- bransanum og fékk Sigur Rós sér til hjálpar en söngvarinn Jónsi er blindur á öðru auga. Hljómsveitin áritaði geisla- og mynddisk sem voru síðan boðnir upp á síðunni eBay fyrir 360 pund og rann ágóðinn til sjóðsins. „Að fá náunga eins og þá til að taka þátt í svona fjáröflun á vegum fjöl- skyldu er alveg frábært,“ sagði David Sherry. „Í núverandi efnahagsástandi býst maður ekki við að fólk seilist ofan í vasa sína.“ Sigur Rós til aðstoðar SIGUR RÓS Hljómsveitin Sigur Rós gerði vel þegar hún studdi við bakið á góð- gerðarsjóðnum The Eye Fund. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bandaríska söngstjarnan Miley Cyrus var heldur ósátt þegar hún fékk lúxus-sportbíl í sextán ára afmælisgjöf, einfaldlega af því að mamma hennar átti bílinn áður. Í viðtali í bandaríska sjónvarps- þættinum Extra sagðist söngkon- an ekki hafa fengið bílinn sem hana dreymdi um. Hún sagði það þó ekki alslæmt að hafa fengið bíl móður sinnar þar sem hann er af tegundinni Porche. Söngkonan viðurkenndi einnig að hún væri frekar stressuð í ökutímum. Hún segist þó óttast prófdómarann sinn allra mest því hann spyrji spurninga sem hún viti sjaldnast svarið við. Vildi nýjan bíl FÉKK PORCHE Miley fékk Porche lúxus- sportbíl í sex- tán ára afmælisgjöf, en það var ekki bíllinn sem hana dreymdi um. Svo virðist sem Kanye West ætli að leggja tónlistina aðeins á hilluna því hann vill komast í starfsþjálfun í tískuhúsi. Rappar- inn er staðráðinn í að leggja fatahönnunina fyrir sig og er tilbúinn að byrja frá grunni. Upp á síðkastið hefur hann verið að skrifa nokkrum af þekktustu tískuhúsum heims, svo sem Louis Vuitton, og óskað eftir starfs- reynslu. West segist vilja verða fata- hönnuður og sinna tónlistinni um helgar. Margir furða sig á hversu ákveðinn hann er í að láta þennan draum verða að veruleika, en hann hefur verið á fremsta bekk tískuvikna í París og Mílanó undanfarin ár. Vill læra fatahönnun KANYE WEST Stefnir á að verða fata- hönnuður. „Ég er með sögu í bókinni hans Hugleiks, en það var nú samt ekkert þess vegna sem við ákváðum að halda þetta saman,“ segir Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir úr FM Belfast um sameiginlegt útgáfuhóf hljómsveitarinnar og Hugleiks Dagssonar í kvöld. Kvöldið hefst með einkasamkvæmi á veitingastaðnum Santa María, þar sem Hugleikur fagnar útkomu bókarinnar Eineygði kötturinn Kisi og ástandið auk þess sem RetroStef- son kemur fram. Um miðnætti hefjast svo tónleikar FM Belfast á Q bar, en sveitin gaf nýlega út plötuna How to make friends. „Ástæðan fyrir að við gátum ekki haft þetta á sama staðnum, er að það er hótel fyrir ofan Santa María og svo var Q bar ekki laus fyrr en um miðnætti. Maður hittir aldrei neina af vinum sínum þegar maður er að spila á tónleikum svo þarna hefur maður allavega tíma til að hitta fólkið á undan,“ segir Lóa sem hefur verið önnum kafin eftir að plata FM Belfast kom út. „Við Árni erum á fullu að spila alls staðar og pakka inn plötum heima hjá okkur. Við gefum nefnilega út sjálf og það kostar svo mikið að pakka þessu inn að við höfum ekki efni á því,“ útskýrir Lóa og segir hljómsveitina ekki hafa haft tíma til að halda útgáfu- tónleika fyrr. „Það hafa margir boðað komu sína svo þeir sem ætla að mæta verða að vera stundvísir.“ - ag Hugleikur og FM Belfast saman NÝ BÓK Hugleikur fagnar með einkasamkvæmi á Santa María.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.