Fréttablaðið - 13.12.2008, Síða 88

Fréttablaðið - 13.12.2008, Síða 88
80 13. desember 2008 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Það verður mikið um dýrðir á Nou Camp í Barcelona í kvöld þegar fyrri risaleikur Bar- celona og Real Madrid á tímabil- inu fer þar fram. Heimamenn í Barcelona geta náð tólf stiga for- skoti á erkifjendur sína frá Madr- íd en til þess þurfa þeir að gera það sem þeim hefur ekki tekist síðan 19. nóvember 2005 − að vinna Real Madrid í El Clásico. Eiður Smári er nú á sínu þriðja tímabili með Barcelona og liðið hefur þegar spilað fjóra El Clásico leiki á þessum tíma. Gengi Barca í þessum leikjum hefur verið mjög dapurt, aðeins eitt stig, þrjú töp og sex mörk í mínus í markatölu. Okkar maður hefur líka ekki feng- ið mikið að vera með í síðustu þremur leikjum eftir að hafa byrj- að þann fyrsta í október 2006. Eiður lítið spilað á Nou Camp Leikur kvöldsins er á heimavelli Barcelona á Nou Camp og vonast Eiður til að vera í byrjunarliðinu í fyrsta sinn gegn Real Madrid á heimavelli. Eiður Smári hefur aðeins spilað í 10 mínútur í tveim- ur El Clásico leikjum Barcelona á Nou Camp síðan hann kom til liðs- ins en hefur aftur á móti verið í byrjunarliðinu og fengið að spila í samtals 88 mínútur í leikjum Barca á Bernabéu. Eiður Smári er í 16. sæti hjá Barcelona yfir flestar mínútur spilaðar í El Clásico undanfarin tvö tímabil en heldur engu að síður Thierry Henry fyrir neðan sig. Henry sat á bekknum allan tímann eins og Eiður Smári í fyrri leikn- um á síðasta tímabili en lék allan seinni leikinn og skoraði þá eina mark liðsins í lokin. Eiður Smári var í byrjunarlið- inu í 0-2 tapi Barcelona á Santiago Bernabéu 12. október 2006. Eiður fékk algjört dauðafæri til að jafna leikinn eftir fyrsta mark Real. Eiður skaut þá framhjá úr frá- bæru færi eftir að Lionel Messi hafði rennt boltanum til hans. Þetta var fyrsta tap Barcelona á tímabilinu. Í seinni leiknum á fyrsta tíma- bili Eiðs Smára þá byrjaði hann á bekknum en kom inn á fyrir Rafa- el Márquez á 80. mínútu í stöðunni 2-3 fyrir Real. Lionel Messi tryggði Börsungum jafntefli þegar hann innsiglaði þrennu sína tveimur mínútum fyrir leikslok. Eiður Smári átti mjög góða innkomu í Barca-liðið og átti mikinn þátt í auknum sóknarþunga liðsins í lokin sem á endanum skilaði síðan jöfnunarmarkinu. Leikur Barcelona og Real Madr- id á Nou Camp í fyrra var mikil vonbrigði fyrir Eið Smára. Hann hafði byrjað tvo síðustu leiki á undan og hafði enn fremur verið í byrjunarliðinu í sex leikjum af síðustu sjö fyrir þennan leik sem fór fram á Þorláksmessu í fyrra. Eiður Smári var því talinn líkleg- ur í byrjunarliðið hjá fjölmiða- spekúlöntum á Spáni en það kom fyrir lítið. „Ef ég fæ að spila, yrði það einn af hápunktum ferilsins og besta mögulega jólagjöfin sem ég gæti fengið,“ sagði Eiður Smári í viðtölum fyrir leikinn en þegar á reyndi var Eiður Smári ekki í byrj- unarliðinu og fékk á endanum ekk- ert að koma við sögu í leiknum. Eiður Smári var síðan í byrjun- arliðinu í síðasta El Clásico sem fór fram á Bernabéu í maí. Hann fékk þó ekki að spila mikið því Frank Rijkaard skipti honum út af eftir aðeins 23 mínútur en seinna gaf Eiður Smári það út að hann hefði þurft að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Rijkaard gerði þessa breytingu þegar Real var komið í 2-0 eftir aðeins 20 mínútna leik. Real Madrid vann leikinn á endanum 4-1. Fær Eiður jólagjöfina ári of seint? Eiður Smári hefur unnið sér aftur sæti í goggunarröðinni á síðustu vikum eftir að hafa misst út marga leiki vegna meiðsla sem hann varð fyrir í landsleik á móti Makedón- um. Það væri mikill sigur fyrir hann að vera í byrjunarliðinu þar sem mörgum finnst Barcelona- liðið geta endanlega endurheimt reisn sína eftir margar útreiðir gegn Real Madrid síðustu ár. Flestir spænskir fjölmiðlar búast við því að hann verði í byrj- unarliðinu í kvöld og þá er bara að vona að Pep Guardiola fylgi ekki í fótspor Franks Rijkaard og geymi okkar mann á bekknum þegar öll augu eru á spænska boltanum. Nú er svo sannarlega komið að því að Eiður Smári fá að njóta sín í El Clásico og hver veit nema hann fá umrædda jólagjöf bara einu ári of seint. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð2 Sport og hefst klukkan 21.00. ooj@frettabladid.is Fengið fá tækifæri í El Clásico Eiður Smári Guðjohnsen hefur aðeins fengið að spila í samtals 33 mínútur í síðustu þremur El Clásico við- ureignum Barcelona og Real Madrid. Barcelona hefur ekki unnið Real síðan árið 2005. Í LIÐINU Í KVÖLD? Flestir spænskir sparkspekingar eru á því að Eiður Smári verði í byrjunarliði Barcelona í kvöld. NORDIC PHOTOS/AFP EIÐUR OG EL CLÁSICO 22. október 2006 0-2 tap í Madrid. Eiður var í byrjunarliðinu en skipt út af fyrir Saviola á 65. mín. í stöðunni 0-2 fyrir Madrid. 10. mars 2007 3-3 jafntefli í Barcelona. Eiður kom inn á sem varamaður fyrir Rafael Marquez á 80. mínútu í stöðunni 2-3 fyrir Madrid. 23. desember 2007 0-1 tap í Barcelona. Eiður sat á bekknum allan tímann. 7. maí 2008 1-4 tap í Madrid. Eiður var í byrjunarliðinu en var skipt af velli fyrir Dos Santos á 23. mínútu í stöðunni 0-2 fyrir Madrid. FÓTBOLTI Vegna þráláts orðróms um að stórstjarnan David Beckham sé að skoða möguleik- ann á að breyta fyrirhuguðum lánssamningi sínum við AC Milan í að ganga alfarinn í raðir ítalska félagsins sáu forráðamenn LA Galaxy sig knúna til þess að senda frá sér yfirlýsingu í gær. „Beckham mun hitta nýja liðsfélaga sína í AC Milan í æfingarbúðum 29. desember og mun dvelja með félaginu fram í mars þegar hann snýr aftur til LA fyrir nýtt keppnistímabil með Galaxy í MSL-deildinni. - óþ Yfirlýsing frá LA Galaxy: Beckham aftur til LA í mars STUTT STOPP David Beckham mun snúa aftur til LA Galaxy í mars. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI FIFA greindi frá því í gær hvaða fimm leikmenn hefðu lent í efstu sætunum í kjöri á besta knattspyrnumanni heims árið 2008. Það eru landsliðsþjálf- arar og fyrirliðar sem velja. Cristiano Ronaldo þykir líklegur til þess að hreppa hnossið í ár en hann varð þriðji í þessu kjöri í fyrra. Ásamt Ronaldo eru á topp-fimm þeir Fernando Torres, Kaká, Lionel Messi og Xavi. Kjörinu verður lýst í Zürich í Sviss 12. janúar næstkomandi. - hbg Besti leikmaður heims: Greint frá fimm efstu RONALDO Var valinn besti knattspyrnu- maður Evrópu. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Joe Kinnear, knatt- spyrnustjóri Newcastle, viður- kenndi í gær að hann hafi litla trú á því að félagið nái að halda framherjanum Michael Owen innan sinna raða. „Ég verða að játa það að ég hef í sannleika sagt ekki mikla trú á því að við náum að halda Owen. Ég mun samt setjast niður með honum og reyna að sannfæra hann um að vera áfram hjá Newcastle og skrifa undir nýjan samning. Hann hefur að mér skilst í mörg horn að líta með framhaldið að gera,“ segir Kinnear hreinskilinn í viðtali við Sky Sports í gær. Samningur Owens við New- castle rennur út í lok yfirstand- andi keppnistímabils og ekki er ólíklegt að félagið reyni því að fá pening fyrir hann í janúar í stað þess að hleypa honum frá sér án greiðslu næsta sumar. Mörg félög eru sögð fylgjast með stöðu mála hjá Owen. - óþ Joe Kinnear, Newcastle: Michael Owen líklega á förum FÓTBOLTI Það var mikið fjölmiðla- fár í Brasilíu í gær þegar einn af dáðustu sonum landsins, Ron- aldo, var kynntur sem nýr leik- maður brasilíska liðsins Corinth- ians. Ronaldo, sem yfirgaf herbúðir AC Milan í júní, er búinn að ná sér af alvarlegum hnémeiðslum og spilaði góðgerðaleik í síðasta mánuði. Ronaldo segir að þess verði ekki langt að bíða að hann spili sinn fyrsta leik fyrir Corinthians en játar þó að það sé mikil áskor- un að koma sér í gott líkamlegt form á ný eftir að hafa tútnað fullmikið út í meiðslunum. „Ég verð bara að sanna mig á vellinum. Það er eitt að rífa kjaft utan vallar en annað að sanna sig á vellinum,“ sagði Ronaldo sem gerði eins árs samning við Cor- inthians og fær um 20 milljónir króna í mánaðarlaun. „Ég er bara einn af leikmönn- um liðsins og gengst undir sömu reglur, sömu skyldur og aðrir. Ég mun ekki njóta neinna forrétt- inda,“ sagði Ronaldo. Framherjinn skæði hefur áður leikið með Barcelona, Real Madr- id og Inter. Hann hafnaði á dög- unum tilboði frá ítalska félaginu Siena. Varaforseti Corinthians, Mar- cio Gobbi, neitar því að félagið sé eingöngu að fá Ronaldo af markaðsástæðum. „Ronaldo er ekki hér til þess að selja treyjur. Hann er hér til þess að spila fótbolta. Brasilískur fót- bolti á skilið að fá til baka einn sinn besta leikmann á undanförn- um árum,“ sagði Gobbi. - hbg Ronaldo kynntur til leiks hjá Corinthians: Sanna mig á vellinum KOMINN HEIM Ronaldo lék síðast í Brasilíu 17 ára gamall. NORDIC PHOTOS/AFP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.