Fréttablaðið - 13.12.2008, Síða 83

Fréttablaðið - 13.12.2008, Síða 83
LAUGARDAGUR 13. desember 2008 Jólaosturinn 2008 Höfðingi Jóla-Brie Jóla-Yrja Camembert Stóri-Dímon Gullostur Jólaostakaka Gráðaostur Hátíðarostur Hrókur Engin jól án þeirra! Dala-Yrja Blár kastaliÖnnur bókin í ritröð um íslenskar laxveiðiár Fæst hjá útgefanda og á öllum helstu bóksölustöðum. Langá á Mýrum Óskabók veiðimanna, hvort sem þeir eru þaulreyndir eða að feta sín fyrstu spor í veiðikúnstinni. Ein glæsilegasta bók síðari ára um veiðiár. Höfundurinn, Guðmundur Guðjónsson lýsir veiðistöðum af þekkingu og kryddar lýsingar sínar sögnum af skemmtilegum mönnum sem hafa notið þeirrar ánægju að spreyta sig í þessari á í gegnum tíðina. Gullfallegar myndir Einars Fals Ingólfssonar gæða bókina enn frekara lífi. Vatnagörðum 14 – 104 Reykjavík Sími 563 6000 – www.litrof.is ÓSKABÓK VEIÐIMANNA Laxá í Kjós og Bugða Laxá í Kjós, ásamt Bugðu, er fyrsta bókin í ritröðinni um helstu laxveiðár á Íslandi og kom út 2007. Eftir sömu höfunda með skemmtilegri lýsingu á ánum og frábærara myndir – ómissandi í safnið. Femínistar eru bara lesbíur í karlmannsfötum, ung- frúrnar skiptast á hæðnis- legum athugasemdum á milli þess sem þær gera hvað þær geta til að ganga í augun á dómnefndinni. Svona sér blaðamaður The Sun þátttakendur í Miss World. Breska blaðið The Sun er þekkt fyrir allt annað en að fara fínlega í umfjöllunarefni sín og grein blaðs- ins um Miss World, sem nú fer fram í Suður-Afríku, fellur fylli- lega undir ritstjórnarstefnu blaðs- ins. Blaðamaðurinn segir þátttak- endurna vera yfirborðslega góða og þær láti út úr sér fáránlegar athugasemdir um útlit keppinaut- anna. „Ég elska hreinlega hárið á þér, það er svo dökkt,“ á ein að hafa sagt. Önnur ummælin bæta þó um betur. „Hællinn á skónum þínum er svo hár. Þú ert ótrúlega gáfuð að detta hreinlega ekki. Og húðin þín er svo hrein, þú hlýtur bara að drekka mikið af vatni, vel gert.“ Ungfrú Ísland, Alexandra Helga Ívarsdóttir, kemst þó vel frá grein- inni sem er öll skrifuð í fremur háðslegum tón. Blaðamaðurinn varð vitni að því þegar stúlkurnar voru að gera sig klára að koma sér á hótel. Hver og ein var með fimm ferðatöskur, smekkfullar af kjól- um, baðfötum og öðru sem fegurðardrottningar þurfa á að halda í svona keppni. Alexandra virtist hins vegar bara koma með eina tösku til Jóhannesarborgar. „Hún hlýtur að vera alveg rosa- lega góð í að pakka,“ á ein að hafa sagt fyrir framan nef blaðamanns. Hópurinn mun hafa sprungið úr hlátri yfir ferðatöskuleysi Alex- öndru. Hún sat hins vegar bara þögul sem gröfin og beið eftir að verða ferjuð upp á hótel. „Hversu marga kjóla ætli hún hafi tekið með sér? Vonandi tók hún bara þvottaefni með sér,“ voru hinar köldu kveðjur sem hún fékk frá stallsystrum sínum. Miss World er engu síður elsta fegurðarsamkeppni heims en þetta er í 57. skipti sem hún er haldin. Keppnin hefur þó ekki allt- af gengið þrautalaust fyrir sig; nígerískir múslimar hótuðu að grýta keppendur til dauða árið 2002 og Indverjar mótmæltu harð- lega þegar keppendur komu fram á sundfötunum. Femínistar hafa jafnframt löngum haft horn í síðu keppninnar en einn aðstandandi keppninnar, Julia, hefur sínar skýringar á þeim hópi: „Hverjar eru þessir femínistar? Þetta eru lesbíur sem langar til að verða karlmenn. Þær klæðast eins og karlar og líta út fyrir að vera karl- ar. Fólk villl hins vegar kveikja á sjónvarpinu og sjá fallegar og hamingjusamar konur. Við erum að gefa fólkinu það sem það vill.“ freyrgigja@frettabladid.is Ungfrú Ísland í The Sun SNILLINGUR Í AÐ PAKKA Alexandra Helga Ívarsdóttir sleppur vel frá grein The Sun en svo virðist sem keppinautar hennar hafi dáðst að hæfileikum hennar til að pakka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.